Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 10

Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 10
TÍMINN Linden Grierson: UNGFRÚ SMITH 20 — Þú verður að skilia, að þarna úti gat ég ekki verið öðru- vísi, afsakaði hann sig. — Ég varð að taka tiilit tii piltanna. Mundu, að við bjuggum ein í aðalálmunni, nótt eftir nótt. Ég átti á hættu að Rusty, gæti farið að segja eitt hvað um þig. Þú veizt hvernig hann er! — Mér datt það ekki í hug, sagði hún hugsandi. — Það var ekkert þægilegt, því mig langaði meira til að kyssa þig — sérstaklega, þegar þú varst reið. En ég lofa, að tala aldrei illa til þín aftur. —■ Aldrei? —■ Örugglega efeki! — Ekki einu sinni, ef ég fel pípuna þína, eða geri eitthvað annað af mér? Hann hló og kyssti hana. — Það er kannske bezt, að ég •hætti við að lofa þessu, því ég er bara mannlegur. — Það er áreiðanlegt, svaraði hún brosandi og lagði höfuðið á öxl hans. — En af hverju varstu svona afundinn, þegar ég kom. Því sagðirðu, að þú vildir ekki bafa mig á Gum Valley? —Vegna þess, að ég hef nóg að hugsa um og ég var hræddur um, að nærvera kvennmanns gerði piltana órólega. Ég hafði búizt við allt öðruvísi manneskju en þér, og þegar ég var hvort eð var byrjaður að vera hranalegur við þig, hélt ég bara áfram. En svo komst ég að raun um, að þú hafðir engan áhuga á strákunum og einbeittir þér að þvi að gera þitt bezta. Ég fór að hlakka til kvöldanna með þér. Anne, þegar ég er búinn að koma hlutunum í iag þarna úti, getum við talað svona saman aftur, og ég vona, að þú getir beðið. Hún skildi, að hann var ákveð- inn í að biðja hennar, þegar hann væri búinn að tala við lögfræðing inn og nú óskaði hún þess eins, að hún væri raunverulega Anne S-mith. — Ég skal bíða eins lengi og þú vilt, lofaði hún. Þá byrjaði Joy að kalla á Pat og hann tautaði: — Einhvern tíma skad ég rassskella þennan krakka. — Þú færð eflaust tækifæri til þess, sagði Anne brosandi. — Hún kemur með okkur til baka. — Nú? — Hún sagðist hafa verið hjá þér í fyrra og skildi ekki, þvj henni var ekki boðið aftur núna. — Ég hef haft annað að hugsa um, sagði Pat og kyssti hana. — Ef hún kemur, fáum við aldrei að vera í friði á kvöldin! — Hún fer nú snemma í rúmið. Það byrjaði að rigna um kvöld ið og enn rigndi, þegar þau fóru á fætur að morgni. Þegar Anne kom að morgunverðarborðinu, stóð Pat þar brosandi. — Það hefur rignt í alla nótt og veðurspáin er eins, svo það er bezt, að við ieggjum af stað heim strax eftir matinn. Hefurðu nokk uð á móti þvi? — Alls ekkert. — Ég verð að vera kominn á undan piltunum og ef áin vex nokkuð að ráði, fáum við siít af hverju að gera. Þau lögðu af stað klukkan hálf ellefu og ekki höfðu þau ekið lengi, þegar Anne gerði sér grein fyrir, að þetta yrði ekki nein skemmtiferð. Þau höfðu tekið með sér spaða og nofckra tóma strigapoka og ekki bar á öðru, en það kæmi sér vel. Vegurinn var orðinn svo blautur, að stundum lá við, að bíllinn ylti. Joy kunni sér ekki læti af ánægju, en Pat sat grafaivarlegur og einbeitti sér að akstrinum. Beggja vegna voru djúpir skurðir og hann