Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.10.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÉR hefur loksins borist í hendur skýrsla samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaganna Austurbyggðar, Fáskrúðsfjarð- arhrepps, Fjarðabyggðar og Mjóa- fjarðarhrepps. Tillaga þessi er hluti af her- ferð stjórnvalda til að útrýma litlum sveit- arfélögum í landinu, og munu kosningar um hana fara fram 8. október næstkom- andi, þrátt fyrir að nánast engin kynning hafi farið fram á til- lögunni fyrr en nú á síðustu dögum. Ég hef aldrei verið hrifin af hugmyndinni um samruna þennan, en ákvað þó að kynna mér skýrslu nefndarinnar áður en ég léti dóm falla. Það fyrsta sem stakk mig í sambandi við samstarfsnefndina var kynjaskipting innan hennar. Hana skipuðu sjö karlmenn en að- eins ein kona. Svipaða sögu var að segja um fulltrúa í málefnahópum sameiningarnefndar. Í þeim störf- uðu ellefu karlmenn en sjö konur. Hvar er jafnréttið? Það kom á daginn að skýrslan sem ég hafði hugsað mér að styðj- ast við í ákvarðanatöku minni reyndist ekki vera neitt annað en áróðursskjal frá stuðningsmönnum sameiningar. Svo virðist sem nefndin hafi komist að þeirri nið- urstöðu að sameining geti ómögu- lega haft ókosti í för með sér. Lof- söngur samstarfsnefndar um þá dýrð sem ríkja muni í sameinuðu sveitarfélagi jaðrar við að vera kjánalegur. Ef íbúafjöldi sveitarfélags er allt í einu það mikilvægasta innan þess, væri þá ekki einfaldast að steypa bara öllu Íslandi saman í eitt stórt sveitarfélag? Hvað verð- ur um lýðræði innan sveitarfélags sem samanstendur af mörgum byggðarkjörnum með ólíkar þarfir og mismarga íbúa? Til að mynda er að finna ákvæði í skýrslunni undir liðnum „Treyst- um byggðina, þitt er valið“, sem hljóðar svo: Ef til- lagan um sameiningu er felld í einu sveitar- félagi fá íbúar þess tækifæri til að kjósa aftur innan sex vikna ef meirihluti íbúa á svæðinu er hlynntur tillögunni og hún hef- ur verið samþykkt í a.m.k. tveimur sveit- arfélögum. Síðan hve- nær tíðkast það að endurtaka lýðræð- islegar kosningar, komi ekki út sú nið- urstaða sem yfirvöld óska eftir? Má búast við að þennan skrípaleik eigi að leika eftir þar til íbúar gef- ast upp og „rétt“ niðurstaða fæst? Þitt er valið. Ég tel að óháð íbúafjölda viti lítil sveitarfélög hvað þeim er fyrir bestu, og ættu íbúar því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir leggja frelsi sitt og lýðræði að hluta til í hendur annarra, á þeim for- sendum að hagræða. Hagræðing kallar væntanlega á niðurskurð og hvar mun hann koma fram? Mér leikur til að mynda forvitni á að vita hver stefna stjórnvalda í heil- brigðismálum sameinaðs sveitarfé- lags er. Mun ríkið sjá sér hag í því að reka fjórar heilsugæslu- stöðvar og eitt sjúkrahús í einu og sama sveitarfélaginu? Að sjálf- sögðu er bráðnauðsynlegt að læknisþjónusta sé fyrir hendi í hverju byggðarlagi fyrir sig, en samt sem áður óttast ég nið- urskurð á þessu sviði. Margt af því sem samstarfs- nefnd leggur til í skýrslunni er vel framkvæmanlegt án þess að af sameiningu verði. Fyrir mér er það mjög raunhæfur kostur að umrædd sveitarfélög hefji með sér öflugt samstarf á ýmsum sviðum, þó svo að stjórnsýsluskipan þeirra muni ekki breytast. Á þann