Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 10

Morgunblaðið - 30.10.2005, Side 10
10 | 30.10.2005 H vað eiga Unna, Dunda, Gúddí, Lallí, Nenna, Systa, Gungun og Úasameiginlegt? Jú, þær heita allar Guðrún. Þetta sýnir BA-ritgerðÓlafs Inga Ólafssonar sem kallast „Hvað heitir hún aftur húnGógó?“ og inniheldur rannsókn á gælunöfnum Guðrúna. „Í raun er þessi ritgerð 26 árum á eftir áætlun,“ segir Ólafur Ingi sem í dag starfar í auglýsingabransanum en stundaði nám í íslensku við Háskóla Íslands í lok áttunda áratugarins. „Ástæðan fyrir því að ég dreif mig í þetta núna var að ég hét á Kristínu Ingólfsdóttur háskólarektor sem er mikil vinkona mín. Í vor þegar hún bauð sig fram til rektors hét ég á hana að ég myndi verða í fyrsta hópnum sem hún útskrifaði ef hún hreppti stöðuna. Svo lenti ég í því að standa við það.“ Hugmyndin að efni ritgerðarinnar er ekki ný af nálinni. „Ég fékk hana árið 1988 þegar ég fylgdi elstu dóttur minni í Melaskólann þar sem hún var að byrja í sex ára bekk.“ Þegar lesið var sundur í bekki rann upp fyrir Ólafi Inga hversu breyttar nafnavenjur voru frá því að hann sjálfur var að hefja nám í grunnskóla 25 árum áður. „Sjálfur er ég mikill íhaldsmaður í nafngiftum. Til dæmis heita börnin mín María, Sólveig og Bragi Þór og öll þessi nöfn eiga sér fyr- irmyndir í fjölskyldunni.“ Eitt er að gefa barni nafn og hitt hvernig það er síðan notað. Þar sem engar meiri háttar rannsóknir hafa verið gerðar á því efni hér á landi ákvað Ólafur Ingi að verkefni hans myndi bæta þar úr. Að lokum varð niðurstaðan að takmarka rannsóknina við eitt nafn. „Ástæðan er að þetta er svo viðamikil framkvæmd,“ segir hann. „Könnunin varð upp á 18 spurningar að lokum og úrtakið 800 Guðrúnir til að tryggja að niðurstöðurnar yrðu tölfræðilega marktæk- ar. Þess vegna þótti mér viturlegast að taka bara eitt nafn fyrir og kanna það á töl- fræðilega réttan hátt. Þá skipti miklu máli hvaða nafn varð fyrir valinu. Til dæmis hefði varla komið mikið út úr því að kanna gælunöfn Erla því ég held að það nafn sé nánast aldrei stytt.“ Jón og Gunna í fullu gildi | Það lá í augum uppi að Guðrún væri gott val því þó að svo- nefndum hafi fækkað úr því að vera 20% allra íslenskra kvenna árið 1703 og í 4% árið 2004 er nafnið enn algengasta kvennafn landsins. „Það er alveg sama með Jón því fjórði hver karlmaður á Íslandi bar það nafn um aldamótin 1700. Í dag eru þetta ekki lengur algengustu skírnarnöfnin en hins vegar enn algengustu nöfnin. Það er ekki líklegt að það muni breytast mikið því aðeins 20% af öllum nöfnum á Íslandi eru borin af 10 manns eða fleiri. Jafnvel þótt það sé búið að skíra einhvern Aron, Al- exander, Birtu, Telmu og Karen í hverri einustu viku undanfarin fjögur, fimm ár eru þau samt ekki komin á lista yfir 50 algengustu nöfn hvors kyns fyrir sig.“ Þegar kom að framkvæmd könnunarinnar fékk Ólafur Ingi IM Gallup til liðs við sig. Úrtakið var 800 Guðrúnir og svarhlutfallið 67%. Í ljós kom að þrjár af hverjum fjórum Guðrúnum eru kallaðar gælunafni og kemur líklega ekki á óvart að flestar þeirra, eða um 55 prósent, eru kallaðar Gunna. Það kom hins vegar á óvart hversu mörg önnur gælunöfn eru til fyrir Guðrúnir þessa lands því fyrir utan Gunnu voru 64 önnur gælunöfn sem komust á blað. „Það var m.a.s. eftir að ég var búinn að sía frá þau gælunöfn sem gætu verið leidd af öðru nafni, því helmingur þessara Guðrúna bar tvö nöfn.