vissi, að ef bíllinn færi út af, yrði nær ómögulegt að ná honum upp aft- ur. Þau fóru yfir læk og vatnið náði alveg upp undir brúna og straumurinn var harður. Ef hann héldi áfram að rigna, var bara tímaspursmál, hvenær vegurinn yrði gjörsamiega ófær. Joy vissi það og réði sér ekki fyrir kæti. — Sjáðu, hvað vatnið er hátt, frændi- hrópaði hún. — Þegar vatnið er komið yfir brúna, kemst ég ekki aftur í bæinn ög þá slepp ég við að fara í skólann! Þau mættu flutningabíl og þá tókst ekki betur ti-l en svo, að bíll Pats fór út af. Bílstiórinn í vörubílnum og farþegi hans sáu það og komu út til að hjálpa. Þeir mokuðu greinum undir aftur hjólin og Pat setti poka ofan á og svo kallaði hann til Anne: — Taktu stýrið! Hún gaf varlega í og eftir litla stund, stóð bíllinn á veginum aft- ur. — Takk fyrir hjálpina, sagði Pat við mennina. — Vonandi mætum við ekki fleiri. Það sem eftir var, gekk óþægi- lega hægt, því Pat varð að aka i öðrum gír, en ekkert kom fyrir og þau önduðu léttar, þegar þau loks voru komin heim á Gum Vall FIMMTUDAGUR 3. september 1970. ey. Enn rigndi en það hýrnaði yfir öilu. þegar Anne kom með heitt te og matinn, sem Jan hafði verið búinn að elda. — Væri ekki tilvalið að hringja til bæ.iarins og panta eitthvað af vistum, sem Rusty gæti tekið með sér, þegar hann kemur? spurði Anne. Pat kinkaði kolli og hugsaði sem svo, að þeir kæmust yfir, meðan áin væri ekki verri en þetta. — Það var spáð enn meiri rign ingu áðan, sagði Jan. — Og sögð hætta á flóðum. — Það væri kannske ekki sem verst, að vera sambandslaus við umheimnin i nokkra daga, sagði Anne og brosti við tilhugsunina um lögfræðinginn, sem kannske væri á leiðinni. —Ekki sem verst? hrópaði Pat. — Nei, það væri sko allt annað! En ég skal að minnsta kosti hringja. Skrifaðu upp allt, sem þú þarft. Rusty hringir alltaf og spyr, áður en hann leggur í hann, svo ég bið hann að taka betta með. Svo er líklega bezt, að ég hringi heim og tilkynni, að við höfum komizt á leiðarenda. Seinna um daginn stóð Anne úti á veröndinni og horfði niður að ánni, sem var varla sjáanleg gegnum rigninguna. Pat hafði sagt, að áin væri ekki farin að vaxa enn, en ef mikið rigndi efra. Þungbúin ský héngu rétt ofan við trjátoppana, eins og þau gætu ekki lengur staðið undir vatns- magninu og garðurinn hans Al- ans var orðinn einn drullupollur. Það lak í dropatali gegnum mörg smágöt á þakinu yfir ver- öndinni o>g vatnstankurinn var svo fullur, að út úr rann. Það var leitt, að s.iá þessa dýrmætu dropa j fara þannig til spillis, en þegar Anne minntist á það við Pat, svar aði hann aðeins, að eyðsluklóin ungfrú A.C.S. þyrfti á svo mikl- um peningum að halda, að ekki þýddi að minnast á þetta við hana. Anne hrukkaði ennið og hugs- aði um, hvenær tímabært yrði að játa allt fyrir Pat. Eins og var. var það ómögulegt, því hann hafði nóg annað að hugsa um. Hún gat ekki varizt þeirri tilhugsun, að í rauninni var hún hrædd við að segja eins og var. Hún gekk inn til að hjálpa Joy í rúmið og á eftir varð hún að fara út og sækja Pat, til að kyssa frænku sína góða nótt. — Joy