Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 2
TIMÍNN FIMMTUDAGUR 3. september 197«. Bjarni Jónsson sýnir á Akureyri FB-Reykjavík, miðvikudag. Á laugardaginn opnar Bjarni Jónsson sýningu í Landsbanka salnurn á Akureyri. Verður sýn ingin opin daglega frá kl. 14 til 22. fram til sunnudatgskv. 13. sept. Myndir þær, sem sýnd ar verða á Akureyri, hafa verið valdar með það fyrir augum, að sýna sem flestar hliðar á list Bjarna Jónssonar, og hafa þær ekki verið sýndar áður, að fjór- um myndum undanskildum. Bjarni tók fyrst þátt í sam- sýningu Félags ísl. myndlistar- manna árið 1952, og flest ár síðan, auk samsýninga erlendis. Fyrsta sjálfstæða sýningin var í Sýnimgarsalnum í Reykjavík 1957, en síðan hefur hann hald- ið margar sjálfstæðar sýning- ar, auk þess sem hann hefur tekið þátt í Paris Biennale. Nú sem stendur eru 3 myndir Bjarna á faracidsýningu í Bandaríkjunum á vegum Ame- rican People encyclopedia. — Bjarni hefur auk þess mynd- skreytt fjölda námshóka og kennsluspjöld fyrir ríkisútgáfu námsbóka, bækur margra út- gáfufyrirtækja, teiknað nokkur áp fyrir Spegilinn, ásamt leik- myndum fyrir Leikfélag Vest- mannaeyja og Leikfélag Hafnar fjarðar, og leikmyndir fyrir kvikmyadina Gilitrutt. Tvær myndir Bjarna sjást hér með. KARTÖFLUGRÖSIN NYRDRA STANDA FLEST ENNÞÁ SB—Reykjavík, miðvikudag. Kartöflugrösin á Svalbarðsströnd inni, einu mesta kartöfluræktar- svæði norðurlands hafa staðið sig vel undanfarið, þótt andað hafi I io góð spretta fyrir þau sem eft- köldu á þau. í kuldakasti fyrir ! ir standa. hálfum mánuði féllu grös í nokkr um görðum, en síðan hefur ver- AFMÆLISRIT UM LÚÐRASVEITINA SVAN FB—Reykjavík, miðvikudag. Lúðrasveitin Svanur verður 40 j ára 16. nóvember næst komandi. I j tilefni af afmælinu hefur lúðrasveit i in gefið út blað um starfsemi sveit j arinnar. í því er m.a. greiinin 40 ár j eftir Halldór Sigurðsson. Reynir' Guðnason ritar viðtal við Karl O. Rumólfsson tónskáld, þarna er Klausa eftir Jón Sigurðsson, Hreiðiax Ó'afsson skrifar Minniing- ar, Reynir Guðnason skrifar Við- horiið til lúðrasveita á íslandi og Jóhann Gunnarsson skrifar Um hæfnisieika. Listi er í blaðinu yfir Hljóðfæraleikara og starfandi fé- laga Lúðrasveitarinnar Svans og efnisskrá 40 ária afmælistónleik- anna, sem haJdnir voru i Háskóla- bíói í apríl sl. 1 þessu afmælisriti eru margar myndir af lúðrasveit- inni og einstökum félögum, og er blaðið hið skemmtilegasta yfir að líta. Blaðið mun verða seft í bóka- verzlunum á næstunni. Kjartan Mangússon, bóndi á Mógili, sagði í viðtali við blaðið í dag, að í morgun hefði verið þar um 3ja stiga hiti og í fyrri- mótt hefði snjóað niður i miðja Vaðliaheiði. Ekki hefði þó verið það kalt, að kartöflugrösin féllu, en þegar birti upp. mætti búast við frosti. Jörð er orðin mjög blaut þar nyrðra og kartöflunum því hætt, ef frýs. — Uppskeran verður nú varla mikil hérna á Ströndinni, sagði Kjartan, — kannski meðailuppskera sums stað ar. Eftir síðasta kuldakast gerði bara góða sprettutíð, svo við bú- umst við að geta tekið upp .Nú er kalt og dimmt yfir, en ef birtir upp fljótlega, má búast