Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 3
I jmiMTUDAGUR 20. maí 1971 TIMINN NORÐURLANDSKJ OROÆMI EYSTRA Fnaimlhiald aif blis. 13. landi 1961 — 62. Á árunum 1963—66 starfaði Jónas hjá Rannsóknarstofnun landbúnað- arins sem sérfræðingur í jarð rækt, en gerðist jarðræktar- ráðunautur hjá Búnaðarfélagi íslands árið 1966 og hefir ver ið það síðan, en auk þess haft með höndum stundakennslu við Menntaskólann og Kennara skólann í Reykjavík. Jónas hef nr átt sæti í stjórn Skógrækt- arfélags íslands, síðan á ár inu 1969 og er nú varafor maður þess. Einnig á hann sæti í stjórn ,Landverndar“, landgræðslu- og náttúruvernd arsamtaka fslands, en í nýbýla stjórn var hann kjörinn á Al- þingi 1967 og hefur átt sæti þar síðan. í nefnd til endur- skoðunar laga um sandgræðslu 1964, formaður Félags Þing eyinga í Reykjavík síðan 1968. f stjórn Bandalags háskóla- manna siðan 1966. Hann sat á Alþingi um þriggja mánaða skeið árið 1969 og aftur um tíma á s. 1. þingi og flutti þar merk mál, sem kunugt er.Aðal áhugamál hans eru atvinnumál in og þá einkum landbúnaðar málin og jarðræktin, land- græðsla, skógrækt og náttúru vernd. Hefur hann ritað all- mikið í blöð og tímarit um þessi mál. Kona Jónasar er Sigurveig Ellingsdóttir frá Ás byrgi í Kelduhverfi. 5. Ingi Tryggvason, fæddur 14. febr. 1921. Kennarapróf 1942, námsdvöl erlendis 1946 til 1948 í kennaraháskólanum í Kaupmannahöfn og í Englandi. Kennari við Héraðsskólann á Laugum frá 1949. Byggði ný- býlið Kárhól 1954 og hefur húið þar síðan. Sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykdæla frá stofn un hans 1952. Formaður Hér- aðssambands Þingeyinga 1951 til 1954. f stjórn sparisjóða- sambands íslands frá 1968, i sem berst hingað út á yztu ann nes á ári. Það er eigi síður nauð syn á lögum, sem marka stefn una, samræma námið, én þau lög þurfa að vera það rúm, að einstaklingurinn njóti sín þar innan vissra marka. Námið verð ur alltaf cinstaklingsbundið og kennslan og árangurinn eftir hugkvæmni, starfsvilja og að- stöðu kennarans. Það eru um 30 ár síðan ég byrjaði kennslu, og á þeim ár- um hefur margt breytzt í skól um landsins. Mér er nær að halda, að nemendurnir liafi breytzt meira en sjálft skóla haldið. Þetta þykir nú kannski einkennilegt, því að börn eru nú alltaf börn, en við nánari athugun er þetta eðlilegt, því í mjög ríkum mæli eru böx-n in spegilmynd heimila sinna og umhverfisins, og hversu mikil hefur ekki breytingin orðið þar síðustu áratugina. — Og í stuttu máli um endur hæfinguna. Nú er hennar víst þörf með nýjum siðum og fræðslulöggjöf. — Já, endurmenntunar kennara er alltaf þörf. Það er alltaf þörf fyrir nýjungar, bæði fyrir kennarann — og nemand ann, svo starfið og námið falli ekki í viðjar vanans og leið- inda. Sífelld endurnýjun þarf að vera, þó engin breyting verði á fræðslulögunum. Þetta held ég, að kennarar skilji al- mennt. Það sýnir hin mikla þátt taka á námsskeiðum fyrir þá undanfarin ár. — Það hafa orðið breytingar stjórn Stéttarsambands bænda ,frá 1969, ráðinn forstöðumað ur upplýsingaþjónustu landbún aðarjns frá hausti 1970. Hefur átt sæti í sveitarstjórn og skóla nefnd og gegnt fleiri trúnaðar störfum í sveit og liéraði. f stjórn kjördæmasambands Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi eystra frá 1969 og formaður sama sambands 1970. Kona hans er Anna Þor steinsdóttir frá Götu á Ár- skógsströnd, fædd 7. okt. 1921, handavinnukennari. Þau ciga fimm börn. I 6. Heimir Hanncsson, lögfræð ingur, er fæddur 10.7. 