vill, að þú kyssir hana góða nótt, sagði hún. — Ég vona að Anne vilji líka láta kyssa sig góða nótt, svaraði Pat og fylgdi henni inn, glettnis- legur á svip. Hann gekk niður að ánni skömmu seinna og var alvarlegur á svip, þegar hann kom inn. — Anne, nú er áin farin að vaxa. 11. kafli. Um morguninn stytti upp, en loftið var mollulegt og véður- fregnirnar staðfestu spádóm Pats um að það væri síður en svo hætt að rigna í þetta sinn. Áin hafði stigið um eitt fet um nóttina og það var nokkurn veginn víst, að hún myndi stíga enn meir, en ennþá var ekki að óttazt, að verða myndi neitt flóð. — Nei, þetta verður líklega bara geysileg aukning á vatns- magninu í ánni, sagði Pat, — en þó er ég svolítið hræddur við nes- ið þarna útfrá. Anne leit spyrjandi á hann og hann benti henni á staðinn. — Sjáðu trén fjögur þarna á tanganum. Þegar straumurinn er svona mikill, leitar vatnið þang- að, vegna beygjunnár á ánni. Nú þegar heíur allur jarðvegurinn skolazt frá trjátorótunum og ef vatnið hækkar enn að ráði, er hætta á, að trén falli og þá mynda þau stíflu við beygjuna. Þá' er ekk ert líklegra en að áin stytti sér ieið hérna yfir hlaðið hjá okkur. — Þá getum við setið á verönd inni og veitt fisk! hrópaði Joy og ánægjan leyndi sér ekki. — Mikið hlýtur að vera dásam- legt, að vera á þessum aldri, sagði Pat og hristi höfuðið. — Ef vatnið kemst hingað, ungfú James, hefur þú það sko undir gólfinu j her- er fimmtudagur 3. sept. — Remaclus Tungl í hásuðri kl. 15.11. Árdegisháflæði í Rvík kl. 7.14. HEILSUGÆZLA Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið í Hafnarfirði. sími 51336. fyrir Reykjavík og Kópavog sími 11100. Slysavarðstofan i Borgarspfta. mum er opin allan sólarhringinn. Að- eins mótt .a slasaðra. Simi 81212 Kópavogs-Apótek og Keflavíkur Apótek eru opin virka daga fcl 9—19 laugardaga kl. 9—14. helea daga kl. 13—15 Aiimennar upplýsingar um lækna • þjónustu 1 borginni eru gefnar i símsvara Læknafélags Reykjavík ur, sími 18888 Fæðingarheimilil i Kopavogi. Hlíöarvegi 40, sírni 42644 Apótek Hafnarfjarðar er opið alla virka daga frá kl 9—7 á iaugar dögum kl. 9—2 og á sunnudögur:: og öðrum helgidögum er opið frá H. 2—4. Tannlæknavakt er í Heilsvemd arstöðinni fþar sem a\ tof- an var' og er opin laugardaga oe sunnudaga kl. 5—6 e. h. Sími 22411. Kvöld- og helgarvörzlu Apóteka i Rvík vikuna 29- ágúst — 4. sept annast Vesturbæjar Apótek og Háaleitis Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 3. 9. ann- ast Kjartan Ólafsson. ÁRNAÐ HEILLA 75 ára er í dag Benjamín Sig- valdason, rithöfundur, sem margar bækur hefur skrifað og sumar und- ir gerfinafni „Hreggviður Hregg- viðsson". Hann missti heil&una fyrir nokkrum árum og b.’fur síð- an dvaiið sem sjúklingur, ýmist í heimahúsum eða á heilsuhælum. SIGLINGAR Skipadeild S.Í.S.: Arnarfeii er i Rvik. Jökulfell er i Hull, fer þaðan ti,’ Rvífeur. Disar- fell er í Liibeck, fer þaðan til Svendborgar og íslands. Litlafelf er í Rvík. Helgafell er í Svendborg, fer þaðan til íslands. Stapafell er í Rvík. Mælifefl losar á Húnaflóa- höfnum, fer þaðan til Akureyrar. Frost er á Sauðárkróki. Ahmos lest ar á Austfjörðum. Falcon Reefer væntanlegt til Austfjarða 5.