Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 8
6 TIMINN FIMMTUDAGUR 3. september 1970. MynöOrnar hér til hliðar ero «8 vfsu ekki frá Suður-Afríko, en þær voru teknar fyrir nokkr- um vikum i Nígeríu, og sýna af töku manns, sem ákærður var fyrir rán. Á efri myndinni sést prestur biðja fyrir hinum dæmda sem er bundinn við staur, en á neðri myndinni er verið að taka hann nlður eftir að hann hefur verið skotinn til dauða. Frétta- bréf frá Sameinuðu þjóðunum HEUM AllRA DAUDADtiMA i Dauðarefsing er að hverfa úr sögunni nálega um heim allan. Fjöldi þeirra aíbrota, sem leiða til dauðadóms, verður æ minni, og í tilvitoum, þar sem kveðnir eru upp dauðadómar, er æ fátíðara að þeim sé full- nægt. í Suður-Afriku hefur þróunin gengið í þveröfuga átt og orðið ískyggilega ör. í riti sem ber heitið „The Death Penalty and tihe Ohurch iji South Africa“ og gefið er út af alkirkjuráði Suður- Aíríku, bendir höfundurinn, Teter Randall, á eftirfarandi 6taðreyadir. Á tímabilinu 1911—1947 voru að meðaltaii hengdir færri en 25 manns árlega. Á tímabilinu 1948—1956 var með- altalið komið yfir 66 árlega. Á áratugnum 1957—1966 hækk aði meðaltal henginga upp í rúmlega 80 á ári. Árið 1968 voru 118 manns tefcnir af lífi í Suður-Afríku. Frá 1911 til og með 1966 var 2107 dauðadómum full- nægt í Suður-Afríku — 1932 fyrir morð, 123 fyrir nauðgan- ir, 44 fyrir rán og innbrot við hættulegar aðstæður, 7 fyrir skemmdarverk án manasjáta, og ejnum fyrir landxáð. Hokningur af samanlögðum aftöku.Tl síðan árið 1910 átti sér stað á árabiUuu 1953—1966. Eins og stendur framkvæmir Suður-Afríka nálega helming- inn af öllum aftökum í veröld- inni, sem vitað er um. Randall bendir á. að orsök hinna tíðu henginga liggi i sjálfu réttarkerfi landsins. Rétt arkerfið í Suður-Afríku spegi- ar apartheid-kerfið: Dómarar eru hvítir og flestir hinna dauðadæmdu þeldökkir Rar.nsókn, sem efnt var til þegar árið 1949, leiddi í Ijós, aö líkurnar á dauðadómi í morðmáli voru meiri, ef fórn- arlambið var af hvíta kynstofn- inum; að það kom sárasjaldan fyrir að hvítur maður væri dæmclui fyrir morð, ef fórnar- Iambið var þeldökkt; að hvítir menn voru ekki hengdir fyrir morð eða nauðganir á þeldökku fólki. á sama tima og þeldökk- ir menn voru að jafnaði hengd ir fyrir morð eða nauðganir á hvítu fólki. í Suður-Afríku hefur dauða- dómur verið óhjákvæmilegur fyrir morð og leyfilegur fyrir riauógvin og svifc síSan 1917. Dæma má til slíkrar refsingar A einu ári, 1968, fóru 118 aftökur fram í Suður-Afríku fconu sem fundin er sefc utn dráp á nýfæddu bami sínu og einnig sakborninga undir 18 ára aldri. Síðan 1958 hafa dómstólamir haft heimild til að dæma menn til dauða fyrir rán og tilraun- ir til rána, innþrot og tilraunir til innbrota við hættulegar að- stæður og fyrir mannrán. Á síSustu ámm hefur dauða- refsingu verið beitt við brot gegn tvennum öryggislögu-Ti, sem vora samþykkt í því skyni að bæla niður andstöðu við apartheid — Hin almennu við aukaleg (General Law Amend- ment Act) og Hermdarverka- lögin (Terrorism Act), sem eru frá 1962 og 1967. Með því að beita Hinucn al- mennu viðaukalögum verða til tölulega smávægileg afbrot, sem annars falla undir önnur lög, að ,,skemmdarverkum“, hafi sakborningarnir haft í hyggju að valda einni eða fleiri af þeim afleiðingum, sem viðaukalögin fjalla um. Það er skylda sakborniags að sanna, að hann hafi ekki haft í hyggju að valda greindum afleiðing- um. Ungt fólik, sem dæmt »r fyrir skemmdarverk, getur ekki gert kröfu til hinna mild- ari endurhæfingarráðstafana, sem annars koma til greina í því skyni að beina ungum af- brotamönnum inn á réttar brautir. Hermdarverkalögin verka aftur fyrir sig allt að fimm ár- um og skilgreina „hermdar- verk“ almennum orðum þanaig, að þau séu hver sá verknaðux eða tiiraun eða þátttaka í verkn aði, sem miði að þvi að stofha varðveizlu laga og réttar í Suð- ur-Afríku í hættu. Einnig í þessu tilviki er sú kvöð á sak- bominginn lögð að saana, að ekkert slíkt hafi fyrir honum vakað. SameinuSu þjóðirnar hafa samþyk'kt fjölmargar ályktan- ir, þar sem látin er í ljós óánægja með þann hátt að beita dauðareísingu til að brjóta á bak aftur andstöðuna við apartlieid-stefnuna og hafa skorað á Suður-Afríku að hætta að dæma menn til dauða fyrir pólitíska starfsemi. Eada þótt andstöðu gæti gegn þessu rétt arkerfi hjá hvítum lögfræðing- um. stjórnmálamönnum og menntamöanum í Suður-Afríku, eru engar horfur á breytingu til batnaðar í þassum rnálum þar í iandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.