við, að það komi frost. nnifii d lililMjlíL DeyfS yfir Stóru-Laxá Guðmundur J. Kristjánsson og félagar voru við veiðar á öðru veiðisvæði Stóru-Laxár á mánu- daginn Heldur báru þeir Mtið úr býtum eða einn 9 punda fisk, sem veiddist í Kálfhagahyl. Veiddist I'axion á maðk. Kvaðst Guðmundur álíta að lítið væri af laxi í ánni. Hefðu þeir félagar aðeins orðið varir við lax á þessum eina veiðistað svæðisins. — Þá vorum við hjónin á ferð þarna um daginn, og ekki urðum við vör við lax í ánni nema í fyrr greindum hyl og svo í Iðu. Álít ég einkurn vera lítið um lax fyrir neðan Laxárdal, sagði Guðmucidur að lokum. 32 punda laxinn kominn á dýrasafn ! — Ég fókk laxinn í svoneíndum j Tóftarbroti. Veiddi ég hann á i svarta Sweep flugu nr. 6 og var j með 9 feta flugustöng. Það tók mig tæplega klukkutíma að koma fiskinum á land, Hann stökk ekki mikið, en velti sér og stefndi út í strauminn. Það var Örvar Sigurðsson, sem m.a. hafði þetta að segja Veiði- horniau í gær. um þann 32 punda lax, er hann veiddi í Soginu í fyrradag. Tóftarbrot er veiðistað- ur á Bíldsfe.'lsveiðisvæðinu, sem er aðalveiðisvæði Sogsins. í gær gaf svo Örvar Dýrasafni íslands laxinn, sem líklega er sá stærsti er veiðzt hefðu á stöng í sumar. Þá sagði Örvar Veiðihorninu, að í fyrradag hefði hann veitt j tvo aðra fiski, annar var 11 punda j hrygna, veidd á spón, og svo 8; punda hængur, veiddur á flugu.1 Sagði Örvar að veiðin á Bíldsfells svæðinu hafi verið sæmileg í sum ar — mun betri en í fyrra, en þá j var mjög treg veiði þar. Næst stærsti laxinn, sem Örvar hefur veitt á svæðinu í sumar er 24 punda hrygna. Áður en Sogsvirkjunin kom til sögunnar veiddist talsvert af laxi á Bíldsfellssvæðinu, sem voru yfir 30 pund, en eftir tilkomu virkjunarinnar hefur það ekki oft komið fyrir. Veiðast þar þó oft laxar í kringum 20 punda. í sumar heSrir Sogið verið held ur vatnsmikið og vatnið í því er nú mjög kalt. — EB. NÁMSKEIÐ FYRIR ORGAN- LEIKARA í HÚNA- VATNSPRÚFASTSDÆMI Dagana 22. til 29. ágúst var haldið organleikanámskeið á Blönduósi á vegum Kirkjukóra- sambands Húnavatnsprófastsdæm- is. Kennari á námskeiðinu var dr. Róbert Abraham Ottóson, söng- málastjóri þjóðkirkjunnar. Nám- skeiðið var haldið í Blönduóss- kirkju og stóð frá kl. 20,20 til kl. 23,00 á hverju kvöldi. Námskeiðið sóttu organleikarar úr Austur- og Vestur-Húnavatns- sýslu og voru flestir allan tímano, en nokkrir gátu efcki verið á hverju kvöldi, vegna anna heima fyrir. Þessir sóttu námskeiðið: Bjarki Ólafsson, rafvirkjam., Hvamms- tanga; Sigríður Kolbeins Melsted, Melum; Þórður Vigfúson, Galta- nesi; Ingibjörg Bergmann, Öxl; Hávarður Sigurjónsson, Stóru- Giijá; Sigrún Grímsdóttir, Hraun- bæ, Vatnsdal; Torgi Scheving, Blönduósi; Gerður Aðalbjörnsdótt ir, Hólabæ, Langadal; Jón Tryggva son, Ártúnum, Blöndudal; Guð- mundur Sigfússon í Svartárdal, fyrrv. organleikari í Melstaðar- sókn í Svartárdal; Guðmundur Kr. Guðnason, Ægissíðu, Skagaströnd; Kristján Kjartansson, Grund, Skagaströnd; Þórhildur Jóosdóttir, Höfða, Skagaströnd; Kristófer Kristjánsson. Köldukinn; Sigmar Hjálmarsson, söngstjóri kirkjukórs