“ Hann segir þetta sýna hversu persónulegt gælunafnið er en könnunin leiddi ým- islegt annað í ljós. „Eftir því sem Guðrúnir eru yngri og því nær höfuðborginni og flatlendi Suðurlands sem þær alast upp, þeim mun líklegra er að þær séu ekki kall- aðar gælunafni. Svo er skemmtileg stúdía að skoða tilurð og notkun gælunafnsins. Hún er til dæmis mjög ólík hvað Gunnu, Rúnu, Guddu og Guggu varðar, en þær voru nógu margar til að greina þeirra svör áfram. Rúna er greinilega gælunafn sem viðkomandi fær í æsku, fjölskyldan notar og þær hreinlega deyja með. Nánast engin Gudda fær gælunafnið sitt í æsku, fjölskyldan kallar þær ekki Guddur, heldur kemur þetta nafn upp á unglingsárunum og það eldist fljótt af þeim.“ Svolítið gamaldags | Þá var viðhorf Guðrúna til nafnsins sér- staklega kannað. „Yfirleitt eru þær ánægðar með nafnið sitt og stoltar af því. Þó eru nokkuð margar sem fannst nafnið gamaldags en það voru svo sannarlega ekki þær yngstu. Sömuleiðis voru nokkrar sem vildu heita eitthvað annað og þá gáfu flestar upp þá ástæðu að of margar heiti þessu nafni. Síðan ætti það að vera staðfesting á því hversu vænt manni þykir um nafnið sitt hvort maður gæti hugsað sér að nefna eigin börn sama nafni og þá kom fram að aðeins fjórar af hverjum tíu gátu hugsað sér það. Þar geta þó komið inn þættir eins og hvort fólki finnist það vera hálfgert mont að nefna börnin í höfuðið á sér.“ Aðspurður viðurkennir hann að líklega sé ekki algengt að ráðist sé í svo viðamikla rannsókn fyrir BA-ritgerð. „Fordæmin fyrir því eru örugglega flest úr hagfræði eða viðskiptafræði. Þetta hentaði mér vel, bæði vegna þess hversu fáar heimildir eru til um efnið, en einnig vegna þess að ég hafði ekki mikinn áhuga á að grafa mig ofan í málfræðina sem slíka. Ég hef miklu meiri áhuga á markaðsfræði og að vissu leyti er þetta markaðsleg stúdía. Hins vegar grunaði mig aldrei að það myndi þurfa 18 spurninga könnun til að komast að því hvað Guðrúnir eru kallaðar.“ Hann segir þau tól, sem IMG hefur yfir að ráða, ákaflega góð til slíkra rannsókna, ekkert síður en rannsókna á sviði markaðsmála og pólitíkur. „Í raun er alveg hægt að vera svolítið upphafinn og segja að það þurfi ekki allar þessar nýju nafngiftir heldur sé miklu meiri þörf á að hlúa að sögu fjölskyldunnar og þjóðarinnar. Í mínum huga er ekkert flottara en að vera Friðrik Guðmundsson, sonur Guðmundar Friðriks- sonar Guðmundssonar Friðrikssonar. Einstaklingurinn verður ekki sérstakur vegna þess nafns sem hann ber heldur mun þroski hans og persóna veita nafninu inntak.“ | ben@mbl.is L jó sm yn d: B ry nj ar G au ti Nánast engin Gudda fær gælunafnið sitt í æsku , fjölskyldan kallar þær ekki Guddur, heldur kemur þetta nafn upp á unglingsárunum … GRÚSK MEÐ GÆLUNÖFN GUÐRÚNA Rektorskjör neyddi Ólaf Inga Ólafsson til að ljúka BA-ritgerðinni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.