hátt tel ég að hagsmuna hvers sveitar- félags fyrir sig verði betur gætt en í sameinuðu sveitarfélagi. Sam- eining gæti á endanum orðið að einhvers konar R-listahjakki þar sem stærri byggðarlögin leyfa sér yfirgang á kostnað þeirra minni. Munurinn er bara sá að út úr R- listasamstarfinu var leið, fyrir þá sem ekki sættu sig við slíkan yf- irgang, en umrædd sameining er óafturkallanleg. Við megum ekki gleyma því í stórmennskubrjálæði að í litlu samfélagi er það einstaklingurinn sem er svo stór hluti af lítilli heild, ekki bara gangandi kenni- tala með lögheimili innan þess. Það tel ég vera einn af mikilvæg- ari kostum þess að búa í litlu, en jafnframt öflugu sveitarfélagi. Með það í huga ætla ég að ganga að kjörborðinu og segja nei við sameiningu. Sveitarfélagið Ísland? – Þitt er valið Þórunn Ólafsdóttir fjallar um sameiningu sveitarfélaga ’Við megum ekkigleyma því í stór- mennskubrjálæði að í litlu samfélagi er það einstaklingurinn sem er svo stór hluti af lítilli heild, ekki bara gang- andi kennitala með lög- heimili innan þess.‘ Þórunn Ólafsdóttir Höfundur stundar nám í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum við IR og situr í stjórn UVG. HÖFUM eitt á hreinu: Það er engin ástæða til að gefa stjórn Reykjavíkurborgar eftir bar- áttulaust þó að Reykjavíkurlistinn bjóði ekki fram næst. Skoðanakannanir í október segja ekkert til um niðurstöðu kosninga í maí. Þarna á milli er langur veg- ur og mikilvægt að ná nú saman sterku liði breiðfylkingar sem heldur á lofti þeim ávinningum sem Reykjavíkurlistinn státar af og sækir fram til nýrra sigra. Samfylkingin hefur ákveðið að efna til opins prófkjörs á breiðum grunni í febrúar næstkomandi og mun það marka upphaf að sókn til kosningasigurs. Tómarúm og tækifæri Í því tómarúmi sem skapast í huga kjósenda með því að Reykja- víkurlistinn leggur sig niður frá og með næstu kosningum fær íhaldið auðvitað tækifæri. Þess sér stað í könnunum. Ég hef hins veg- ar ekki séð neitt í málflutningi eða stefnumálum d-lista sem réttlætir kröfu til meirihluta í borginni. Þvert á móti. Engum dettur í hug að göng út í Engey og íbúðarhús þar séu hluti af verkefnum borg- arinnar á næstunni. Í stærsta málaflokki borgarinnar, mennta- málum, sér þess hvergi stað að d- listinn hafi frumkvæði en við höf- um af miklu að státa. Enn síður lætur íhaldið á sér kræla í menn- ingarmálum og hver man eftir marktæku framlagi í fé- lagsmálum? Í skipu- lagsmálum raðast stórverkefni Reykja- víkurlistans upp: Vatnsmýrin er loksins laus úr viðjum, mið- bærinn blómstrar allt frá nýju hverfi við Mýrargötu til hins glæsilega tónlistar- húss, áfram upp allan Laugaveg með spenn- andi möguleikum kringum Hlemm. Í starfsáætlun skipulagsráðs fyrir næsta ár kem- ur fram að gríðarlegt framboð fjölbreyttra lóða á næstu árum mun svara allri eftirspurn og vel það, í suðurhlíðum Úlfarsfells koma lóðir í haust og glæsilegt bryggjuhverfi rís síðar við Elliða- vog. Ég vil því brýna jafn- aðarmenn og félagshyggjufólk: Það væru stórkostleg pólitísk mis- tök að nota ekki þessi fjölmörgu góðu verk okkar sem stökkpall í næstu kosningum til áframhald- andi stjórnar. Borgarbúar velji borg- arstjóraefni og lista Samfylkingin hefur alla burði til að taka forystu í