Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 26

Morgunblaðið - 30.10.2005, Page 26
26 | 30.10.2005 L jó sm yn d: K ri st in n In gv ar ss on N ostur við neglur er langt frá því að vera eitt-hvert nýtísku uppátæki tildursamra nútíma-kvenna. Naglalakkið á sögu sína að rekja til Kína og allt aftur til ársins 3000 fyrir Krist. Þá fundu þarlendir upp aðferðir til að blanda saman akasíulími, sem unnið var úr akasíutrjám, eggjahvítum, gelatíni og býflugnavaxi til að búa til gljákvoðu eða lakk sem sér- staklega var ætlað fyrir neglur. Á þeim tíma þóttu lang- ar neglur merki um blátt blóð í æðum þeirra sem þær báru og því ekki að undra að menn reyndu að gera þær eins áberandi og kostur var. Í Egyptalandi notaðist fólk hins vegar við hennajurtina til að lita neglurnar á fingr- um sér og draga þannig fram fegurð þeirra til hins ýtr- asta. Bæði í Kína og Egyptalandi var hægt að sjá samfélags- stöðu viðkomandi á þeim lit sem hann bar á fingrunum. Á valdatíma Chou ættarinnar í Kína, u.þ.b. 600 fyrir Krist, var gull og silfur tákn konungborinna einstak- linga en síðar varð svartur og rauður einn helsti ein- kennislitur aðalsins. Til að mynda var Kleópatra Egyptalandsdrottning, sem ríkti 69 til 30 fyrir Krist, þekkt fyrir að lakka neglurnar á fingrum sér ávallt með rústrauðum lit. Pöpulnum leyfðist aðeins að skreyta sig með fölum litum og lá lífið við því sauðsvartur almúginn átti dauðarefsingu yfir höfði sér, leyfði hann sér að lakka neglur sínar með litum kóngafólksins. Naglalakk nútímans er í raun tilbrigði af bílalakki og er að finna í öllum regnbogans litum og glansstigum. Hin síðari ár hefur verið vinsælt að auka á fegurð fingranna með því að blanda glimmer eða öðrum örflögum út í naglalakkið eða þá skreyta það með steinum og smá- myndum. Með fínerí á fingrunum SAGA HLUTANNA | NAGLALAKK Lykkjur, lopi og annað garn hafa verið ær og kýr Sólveigar Sigurvins- dóttur frá því hún var átta, níu ára. „Þá byrjaði ég að prjóna eitthvað af viti,“ segir hún. „Ég átti svo góða að sem kenndu mér en núna er þetta orðið öfugt því mamma leitar gjarnan til mín um prjónaráð. Annars hefur alltaf verið mikil handavinna í kring um mig.“ Hún segist strax á unga aldri hafa upplifað sköpunarkraftinn sem lá í prjónunum. „Ég man sérstaklega eftir inniskóm sem ég saumaði saman úr prjónuðum bútum og maður var alltaf að prjóna eitthvað á bangsana og dúkkurnar.“ Hún segir áhugann hafa ágerst ef eitthvað er. „Í dag er þetta einfaldlega orðin della og ég nýti hverja lausa stund til að setjast í holuna mína í sófanum og taka upp handavinnuna. Maður blæs bara á rykið á meðan. Eiginlega liggur við að afurðin skipti ekki máli því það er fyrst og fremst ferlið sem er svo skemmti- legt – að sjá hlutinn verða til. Að enda með sjal í höndunum er bara bónus því skemmtunin að búa það til væri alveg nóg í sjálfu sér.“ Brennandi áhugi Sólveigar á prjónaskap og annarri handavinnu hefur svo þróast út í atvinnu hjá henni því í dag er hún textílmennta- kennari við Árbæjarskóla í Reykjavík. Og það fer ekki milli mála að áhugi hennar smitar út frá sér. „Núna er ég t.d. með val- hóp í níunda bekk og þær eru allar að prjóna sér lopa- peysu. Það er bara hálfur mánuður síðan þær byrjuðu á henni og flestar eru að byrja á ermum, þannig að þetta gengur mjög hratt hjá þeim. Reyndar finnst einum og einum yngri gaurum prjónarnir eitthvað ömmu- legir en langflestum finnst þetta þó skemmtilegt.“ Sólveigu vefst tunga um tönn þegar hún er innt eftir því hvað er uppáhalds prjónagripurinn hennar. „Eiginlega finnst mér sá hlutur sem ég er að gera hverju sinni áhugaverðastur. Þegar ég er búin að gera eitt eintak af einhverju nenni ég ekki að gera það aftur því þá er einfaldlega búið að leysa þrautina og komið að þeirri næstu. Ég myndi ekki vilja prjóna sömu lopapeysu- uppskriftina tvisvar.“ Sólveig er ekki bund- in af uppskriftum því hún skáldar flík- urnar sem hún prjónar gjarnan upp úr sér. „Skemmtilegast er að hafa margt í takinu. Ég er alltaf með eitthvað til að prjóna, jafnvel tvennt í einu og líka eitthvað til að hekla. Svo er ég með útsaum og jafnvel vélsaum. Ég er hætt að hafa samviskubit þótt ég sé ekki búin með eitt áður en ég byrja á öðru því ég veit að ég klára þetta á endanum.“ | ben@mbl.is S Ó LV E IG S IG U R V IN S D Ó T T IR LOFAR GÓÐU L jó sm yn d: Á rn i S æ be rg Ég myndi ekki vilja prjóna sömu lopapeysuupp- skriftina tvisvar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.