Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 14

Tíminn - 03.09.1970, Blaðsíða 14
14 TIMINM FIMMTUDAGUR 3. september 1970. .V V V. . •« (Tímamynd Bl| TRAKTORSÆTI Sætln erii sérstáklega gerð fyrir þægindl ökumanns og henta öllum gerðum traktora. ÞflRHF REYKJAVÍK SKÓLAVÖRDUSTÍG 25 Dagvistun Iramhald af bls. 16. stakt leyfi til þessa- Björn sagði, a® erfitt hefði verið að átta sig á því, hversu mörg heimili hafa bönn í igæzlu á daginn, og yrði það fram- vegis. Hins vegar sagðist hann von- ast til þess að foreldrar sjálfir ikæmu til með að veita aðhald í þessu máli með því að kynna sér, áður en þeir vista börn sín á heim- ili, hvort það hefur fenigið leyfi til þess aið taka barn I fóstur, eða uppfylil skilyrði þau, sem sett hafa verið. Björn sagði enmfrem- iur, að fólk hefði oft á tíðum leit- að til Barnaverndarnefindar og spurt, hvort húm gæti bant á góð heimili, eða vissi einhver deili á þeim heimilum, sem fólkið sjálft hefur verið búið a® ná sambandi við, og hafa viljað gæta barna á daglnn. Björn sagði, að ráða þyrfti fast- am starfsmann til þess að haf a eft- irlit með heimilunum, og kynna sér allar aðstæður. Sagði hann að til þessa starfs yrði líklega valin fóstra, eða einhver annar sá aðili, sem sérþekkingu hefði á málinu. Skrá yrði svo höfð yfir heimilin, svo auðvelt yrði að veita allar upp- lýsingar, sem óskað væri varð- andi þau. Þótt starfsmaður hafi enm ekki verið ráðinm til þess að sitma þessu er ætlazt til þess að fólk leiti sér nú þegar upplýsimga um heimilin, og þeir, sem hafa börn í gæzlu snúi sér til nefndarinn-ar hér í Reykja- vík, eða barinaverndarmefnda úti á landi, og fái leyfi til þess að taka börn í fóstur 70-80 MANNS Á SLÁTRUNAR NÁMSKEIÐI í BORGARNESI SJ—Reykjavík, miðvikudag. í dag og ,gær hefur staðið yfir í Borgarnesi námskeið fyrir starfs menn sláturhúsa á vegum Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Þátt-1 in í fyrirlestrum, umræðum og taka var mjög góð, en námskeið- sýnikennslu, en sýnd var kerfis- ið sóttu 70—80 manns víðsvegar bundin slátrun með hangandi að af landinu. Kennslan var fólg I fláningu, sem tíðkast í Slátur- húsi Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. í gær var slátrað rúm lega 800 fjár vegna námskeiðsins og hefur þá samtals verið slátr- að um 1400 fjár í Borgamesi í sumar. Gunnar Guðbjartsson, fonmað- ur Stéttarsambands bænda setti námskeiðið í gærmorgun, en aB- m-argir aðilar annast kennsluna. Stjórnandi námskeiðsins er Guð- rún Hallgrímsdóttir, matvælafræð ingur. Námskeiðinu lýkur í kvöld. Hólahátíðin Framhald af bls. 3. félagssvæðinu, er nær yfir Þing- eyjar- Eyjafjarðar, Skagafjarðar- og Húnavatnsprófastsdæmi. — Tekið var fyrir umræðuefnið útgáfumál. — Framsögu hafði séra Jón Kr. ísfeld, Samþykkt var á síðasta aðalfundi að gefa út rit félagsins Tíðindi í tilefni af 70 ára afmælinu, og síðan að útkoma þess verði á 10 ára fresti. — Þá var tekið fyrir annað höfuð mál dagskrárinnar: Endurreisn Hólabiskupsdæmis. — Framsögu hafði séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup. — Lagði hann til grundvallar tillÖgU biskups á síð ustu prestastéfnu, að Hólabiskups dæmi yrði endurreist 1974. Um- Hjartans þakkir tll ykkar allra, sem auðsýndu samúð og vinarhug við útför okkar elskulegu móður, fósiturmóðuir, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jónínu Valgerðar Sigurðardóttur, Miðkoti, Þykkvabæ, og ennfremur órofatryggð vlna og skildfólks í veikindum hennar. Guð blessi ykkur öll. Börn, fósturdætur og tengdabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarða rför Jóns Brynjólfssonar frá Fellsseli. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát móður okkar, tengdamóður og ömmu Valgerðar Kristjánsdóttur Stykklshólml. Sérstaklega þökkum við félagskonum Hrlngsins I Stykkishólml. Sigurborg Magnúsdóttir Björn Jónsson Ólafur Magnússon Sigríður Jafetsdóttir Sigríður Bjarnadóttir og barnabörn. ræður urðu nokkrar um væntan-1 legt áðsetur Hólabiskups. — Kom j fram greinilegur vilji fundar- manna í þá átt að, Hólar í Hjalta dal verði afhentir kirkjunni til fullra umráða á sama hátt og gert hefur veriið í Skálholti. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt: Aðalfundur prestafélags Hóla- stiftis haldinn að Löngumýri í Skagafirði 15. ágúst 1970 fagnar framkominni hugmynd biskups á síðustu prestastefnu um að end- urreisa Hólabiskupsdæmi þjóðhá- tíðarárið 1974 og á 300 ára árstíð Hallgríms Péturssonar. — Fund urinn felur stjórn félagsins að vinna að framkvæmd þessarar hugmyndar í samráði við biskup og því, að unnt verði að gera Hóla í Hjaltadal að biskupsselri og kristinni af.'stöð Önnur tillaga kom fram í sama máli: Aðalfundur prestaféla-gs Hólastiftis haldin.i að Löngumýri í Skagafirði 15. ágúst 1970 sam- þyfkkir að kjósa þriggja manna nefnd til að ræða við landbún- aðarráðherra um framtíðarmál Hólastaðar og að athuga möguleika á, að kirkjan eignist Hóla sem biskups og menntasetur, andlega aflstöð Hó-lastiftis. — Báðar þess- ar tillögur voru samþykktar sam- hljóða. — Varðandi æskulýðsmál var sú tiila-ga samþykkt, — að skora á biskup landsins og æskulýðsnefnd að hlutast svo til um, að annar hinna tveggja nýju æskulýðsfull- trúa, sem ætlað er að taki til starfa um næstu áramót. — Þá fór fram stjórnarkjör. — Stjórnin er þannig skipuð: — Séra Pétur Sigurgeirsson vígslubiskup formaður, og prófastarnir séra Sigurður Guðmundsson varafor- maður, séra Stefán Snævarr rit- ari, séra Pétur Ingjaldsson gjald keri, séra Björn Björnsson Hól- um. Sú venja hefur verið allt frá 1910 að vígslubiskup væri for- maður félagsins. Sunnudaginn 16, ágúst kl. 11 árdegis var fundur Hólafélagsins í setustofu bændaskólans á Hól- um. — Rætt var um nauðsyn þess, að kirkjan fengi land á Hólum til starfsemi sinnar. — Þegar hefur komið fram hugmyndin um kirkju legan skóla á Hólum og sumar- búðir. — Rætt var almennt um Hólahátíðina. — Á næsta ári eru fjórar aldir síðan Guðbrandur Þorláksson biskup kom til Hóla. — Var talið æskilegt að þess yrði minnzt á næsta Hóíadegi. — Séra Jón Kr. ísfeld baðst undan því að gegna áfram störfum formanns, þar sem hann er að flytja af fé- lagssvæðinu. — Kosinn var í hans stað séra Árni Sigurðsson Blöndu ósi. Aðrir í stjórn eru frú Helga Kristjánsdóttir Silfrastöðum, Björn Egilsson bóndi Sveinsstöðum, séra Bolli Gústavsson Laufási, Finnbogi Jónasson aðalbókari, Ak- ureyri, Pálmi .Tónsson alþimgis- maður, Akri. séra Pétur Ingjalds- son prófastur Skagaströnd. — Að lokum voru séra Jóni Kr. fs- feid fluttar einlægar þakkir fyr- ir merk störf og þjónustu áð mál efnum félagsins. — Bllamál Framhald af bls. 1 irsakadómara hafa ráðið sér lögmann, Gunnar Guðmunds- son, til að fá leiðréttingu bíla- mála sinna. Gunnar sagði Tímanum í dag, að málið væri í athugun í dóms málaráðuneytinu og megi bú- ast við að línurnar fari að skýr ast í þessurn mánuði, og verði þá úr því skorið með hvaða skilyrðum þeir, sem hlut eiga að máli, fái umráð yfir öku- tækium. Var ráðuneytinu skrif- að og málið lagt fyrir það, en svar hefur efcki borizt enn. Eru sakadómarar og fulltrúarnir að verða sér úti um gögn í sam- bandi við þá kjaraskerðingu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Snúa þeir sér til dóms- málaráðuneytisins, sem er í fyrirsvari gagnvart sakadóm- urunum, þar sem það embætti heyrir undir það ráðuneyti. Hins vegar kemur verulega til kasta fjármálaráðuneytisins í þessu máli, og þá helzt hagsýslustofnunarinnar, sem þetta mál heyrir reyndar beint undir. En þetta bílamál fer um hendurnar á fleiri aðilum, og þarf að viða að sér gögnum til að ganga vel úr skugga um að öííu réttlæti verði nú full- nægt, en málsaðilar fara nátt- úrlega að lögum, og eru öðrum til fyrirmyndar í því, og bíl- arnir standa ónotaðir í porti embættisins. Útflutningur Framhald af bls. 16. Ennfremur fræddu þeir fé- lagar bliaðamenin á því, að síð- ustu 20 árin hefur íbúatala Færeyja aukizt um tíu þúsund, en íbúatalan er nú orðin um 40 iþúsund. Þeir Færeyingarnir sem setjast_ að erlendls fara einkum til fslands og Danmerk ur. Þingkosningar fara fram í Færeyjum í nóvemberhyrjun. Eru nú 6 stjórnmálaflokkar starfandi í Færeyjum. Sitja nú 26 falltrúar frá Færeyjum á þingi — þar af 6 uppbótar- þingmenn. Eftir feosningar gera Færeyingar sér vonir um að koma allt að 30 mönnum á þing — þar af 10 landskjörn- u.n. Eins og í fleiri löndum hefur stjórnmálaáhugi meðal ungs fólks aukizt í Færeyjum og þar af leiðandi hafa myndazt þar nokkur pólitísk félög ungs fólks. í þessum kosningum verða efnabagsmélin sem fyrr, efst á baugi, en næst mun lík- lega sjónvarpsmálið koma, ea nokkur ágreiningur er ríkjandi þar á eyjunum um hvort setja skuli á stofn sjónvarp þar eður ei. Færeyski hópurinn heldur utan n.k. miðvikudag — ei hann vongóður um lærdéms- ríka ferð og sérstaklega þakk- látur Félagi ísl. iðnrekenda fyi ir góðar móttökur. Þess ms geta að lokum. að 1_ fyrrs dvaldi líkur hópur frá ísland: í Færeyjum, til að kynnas' iðnaðarmálum þar og stuðla af frekari viðskiptum milli þess ara skyldu þjóða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.