Blönduóssóknar. Námskeiðinu lauk með kaffi- drykkju á Hótei Blönduósi, sem kirkjukór Blönduósssóknar bauð til. Voru þar auk þátttafcenda í nám skeiðinu. sóknarnefnd og nokikrir félagar úr kirkjukórnum á Blöndu ósi. Þar voru einnig mættir séra Pétur Þ Ingjaldsson, prófastur á Skagaströnd og séra Árni Sig- urðsson, sóknarprestur á Blöndu- ósi. Hófinu, sem var hið rausnar legasta, stjórnaði Kristófer Krist- jánsson. Ræður fluttu séra Pétur Þ. Iogjaldsson, prófastur, séra N orðurlandsk jör- dæmi vestra Kjördæmisþing Framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi vestra verður haildið í Félagsheim ilinu á Hvammstanga, sunnudag- inn 6. september n. k. og hefst kl. 2 e. h. stundvíslega. K j ördæmisst j ór nin. Júní-september hefti af Skák er komið út FB—Reykiavík, miðvikudag. Tímaritið Skák, Júní—septem-1 ber-hefti er komið út. í blaðinu er ; meðal annars skýrt frá Skákþingi Reyfcjavíkur 1970 og birtar skák ir úr því móti. Þá er sagt frá Skák þingi íslands, Frásögn er af Stór meistaramótinu í Lugano 1970. í marz/apríl s.l. fór fram söguleg skákkeppni í Belgrad, er sagt frá henni í grein, er nefnist Skák- keppni aldarinnar. Ýmislegt ann- að efni er í blaðinu. m. a. minn- ingargrein um Jónas Benónýsson, sem var öllum skákmönnum að góðu kunnur, en varð bráðkvadd ur við skákborðið í Skákkeppni stofnana 1970. Árni Sigurðsson, Helgi Ólafsson og 'söngmálastjóri dr. Róbert A. Ottósson, sem talaði um kirkju- söng. Hóf þetta var hið ánægju- legasta og var dr. Róbert þafckað fyrir störf hans. KEKKONEN SJÖTUGUR SB—Reykjavík, miðvikudág. Uhro Kekkonen, Finnlandsfor- seti verður sjötugur á morgun- Hann var fyrst kjörinn forseti landsins árið 1956 og situr nú þriðja kjörtímabil sitt sem for- seti. Iiann hefur haft afskipti af stjórnmálum síðastliðin 40 ár og sat á þingi í 20 ár. Kekkonen mynd aði 5 ríkisstjórnir áður en hann var kjörinn forseti. Hann hefur verið mjög athafnasamur í stjóm- málunum og látið mikið að sér kveða. Síðast í sumar vakti hann á sér athygli fyrir að fara í opin- berar heimsóknir til Sovétríbjanna og Bandiaríkjanna með fárra daga millibili.. Kekkonen hefur gefið út margar bækur um lög og stjórnmál og ver- ið gerður að heiðursdoktor við fjölmarga háskóla. Á yngri árum var hann mikiH íþróttamaður og setti mörg fin-nsk met. LEIÐRÉTTING í bréfi, sem bráðabirgðastjórn Skálholtsskólafélagsins sendi út með bæklingi til kynningar á hin- um væntanlega Skálholtssskóla, hefur slæðzt meinleg vilia, sem viðtakendur eru vinsamilega beðn- ir um að leiðrétta. í bréfinu stendur: „Lýðskóla- formið, sem óþekkt er j reynd hér á landi, hefur gefizt frábær- lega vel hjá frændþjóðum vorum á hinum Norðurlöndunum". en á að vera: lýðskólaformið, sem þekkt er i reynd o.s.frv. Eru aðilar beðnir velvirðingar á mistökum þessum. f.h. bráðabirgðastjórnarinnar, Þórarinn Þórarinsson. LEIÐRÉTTING I blaðinu á sunnudagiinn misrit- aðist föðurnafn einnar Ijósmóður- innar sem sagt var frá í blaðinu. — Rétta nafnið er Jóhanna Andrés- rlöttir og er viðeigandi beiðin af- sökunar á þessari misritun.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.