Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.05.1971, Blaðsíða 6
 TIMINN Blaðamaður Tímans heimsækir Raufarhöfn: Þótf grásleppan sé géð þá kemur hún þó ekki aiveg í stað síBdarinnar Það væri synd að segja, að nokkuð verulegt átak hefði verið gert í nýbygg- ingu vegarins frá Kópa- skeri til Raufarhafnar, og það má teljast heppni að komast á milli þessara staða um hávetur. Einhverj um hefði nú fundizt sann- gjamt, að Raufarhöfn hefði verið komið í sæmi- lega gott vegasamband við næstu byggðarlög, eftir öll þau hundruð milljóna, sem staðurinn aflaði í gjaldeyri á síldarárunum, en því er ekki að heilsa að svo stöddu a.m.k. Fréttamaður Tímans hitti fyrst að máli á Raufarhöfn Jónas Finnbogason, sem á sæti í hreppsnef*d, og við byrjum á því að tala um samgöngurn- ar. — Jú, þær eru slæmar, segir Jónas, — og sem dæmi um það get ég sagt þér, að ávísun, sem send er í pósti frá Kópa- skeri til Raufarhafnar, er orð- in ónýt, þegar hún loks kemur hingað, því dagsetningiii er orð in svo gömul. Hingað til Rauf- arhafnar er flogið einu sinni í viku, og auk þess er póst- flug hingað einu sinni í viku frá Egilsstöðum, og komast þá nokkrir farþegar líka með þeirri vél. Til Raufarhafnar var flogið tvisvar í viku, en þeim ferðum var fækkað nið- ur í eina. Kaupfélagið á Kópa- skeri flytur allar nauðsynja- vörur hingað á bílum, og um það bil hálfsmánaðarlega koma Hekla og Herðubreið hingað. — Þið hafið ágæta höfn hér, er ekki svo? — Jú, hafnargarðurinn er góður, og hafnaraðstaða örugg, þegar komið er inn í höfnina, en stundum er það mikið brim fyrir utan, að ófært er hér inn. t — Er ekki heldúr dauft yfir framkvæmdum hjá hreppnum? — Jú, það er víst óhætt að segja það. Það er ákaflega dauft yfir hreppsmálum, engar framkvæmdir, og það er helzt að við reynum eitthvað að grafa í gömlum skuldum. Stað- urinn byggðist svo mikið á síld inni, og lítið hefur komið í stað hennar. Okkur vantar eitthvað til að vera við, og miásum allt of margt fólk í burtu í atvinnu leit. — En síldin hefur nú skilið margt eftir hér á Raufarhöfn? — Já, það er rétt. Skólinn hér var byggður á síldarárun- um, en okkur vantar íþrótta- hús við skólann. Þá var félags- heimilið byggt á síldarárunum, og er það bæði gott vg fallegt hús, en það er varla að það sé nógu margt fólk á staðnum til að nota þetta ágæta hús. — Hefur ekki grásleppan hjálpað mikið upp á atvinnu- lífið hér? — Jú, hún hefur gert það, og margir hafa haft það sæmi- lega gott út úr henni, en hún hefur nú samt ekki komið í staðinn fyrir síldina. — Hvernig er ástandið í læknamálum hjá ykkur núna? — Það er nú ekki gott, því við fáum aðeins lækni hálfs- mánaðarlega frá Húsavík. Það sem hefur hjálpað okkur dá- lítið, er að hér hefur verið góð 'ljósmóðÍA sem hefur afgreitt Jr vinnslusal frystihússins Jökuls á Raufarhöfn. GuSni Lúðvíksson verkstjóri ræðir við konu í snyrtingunni. Tii hægri á myndinni er læknisbústaðurinn, sem stendur auður, nema þegar læknar koma þangað hálfsmánaðar- ega. FIMMTUDAGTJR 20. mai 1971 — ----------------e--- í gömlum söltunarbragga er nú veiðarfærageymsla. Bjöm Hólmsteinssin útgerðarmaður t.v. og Jónas Finnbogason hreppsnefndarmaður (Tímamyndir Kári) lyf, eftir tilvísun læknanna, en nú erum við að missa ljósmóð- ’urina, og versnar ástandið í læknamálunum þá enn. — Hér er læknabústaður, er ekki svo? — Jú, jú, hér er ágætur ( læknisbústaður, sem nú stend- ur auður, nema hvað Húsavík- urlæknamir taka þar á móti, þegar þeir koma hingað. Ann- ars höfðum við lækni fram á árið 1970, en síðan ekki söguna meir. Grásleppuhrogn fyrir 6 milljónir kr. Björn Hólmsteinsson, útgerð armaður, var að huga að veiðar færum í bragga niður á bryggju, er fréttamaður hitti hann, og spurði um útgerðina á staðnum. — Héðan er gerður út einn stór togbátur, Jökull, en auk þess 6 dekkbátar, og um 20 trillur, sagði Björn. Allir sem geta, fara á grásleppu á vorin, og síðan er það handfæri og lína á sumrin. — Þetta er töluverð breyting frá því sem áður var? — Já, síldin ruddi öllu öðru í burtu, og við vorum orðnir allt of háðir henni, þegar hún yfirgaf okkur, og þá fór þessi smábátaútgerð að eflast hér. — Hvernig hafa grásleppu- veiðarnar gengið á undanförn- um árum? — Það má segja að þær hafi gengið svona upp og nið- ur, en aflinn í fyrra hefur verið eitthvað 800—900 tunn- ur af grásleppuhrognum, eða um sex milljón krónur að verð- mæti. Aflinn á línuna og hand- færin í fyrrasumar var þokka- legur, en aftur á móti var haustið lélegt. Þrír bátar voru á dragnót í fy-ra, og var aflinn hjá beim bokkalegur. óg í vet- ur fram í desember. sæmilegt, -n lélegt síðan. Síðasta síldin í sept. 1968 Hreinn Helgason er gjald- keri í Síldarverksmiðjum rflds- > ins, og það er heldur rólegt á þeim vígstöðvum nú til dags. — Hvenær var síðast landað síld hér á Raufarhöfn, Hreinn? — Síðast var landað hér sfld í september 1968, og sfðan ekki söguna meir. Að vísu var skip að héc á land nokkrum sfldar- tunnum haustið 1969, sem það var allt sjósöltuð sfld sem þar var um að ræða. — Hvenær kom hingað mest af sfld? —Það var árið 1966, en þá fóru hér í land tæplega 46 þús. Hreinn Helgason tonn, en 1968 var magnið kom- ið niður í 1400 tonn, en árið áður eða 1967 var skipað hér á land 42 þúsund tonnum, svo þú sérð að fallið hefur verið mikið þarna á milli áranna. — Þgð er nú heldur dauft að líta ýfir síldarplönin hérna, en hvað voru þau mörg hér áður fyrr? — Síldarplönin urðu flest 11 talsins ,en nú munu þau vera 6, og þar af á Útvegsbankinn tvö plön . — Hefur nú ekki atvinnu- Framhald á bls. S.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.