Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 18

Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 18
18 | 30.10.2005 hann lengi hafa langað að búa til plötu þar sem söngvarinn og hljóðfærið, röddin, fái að njóta sín. „Það var spennandi og gaman að taka þetta verkefni að sér. Magnús hef- ur samið ótrúlega mörg lög. Ég hef ekki stúderað tónlistina hans sérstaklega, en þeg- ar ég fór að skoða lögin hans, áttaði ég mig á því að þau eru allt um kring. Ég kunni þau, án þess að hafa lagt mig sérstaklega fram við það. Lög Magnúsar eru í eternum í kringum okkur, hann er okkar þjóðskáld. Allir kunna lögin hans og geta sungið þau og það var mjög erfitt að skera niður lagalistann. Ég ákvað strax að leggja áherslu á textana og valdi lög út frá því. Mér finnst Magnús frábær lagahöfundur og ekki síðri textahöfundur. Ég hægði lögin nokkuð og lækkaði tónhæðina, til þess að draga fram textana og búa til dýpri og dekkri hljóðmynd.“ Grasekkill og framleiðandi Þetta misserið er Helgi grasekkill þar sem Vilborg er í Napólí ásamt Hönnu Alex- öndru, sem orðin er 12 ára. Hann er því með annan fótinn á Ítalíu og víðar í Evrópu vegna fjarvistanna og framleiðandahlutverksins. „Við ákváðum að Hanna Alexandra, sem var orðin altalandi á ítölsku á sínum tíma, fengi tækifæri til þess að ná tökum á málinu á ný. Hún er í ítölskum barnaskóla og hefur gengið ótrúlega vel. Mæðgurnar búa hjá fjölskyldu vinkonu okkar og Vilborg er að skrifa og þýða og senda pistla heim þessa dagana. Hún hefur verið að vinna kvikmyndahandrit og þýða leikrit.“ Þið Vilborg genguð í hjónaband þegar sambúðin átti silfur- brúðkaupsafmæli árið 2002. „Þetta hafði staðið til lengi því við vildum kýla á að ganga frá þessu lögformlega og einn daginn vorum við bara í stuði. Við vildum líka fagna þess- um áfanga. Vilborg er ættuð frá Þingvöllum og þegar við ákváðum að halda upp á 25 ára sambúðarafmæli var þjóðgarðurinn eini staðurinn sem kom til greina. Við vildum hafa athöfnina úti og fundum stað þar sem var nokkurs konar steinaltari. Vilborg kom gangandi, út úr berginu að því er virtist, eins og álfkona í skikkju og ég söng fyrir hana U2 lag sem var okkar lag á sínum tíma, All I Want is You, og heilmikið ástarlag. Svo gengum við yfir að Öxarárfossi þar sem borið var fram kampavín og síðan var veislan í Valhöll. Þetta var rosa gaman og auðvitað með dálítið ítölskum blæ.“ Breytti hjónabandið sambandinu? „Já, það gerði það. Það kallaði fram nýjan blæ og það kom nýr funi í sambandið. Þetta var virkilega jákvætt í þeim skilningi, ekki bara veisla og sá fagnaður og svo var sýningin búin. Ég hafði ekki endilega búist við því, svo það kom mér skemmtilega á óvart. Breytingin varð strax í undirbúningnum, þegar við byrjuðum að einbeita okk- ur aftur hvort að öðru. Sambandið gleymist stundum í hversdeginum. Þetta var því skemmtilegur áfangi og kom í rökréttu framhaldi af ferðinni til Ítalíu, sem líka var ákveðin kaflaskipti. Þá byrjuðum við að fjárfesta í hvort öðru aftur og á nýjan hátt.“ Nú er Sólin að fara að gefa út plötu. Hvað finnst þér þú eiga eftir að gera í tónlist- inni? „Með nýjustu sólóplötunni fækkaði plötunum sem ég er með í kollinum um eina. Hér áður keyrði maður á plötur sem áttu að verða vinsælar og viðhalda vinsældum hljómsveitarinnar. Ég gerði sólóplötuna með lögum Magga Eiríks á mínum for- sendum og eins og mig langaði til þess að heyra hana. Ef hún verður vinsæl og fólk vill hlusta á hana er það fínt, en ekkert aðalatriði, þótt það sé auðvitað gaman. Ég stend ekki lengur eða fell með vinsældunum. Ég vil sinna tónlistarmanninum í mér, en án teljandi kvaða. Þótt útgefandinn vilji væntanlega selja plötuna.“ Munum við sjá nýjan, eldri og vitrari Helga Björns þegar Sólin kynnir næstu plötu? „Ég veit ekki hvort hann er neitt vitrari. Kannski veit hann eitthvað aðeins meira. Mér finnst virkilega gaman að eldast og öðlast aukna yfirsýn og sortera frá hluti sem maður er búinn að sjá og hefur ekki áhuga á því að endurtaka. Ég er að finna það núna, að mér finnst ég fást við tónlistina á nýj- um forsendum. Ég er frjálsari. Skilningurinn er meiri og kannski dýptin. Mér þykir vænna um hvern tón og ekki jafn sjálfsagt að maður sé að fást við það sem mann langar. Þegar vinir manns byrja að deyja, sér maður lífið upp á nýtt. Það er brothættara en maður vill halda og fjölskyldan, vinirnir og tengslin við þá eru mikilvægust. Ef maður áttar sig á því, verður hver tónn mikilvæg- ari og kannski bólgnari af ást og tilfinningu.“ Færðu mikla útrás í því að vera framleiðandi? „Ég býst við því, að þetta viðfangsefni svali þessari endalausu forvitni sem hefur fylgt mér í gegnum tíðina. Ég hef gaman af því að horfa á hlutina frá mörgum hliðum. Svo er ánægjulegt að sjá skemmtilegar hugmyndir verða að veruleika og horfa á tugi manna koma þeim í verk.“ Helgi Björnsson birtist áhorfendum í líki kvikmyndaleikarans í Strákunum okkar og fer næst með hlutverk í kvikmyndinni Köld slóð, sem byrjað verður að taka eftir ára- mót. Hann er spenntur fyrir því verkefni, eins og öðrum, verður í hópi frábærra leikara og hlakkar mikið til. Hann er kannski laus úr viðjum erkitöffarans Helga Björns og glaður yfir nýfengnu frelsi, en hefur síður en svo hægt ferðina.| helga@mbl.is Helgi, Orri og Björn Halldór eru einir í kotinu þessa dagana. „Ég stend ekki lengur eða fell með vinsældunum. Ég vil sinna tónlistar- manninum í mér án teljandi kvaða.“ ERKITÖFFARINN ER LIÐIN TÍÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.