borgarmálum, það hafa kosningar og kannanir ítrekað sýnt. D-listinn á ekkert inni til þess umfram aðra nema sögu sem löngu er liðin. Í um- ræðunni um framtíð Reykavík- urlistans hélt ég mjög skýrt fram þeirri skoðun að virkja ætti sem flesta borgarbúa við val á lista og borgarstjóraefni. Fólkið yrði að eiga hlutdeild í framboðinu. Sam- fylkingin býður nú upp á leið sem auðveldar öllum fjölda framboð og þátttöku. Ég skora á þá sem vilja vinna borginni vel að bjóða sig fram til þátttöku, fylgjast mjög vel með framvindu borgarmála á næstunni og skapa sigursveit sem hrindir atlögu íhaldsins næsta vor. Svar okkar er breiðfylking í sókn til enn meiri árangurs. Við eigum það besta skilið. Hvatning til jafnaðarmanna og félagshyggjufólks! Stefán Jón Hafstein hvetur samfylkingarfólk til dáða ’Ég skora á þá sem viljavinna borginni vel að bjóða sig fram til þátt- töku, fylgjast mjög vel með framvindu borg- armála á næstunni og skapa sigursveit sem hrindir atlögu íhaldsins næsta vor.‘ Stefán Jón Hafstein Höfundur er formaður borgarráðs. STJÓRNSKIPAN hvers ríkis gegnir því hlutverki að tryggja fé- lagslegt réttlæti og reglu. Enn- fremur jafnræði þegn- anna og jafnt aðgengi að opinberri þjónustu. Þannig var Íslandi í árdaga skipt niður í hreppa á þann hátt að einingarnar gætu staðið jafnfætis. Leit- ast var við að engin eining væri svo smá að íbúarnir fyndu óhóf- lega veikleika hennar samanborið við hreppa, þar sem byggð var þéttari og fjölmennari. Aldir liðu og um síð- ir urðu flutningar fólks milli byggða stórkost- legir. Svo afgerandi að örfá sveitarfélög byggja nú meirihluti þjóðarinnar á meðan í öðrum stappar nærri landauðn. Öllum lands- mönnum er ljóst að gerbreyta þarf skipt- ingu landsins í hreppa (sveitarfélög) til þess að ná ofangreindum markmiðum. Í stjórnarskrá segir að sveit- arfélög skuli sjálf ráða málefnum sínum. Mikil tormerki eru hinsvegar á því eins og sakir standa. Í 15 ár hafa stjórnvöld nú staðið fyrir og stutt að svokallaðri samein- ingu sveitarfélaga. Felst sú vinna í því að sveitarstjórnarmenn og íbúar hvers sveitarfélags leita samninga og greiða atkvæði um það hvort að leggja skuli heimasveitarfélagið nið- ur sem sjálfstæða einingu og sam- eina það nágrannabyggðum. Sá sem þetta ritar hefur í allan þennan tíma efast mjög um að með þessu verði markinu náð, þ.e. að allir Íslendingar hafi viðunandi aðgang að opinberri þjónustu og að sveit- arfélög öðlist það sjálfstæði, sem þeim er ætlað í stjórnarskrá. Vegna árangursleysis síðustu ára og óvissu um árangur af vænt- anlegum sameiningarkosningum í október vill undirritaður benda sitj- andi félagsmálaráðherra á einfalda leið til þess að koma þessum málum í lag, gera sveitarstjórnarstigið virkt og endurreisa stjórnskipan ríkisins. Tillaga að framkvæmdaröð og verklýsingu: 1. Taktu Íslandskort í hönd. Átt- aðu þig á landslaginu, búsetu fólks- ins, dreifingu þess eftir landshlutum og byggðarlögum og skiptingu milli þéttbýlis og dreifbýlis. Settu þig jafnt í spor þeirra sem í dreifbýli búa og í þéttbýli suðvest- urhornsins. 2. Áttaðu þig á þeim möguleika að núverandi sveitarfélög eru afkvæmi fortíðar, sem öldungis er óvíst hvort að erindi eiga inn í framtíðina. 