Morgunblaðið - 14.12.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 14.12.2005, Síða 27
BETLEHEM-líkön eru mjög algengt jóla- skraut í kaþólskum löndum og á Ítalíu, þar sem ég þekki þokkalega til, er vart til það heimili sem ekki skartar slíku líkani á aðvent- unni. Líkanið gengur þar undir heitinu „pre- sepe“ og gegnir veigamiklu hlutverki ekki síst þar sem börn eru til heimilis. Fyrir utan kirkjur og inni í kaþólskum skólum eru gjarn- an sett upp stór líkön af Betlehem með risa- stórum styttum, en inni á heimilum er viðeig- andi að hafa hæfilega stórt líkan með litlum handskornum fígúrum, eða fígúrum sem mót- aðar eru úr trjákvoðu. Safnað um árin Oft er það svo að ungt fólk sem hefur bú- skap byrjar á að setja upp líkan af fjárhúsi ásamt helstu persónum kristindómsins, Jós- ep, Maríu, vitringunum þremur og hugs- anlega líka af kú og asna. Með árunum stækk- ar „þorpið“ og algengt er að keypt sé viðbót við líkanið fyrir hver jól. Sérlega fínt þykir að eiga stórt safn af styttum af helstu persónum úr kristnum fræðum, ásamt aukapersónum, fjárhirðum, búfénaði, brunni og eldstæði. Fín- ast þykir að eiga hluti úr Betlehem-líkani sem gengið hafa í arf kynslóð fram af kynslóð, sér- staklega ef munirnir eru handskornir úr viði og handmálaðir. Börn færa vitringa nær fjárhúsinu Sú hefð hefur skapast að þegar Betlehem- líkan er sett upp í upphafi aðventu, eru vitr- ingarnir þrír hafðir langt frá fjárhúsinu. Börnin á heimilinu fá síðan það hlutverk á hverjum morgni að færa vitringana nær fjár- húsinu um leið og þau eru minnt á að líða fer að jólum. Sá siður að opna dagatal er hins- vegar lítt þekktur á Ítalíu. Og jólasveinar eiga heldur ekki leið um Ítalíu til að setja gjafir í skó út í glugga seinni hlutann í desember. Á aðfangadag færa börnin vitringana alveg upp að dyrum fjárhússins, þar sem María og Jósep krjúpa við tóma jötu. Fyrir einhvers konar kraftaverk og mildi er lítil stytta af Jesúbarninu alltaf komin í jötuna að morgni jóladags þegar börnin koma og kíkja. Þetta eru, vel að merkja, börn sem vita frekar lítið um jólasveina, en hafa þeim mun meiri ánægju af því að sjá að Jesúbarnið er mætt á staðinn til að fagna eigin fæðingarhátíð. Táknmálið Í Betlehem-líkaninu eru nokkrar lyk- ilpersónur, sem gegna táknrænu hlutverki:  Fjárhúsið táknar fátækt og eymd, að- stæður sem Kristur fæddist í, enda höfðu foreldrar hans hvorki fjárráð né tækifæri til að komast inn á gistiheimili.  BETLEHEM | Börnin kynnast boðskap jólanna Færst hefur í vöxt að Íslend- ingar skreyti heimili sín fyrir jólin með líkani af fjárhúsinu sem Jesús fæddist í. Brynja Tomer eyddi hálfum mán- aðarlaunum á Ítalíu í slíkt lík- an sem er í miklu uppáhaldi.  Jósep táknar trúfestu. Hann vissi að heit- mey hans átti von á barni, sem var ekki hans. Í stað þess að fyllast afbrýðissemi kraup hann við jötuna og trúði því sann- arlega að Guðssonur myndi senn fæðast.  Kýr í fjárhúsinu er tákn um frjósemi.  Asni í fjárhúsinu er tákn um skort á þeirri þekkingu og hugsun sem maðurinn býr yf- ir. Ástæða þess að styttur af kú og asna eru jafnan höfð í fjárhúsinu er sú að þessi húsdýr, sem voru mjög algeng á þessum tíma, héldu hita á nýfæddu barninu með nærveru sinni og andardrætti. Andardrátturinn er tákn um líf og sumir trúa því að andardráttur Guðs hafi blásið lífi í sál fyrsta mannsins á jörðinni. Táknræn merking þessara dýra er því býsna djúp.  Fjárhirðar heyrðu engla himins tala og urðu í fyrstu hræddir. Þeir tákna tor- tryggni mannsins gagnvarts Guðsorði. Betlehem-líkan er flott jólaskraut hvort sem menn vita af upprunalegri hugmynd kaþ- ólskra manna um það eða ekki. Mér finnst það jafnframt mögnuð leið til að kynna jólahald fyrir börnum, eiginlega sniðugri en dagatal, jafnvel þótt í því séu súkkulaðimolar á hverj- um degi, því jólin höldum við jú til að minnast fæðingar frelsara kristinna manna. En ekki – eins og okkur finnst krúttlegt að heyra börnin segja – til að halda upp á afmæli jólasveinsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Færa vitringa í átt að fjárhúsinu MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 2005 27 DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.