1936 á Akureyri. Stúdent frá MA 1955. Cand. jur. frá Háskóla íslands 1962. Héraðsdómslög- maður frá nóvember 1963. Blaðamaður við Tímann frá haustinu 1955 til ársloka 1960. Starfsmaður Framsóknarfl. á ár- inu 1959 og annaðist m.a. rekst ur skrifstofu Framsóknarflokks ins á Akureyri í vor- og haust kosningunum það ár. Annaðist þætti í útvarpi samhliða blaða mennsku. M. a. byrjaði með öðr um þáttinn Efst á baugi. Lög- fræðingur Seðlabanka fslands frá 1962—1968. Hefur rekið sjálfstæða lögfræðiskrifstoiu frá 1968 og síðan, svo og út- gáfufyrirtæki ásamt öðrum. Ritstjóri og annar útgefandi Iceland Review frá upphafi. Formaður Félags Frjálslyndra Stúdenta 57—58. f fram- kvæmdastjórn Atlantic Politi cal Youth Association í París 1963—1964. Ritaði í Tímann um alþjóðamál, fjármál og maikaðsmál, svo og blaðið Dag á Akureyri. Hefur sem lögfræð ingur unnið að samningagerð um utanlands- og innan á sviði viðskiptamála og markaðsmála fyrir einkaaðila og opinhera aðila. Annaðist m.a. viðræður við Alþjóðabankann um út- flutningsmál. Heimir er kvænt ur Birnu Björnsdóttur frá Akureyri og eiga þau þrjú börn. 7. Sigurður Óli Brynjólfsson kennari er fæddur í Steinholti í Glerárhverfi 8. september 1929, en ólst upp í Ytra- Krossanesi. Sigurður Óli varð stúdent frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1950, en lauk BA- prófi í eðlisfræði og stærðfræði við Háskóla íslands árið 1954 og hefur síðan verið kennari við Gagnfræðaskóla Akureyr ar og jafnframt stundakennari við Iðnskólann lengst af. Hann hefur alla tíð stundað búskap samhliða kennslu og námi, hjálpaði foreldrum sín- um við hann og hin síðari ár móður sinni, sem enn býr í Ytra-Krossanesi. f bæjarstjórn var Sigurður Óli kosinn 1962 og aftur 1966 og 1970. Hann hefur átt sæti í ýmsum nefndum bæjarins og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarmenn og sam- vinnumenn. Sigurður Óli er kvæntur Hólmfríði Kristjánsdóttur frá Holti í Þistilfirði og eiga þau 4 börn. 8. Sveinn Jónsson er fæddur 13. janúar 1932 í Ytra-Kálf- skinni á Árskógsströnd. Hann lauk landsprófí frá Laugunj 1952 og stundaði síðan nám við Lýðháskólann í Ryslinge í Danmö’-ku 1952—53 og vann landbún xðarstörf eitt sumar á Suður-Jótlandi. Sveinn nam húsasmíði í Reykjavík 1955— 59 og tók sveinspróf frá Iðn* skólanum í Reykjavík vorið 1959, Hann hóf búskap í Ytra-Kálf skinni strax að námi loknu og hefur síðan stundað byggingar störf samhliða búskapnum. Hann er formaður U.M.S.E. síð an 1964, hefur átt sæti í stjórn B.S.E. s. 1. tvö ár. Var kjörinn formaður Fræðsluráðs Eyja hjá ykkur í kennsluformi. Hvernig líkar þér að kenna nýju stærðfræðina, mengja- fræðina? — Því miður nær sú kennsla nú lítið út fyrir Reykjavík. Svo mun nú vera þar, að öll börn innan 10 ára læra mengi, en á örfáum stöðum utan Reykja víkur. Hér á Selfossi hafa tveir kennarar kennt þetta í 4 ár, og eru nú með 10 ára börn elzt í mengjum. Þetta er mikil breyting frá gamla reikningn um, og skal ég ekki segja um hvort hún er til bóta frekar en hitt. En hitt er þó verra, að þetta skuli vera í svo smáum stfl, enda skapar það vissa erfið leika í framkvæmd, þegar þessi börn blandast svo saman við þau, sem ekki hafa lært það, til dæmis þegar þau koma á gagnfræðastigið. Við vikum svo talinu að Kennarafélagi Suðurlands, en Bergþór er formaður þess. Það var stofnað 1962, en áður voru til félög í Árnes- og Rangár- vallasýslum. Félagið nær nú yfir báðar þessar sýslur og V estur-Skaf taf ellssýslu. — Markmið þess er, segir Bergþór, að vinna að bættri að stöðu til uppeldis og kennslu mála, en eigi að síður tekur þar mikið rúm launa- og kjara mál kennara, eins og í öðrum samtökum þeirra. — Og hvað er þá að frétta af launamálum kennara í dag? Standast launin samjöfnuð við laun annarra og jafn mikil- vægra stétta? — Þetta er nú æði yfirgrips mikil spurning, og væri hægt að halda um það heilt erindi. Það má kannski segja, ef við lítum aftur allt til þess tíma, er kennarinn var venjulegast fíflið í sögunni, að þá hafi þokazt nokkuð í rétta átt. Allt frá því að ég fór að taka þátt í félagsmálum kenn ara, hefur mikill timi okkar far ið til launabaráttunnar, en þó eru ekki allir ánægðir með hina nýgerðu kjarasamninga. Það er fyrst og fremst tvískipting kennaranna í 18. og 16. launa flokk, sem ungu kennararnir