—6. þ.m. Skipadeild ríkisins:: Hekla fór frá Gufunesi kl. 20.00 í gærkvöldi austur um iand tif Akur- eyrar. Herjólfur fer frá Rvík kl. 21.00 í kvöld til Vestmannaeyja. Herðubreið er á Austfjarðahöfnum á suðurleið. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug. Gullfaxi fer til Oslóar og Kaupm,- hafnar kl. 15:15 í dag og er vænt- anlegur aftur ti,' Keflavíkur kl. 23:05 í kvöld. Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup- mannahafniar kl. 08:30 í fyrramál- ið. Innanlandsflug. í dag er áætlað að fljúga til Akur- eyrar (3 ferðir) ti.’ Vestmannaeyja (2 ferðir) til Fagurhólsmýrar, Hornafjarðar, ísafjarðar, Egils staða, Raufarhafnar og Þórshafn- ar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir) til Vestmanna eyja (2 ferðir) til Patreksfjarðar, ísafjarðar, Sauðárkróks, Egilsstaða og Húsavíkur. Loftleiðir h.f.: Þorfinnur karlsefni er væntanlegur frá NY kl. 0730- Fer til Luxemborg- ar kl. 0815. Er væntanlegur til- bafea frá l/U.xemborg kl. 1630. Fer ti? NY kl. 1715. Snorri Þorfinnsson er væntanleg- ur frá NY kl. 0900. Fer til Luxem- borgar kl. 0945. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1800. Fer til NY kl. 1900. Eiríkur rauði er væntanlegur frá NY kl. 0930. Fer tL' Luxemborgar kl. 1015. Er væntanlegur til baka frá Luxemborg kl. 1830. Fer til NY kl. 1945 Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY ki. 0830. Fer til Oslóar, Gautaborgar og Kaupmannahafn- ar k?. 0930. Er væntanlegur til baka kl. 0030. Fer til NY kl. 0130. ORÐSENDING Laugholtsprestafcall. Vegna fjarveru séra Árelíusar Níelssonar mun undirritaður gegna störfum í hans stað, næstu vikur. Viðtalstími fimmtudag og föstu- dag að Sólheimum 17 kl. 5—7. Sími 33580, heimasími 21667. Guðmundur Óskar Ólafsson. GENGISSKRÁNING Nr. 101 — 31. ágúst 1970 1 Bandar dollar 87,90 88,10 1 Sterlingspund 209,65 210,15 1 Itanadadollar 86,35 86,55 100 Danslcar kr 1.171,80 1474,46 100 Norskar kr 1.230,60 1.233,40 100 Sænskar kr. 1.695,00 1.698,86 100 Finnsk börk 2.109,42 2.114,20 100 Franskir fr 1.592,90 1.596,50 100 Belg franifcaT 17740 177.50 100 Svissn. fr. 2.044,90 2.049,56 100 Gyllini 2.442,10 2.447,60 100 V.-þýzk raörk 2.4° 2 100 Lírur 14,08 14,12 100 Austurr. sch. 340,5? 341.35 100 Escudos 307,00 307,70 100 Pesetai 126,27 12655 100 RelkningskrónuT — Vörusklpt.alönd 89.86 100,14 1 ReiknlngsdoUaj Vörusikiptalönd 87.90 8840 1 Reiknlngspund — Vörusldptalönd 210,95 211,45 / 2. 3 vm4 ÉÉ ó 7 « m 7 /O # n /Z ÆZfsXr. /3 /V JJ /r Lárétt: 1) Utanhússtörf. 6) Töf 7) Nes 9) Stefna 10) Drykkjuvímunni 11) EIl 12) Ofsareið 13) Æða 15) Kræklur. Krossgáta Nr. 619 Lóðrétt: 1) Mótbárur 2) Öf- ug röð 3) Sómi 4) Keyri 5) K’unnd 8) Fiskur 9) Fönn 13) Úttekið 14) Bor. Ráðning á gátu tir. 618. Lárétt: 1) Pakkhús 6) Áll 7) Ná 9) Ha 10) Danmörk 11) Úr 12) Óa 13) Dug 15) Leirfat. Lóðrétt: 1) Pondúll 2) Ká 3) Klemmur 4) H1 5) Slak- ast 8) Áar 9) Hró 13 Di 14) GF.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.