Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 5

Morgunblaðið - 30.10.2005, Síða 5
30.10.2005 | 5 6 Flugan fór á frumsýningu í Ís- lensku óperunni, snæddi í Sjávarkjallaranum, tók þátt í Skólavörðuhátíðinni og skoðaði alls konar myndir af Halldóri Laxness í Þjóðleik- húsinu. 8 Höfum fordóma gagnvart eigin rödd Ingveldur Ýr Jónsdóttir kennir fólki að beita röddinni og segir hverja þjóð hafa sinn eigin hljóm. 10 Grúsk með gælunöfn Guðrúna Ólafur Ingi Ólafsson er með BA-próf í Guð- rúnum, en rektorskjör neyddi hann til að ljúka lokaritgerðinni. 12 Erkitöffarinn er liðin tíð Helgi Björnsson hefur tekið að sér fjölda hlutverka á sviði, sem söngvari og leikari, og samið yfir hundrað lög og texta. Á annarri sólóplötu sinni syngur hann lög og texta Magnúsar Eiríkssonar. 20 Morðinginn tákn hræðslunnar Einn fremsti spennusagnahöfundur Frakk- lands, Fred Vargas, segir sögur sínar byggð- ar á fáránlegum hugdettum sínum. 22 Frumleg föt á Fróni Íslenskir fatahönn- uðir koma sífellt á óvart. 24 Stjörnuspá Sporðdrekinn ætti að hlusta á það sem sagt er við hann. 26 Lofar góðu Sólveig Sigurvins- dóttir myndi ekki vilja prjóna sömu lopapeysuuppskriftina tvisvar. 26 Saga naglalakksins Nostur við neglur er ekki eitthvert nýtísku- uppátæki tildursamra nútímakvenna. 28 Krossgáta Hverjir eru ekki arabar að degi? Skilafrestur úrlausna rennur út næsta föstudag. 30 Pistill Steinunn Ólína fékk vampírubúninga á alla fjölskylduna fyrir andvirði einnar jólaseríu á Íslandi. Tímarit Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang: timarit@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Valgerður Þ. Jónsdóttir, vjon@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Morgunblaðsins ISSN 1670-4428 Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson af Helga Björnssyni á Hótel Holti miðvikudaginn 16. október 2005. 10 BA-ritgerð Ólafs Inga Ólafssonar, „Hvað heitir hún aftur hún Gógó?“, er rannsókn á gælunöfnum Guðrúna. „Einstaklingurinn verður ekki sérstakur vegna þess nafns sem hann ber heldur mun þroski hans og persóna veita nafninu inntak,“ segir Ólafur Ingi Ólafsson í viðtali við Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur í Tímaritinu í dag. Og hefur ábyggi- lega hárrétt fyrir sér því það er bara ekki sama Guðrún og Guðrún, frekar en Jón og Jón. Ólafur Ingi kveðst vera íhaldsmaður í nafngiftum og hafa fengið þá hugmynd að fjalla um gælunöfn Guðrúna í BA- ritgerð þegar hann veitti því eftirtekt hve nafnvenjur Íslendinga hefðu breyst. Ein niðurstaða hans er sú að flestar Guðrúnir eru kallaðar Gunnur. Þrátt fyrir vinsældir alls lags krúttlegra eða frumlegra nafna und- anfarið var Guðrún ennþá algengasta kvennafn á Íslandi árið 2004, sem hlýtur að benda til að fleiri en Ólafur Ingi séu íhaldssamir að þessu leytinu. Nafnið Helgi var til að mynda 15. algengasta karlmanns- nafnið 2002; 1.507 karlar hétu því að eiginnafni og 1.115 að öðru eiginnafni. Árin 1996 til 2001 var það í 34. sæti sem algengasta nafn sem drengjum var gefið. Í þjóðskrá eru 15 Helgar sem eru Björnssynir auk 16 annarra með einhverju millinafni. Nafnið er gott og gilt, rammíslenskt og býsna algengt. Hinn eini sanni Helgi Björns hefur þó – líkt og aðrir samkvæmt kenningum Ólafs Inga – ekki aðeins veitt því inntak með þroska sínum og persónu heldur gert það að hálfgerðu vörumerki íslensks erkitöffara í poppheiminum. Í viðtali við Helgu Kristínu Einarsdóttur um fortíðina, ferilinn og framtíðina og nýju sólóplötuna sína segist Helgi Björns að miklu leyti hafa skilið popparahaminn eftir í fortíðinni og lækkað tónhæðina töluvert. Hugsanlega fær nafnið hans þá nýtt inntak. Nafn franska sakamála- og metsöluhöfundarins Freds Vargas, sem Sara Kolka hitti á dögunum í París, hefur á Íslandi yfir sér karlmannlegan blæ. Fred er hins vegar dul- nefni fyrir Frederique. Ósköp samt áþekkt og Gunna er gælunafn fyrir Guðrún. | vjon@mbl.is 30.10.05 Álfar og huldufólk voru efst í huga Kristínar Sigfríðar Garðarsdóttur listakonu þeg- ar hún hannaði postulínsbolla, sem eru þeim eiginleikum gæddir að þeir eru lagaðir að fingrum notandans. „Ég vann þennan bolla í tilefni af sýningu sem haldin var í samnorræna sendiráðinu í Berlín fyrir nokkrum árum þar sem íslenskum hönn- uðum var boðið að sýna verk sín. Þemað á þeirri sýningu var að finna gjöf fyrir huldufólk og álfa. Bollinn er til bæði fyrir hægri og vinstri hönd og hugmyndin er að hann eigi að virka þannig að ef drukkið er úr vinstrihandarbolla þá hefur það áhrif á hægra heilahvelið og öf- ugt.“ Hún tekur því undir að eiginlega sé nauðsynlegt að eiga bæði hægri- og vinstrihandarbolla vilji menn örva höfuðið allt. „Í upphafi hafði þetta ekkert með tillitssemi við örvhenta að gera en þegar fólk kemur í Kirsuberjatréð, þar sem bollarnir eru til sölu, finnst því alveg brilljant að það sé líka hægt að fá bolla fyrir vinstri hönd.“ Þá segir hún örvhenta sjálfa ákaflega þakkláta fyrir til- tækið enda sé sjaldan hugsað til þeirra sérstöðu í veröldinni við hönnun á ýmsum nytjahlutum. Bollinn | Kristín Sigfríður Garðarsdóttir Ís le ns k hö nn un L jó sm yn d: Þ or ke ll L jó sm yn d: B ry nj ar G au ti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.