sætta sig illa við. Það tekur þá 10 ár að komast upp í 18. flokk. En við teljum starfið ennþá vanmetið, og þeir breyttu þjóð félagshættir, sem nú eru að ryðja sér til rúms, hljóta að verða til þess, að uppeldismál in færast æ meira frá heimilun um inn í skólana og sérstakar uppeldisstofnanir. Þá mega ekki léleg launakjör flæma hæfasta fólkið í önnur störf. Nú eru samtök okkar brátt hálfrar aldar gömul, og ég álít, að það hafi farið allt of mikið af starfskröftum þeirra til kjarabaráttunnar. Því er það ósk mín, að næstu fimmtíu árin geti snúið meira að upp- eldismálum. Kjarabaráttan hverfi, en almenningur þrýsti svo á ráðamenn þessa þjóðfé- lags, að þeir sjái sóma sinn í að launa kennarastéttina mannsæmandi — þótt hún sé fjölmenn, og komi þar af leið andi nokkuð við ríkiskassann. fjarðarsýslu 1967 og hefur ver ið það síðan. Þá var hann kjör inn í hreppsnefnd sveitarinnar í sxðustu hreppsnefndarkosning um og hefur verið formaður skólanefndar Árskógsskóla s.l. 8 ár. Sveinn starfar nú við bygg ingu nýja miðskólans að Ilrafnagili í Eyjafirði. Kona Sveins er Ása Marinós dóttir frá Engihlíð á Árskógs sti-önd og eiga þau þrjú börn. 9. Aðalbjörn Gunnlaugsson, kennari í Lundi í Axarfirði, er fæddur á Grund á Langanesi 26. febi’úar 1936. Aðalbjörn stundaði nám í Héraðsskólan um á Laugum, en síðar við Kennaraskóla íslands og lauk kennaraprófi árið 1960, en hef ur auk þess sótt sérstök nám skeið fræðslumálastjórnarinn- ar í stærðfræði, íslenzku o. fl. Kennari við Héraðsskólann á Reykjum í Hrútafirði 1960 — 64. Skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Skúlagarði í Kelduhverfi og við miðskólann í Lundi 1964—69. í stjórn styrktarfélags lamaðra og fatl aðra 1960—61. f stjórn Sam bands bindindisfélaga í skól um og ritstjóri Hvatar 1957 — ’59. Er formaður barnaverndar- nefndar, áfengisvarnanefndar og bókasafnsnefndar í Axar- fii’ði og í stjórn ungmennafé- lags þar. Formaður Framsókn arfélags Norður-Þingcyinga vestan öxarfjarðarheiðar. Kona hans er Erla Óskarsdóttir frá Reykjarhóli í Reykjahverfi. 10. Þorsteinn Björnsson, skip stjóri, Ólafsfirði, er fæddur 30. maí 1929 á Siglufirði. Sjómennsku hefir Þorsteinn stundað frá unga aldri eða 1946, fyrst á smærri dekkbát um og síðan á stærri togveiði skipum. Vorið 1953 lauk hann stýri mannsprófi frá Stýrim.skólan- um, og hefir hann starfað síðan ýmist sem stýrimaður eða skip- stjóri á stærri fiskiskipum. Þorsteinn Björnsson er kvænt ur Hólmfríði Magnúsdóttur, og eiga þau fimm börn. 11. Guðmundur Kristján Bjarnason er fæddur 9. okt. 1944 á Húsavík. Guðmundur tók landspróf við Gagnfræða- skóla Húsavíkur vorið 1960, en stundaði síðan nám við Sam vinnuskólann að Bifröst og útskrifaðist þaðan vorið 1963. Fram í júlí 1967 starfaði Guð nxundur hjá Kaupfélagi Þing- eyinga, Húsavík, en hóf þá störf hjá Samvinnubankanum á staðnum og hcfur starfað þar síðan. Guðmundur er formaður Félags ungra framsóknarmanna á Húsavík og hefur verið bæj arfulltrúi síðan vorið 1970. Eiginkona Guðmundar er Vigdís Gunnarsdóttir, einnig fædd og uppalin á Húsavík og eiga þau tvær dætur. 12. Valgerður Guðmundsdótt ir, húsfreyja á Hrísum, er fædd í Mosfellssveit 24. ágúst 1924. Hún tók Ijósmóðurpróf 1946 og starfaði síðan sem Ijósmóðir í Mosfellssveit til 1968. Hún sat í stjórn sjúkrasamlags Mos- fellshrepps á árunum 1954— 1957 og var formaður Ljós- mæðrafélags íslands frá 1959 til 1965. f stjórn Kvenfélags Bessastaðahrepps var húx» nokk ur ár og var ein af stofnend- um Framsóknarkvennafélags- ins Hörpu í Hafnarfirði, Garða og Bessastaðahreppi og sat í stjórn þess. Valgerður hefur verið formaður Kvenfélagsins Vöku á Dalvík frá 1970 og setið í sveitarstjórn Dalvíkur einnig frá 1970. Valgerður er gift Ingva Birni Antonssyni, bónda á Hrísum og eiga þau fjögur börn. nytsöm frnmleiðsla neytendum í hap FATAVERKSMIÐJAN HEKLA AKUREYRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.