3. Áttaðu þig líka á því að smærri byggðakjarnar eru félagslegar ein- ingar og eiga rétt á því að vera op- inberlega viðurkenndar sem slíkar, þó að þær verði felldar inn í sveit- arfélög, sem henta tæknivæddri nútíð og framtíð. 4. Misjafn hagur hreppa og annarra sveitarfélaga í nútíðinni mega aldrei hafa áhrif á það hvernig landinu verði skipt niður í sveit- arfélög í framtíðinni. 5. Leggðu nú kalt mat á hvort að hið eins- leita sveitarstjórn- arstig, sem við búum við í dag, getur þjónað allri þjóðinni, eða hvort að finna þurfi upp frá- vik eða aðra skipan til mæta þörfum þeirra, sem dreifðast eða þétt- ast búa. 6. Ákafa sókn vissra sveitarstjórnamanna eftir auknum verk- efnum og völdum skaltu láta eins og vind um eyrun þjóta þangað til hin nýja skipan hefur tekið gildi. Hún á hins vegar að verða til þess að færa verkefni úr höndum ríkisvalds til lægra stjórnsýslustigs. 7. Hafðu nú samband við sem flesta sveitarstjórnarmenn og aðra málsmetandi menn og fáðu fram skoðanir þeirra á því hvernig þörf- um skattþegnanna verði sem best mætt í hverju héraði. 8. Með álit þeirra til hliðsjónar skaltu draga línur á landakortið, sem eru lagaðar til þess að skipta Ís- landi í starfhæfar stjórnsýsluein- ingar. Ef frávik eru nauðsynleg samanber lið 6 hér að framan skaltu í upphafi teikna þau inn, eftir því sem bestu manna yfirsýn hefur gefið þér hugmynd um. 9. Skjal þetta uppteiknað og vel rökstutt skaltu á ný bera undir þá sem fyrir héröðum ráða og óska eftir skýrum og vel rökstuddum breyt- ingatillögum þeirra. 10. Að fengnum mögulegum breytingatillögum og teknu tilliti til þeirra er þér ekkert að vanbúnaði að leggja fram á Alþingi frumvarp til laga um nýja skiptingu Íslands í sveitarfélög. 11. Endurskoðunarákvæði. Eðli- legt er að hin nýja löggjöf geri ráð fyrir endurskoðunarmöguleikum í ljósi reynslu. Reynslutímabil án breytinga gæti verið ca eitt kjör- tímabil, en ákvörðun um einstakar breytingar verði síðan teknar af fé- lagsmálaráðherra, nema um heild- arskipan þessara mála heimti enn án ný uppstokkun. Þá ætti aftur að koma til kasta löggjafans. Verði frumvarp þetta að lögum muntu fljótt verða þess var að lands- lýður verður jákvæðari í garð sveit- arfélaga. Auðveldara mun verða að fá fólk til starfa í þágu heimabyggð- anna. Hin slítandi vinna sveit- arstjórnarmanna við sameining- arviðræður og undirbúning sameiningarkosninga verður óþörf, og þeir fá meiri tíma til að starfa að framgangi og framförum í umdæm- um sínum. Sveitarfélögin verða sjálfkrafa sjálfstæðari, bæði fé- lagslega og fjárhagslega. Þó að hér sé í raun lagt til að formlegum atkvæðagreiðslum verði sleppt, vill höfundurinn undirstrika nauðsyn þess að verkefnið sé unnið fyrir opnum tjöldum með formlegri kynningu gagnvart almenningi. Að minni hyggju er verkið líklegt til þess að taka 1–3 ár, en árangurinn verður örugglega mikill og jákvæður og mun koma í ljós strax og þessari endurskipulagningu er lokið. Endurreisn stjórnsýslustigs Sigurjón Bjarnason fjallar um endurreisn stjórnsýslustigs Sigurjón Bjarnason ’Verði frum-varp þetta að lögum muntu fljótt verða þess var að lands- lýður verður já- kvæðari í garð sveitarfélaga.‘ Höfundur er bókari á Egilsstöðum. smáauglýsingar mbl.is Fréttasíminn 904 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.