Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 1
bls. 22 KVIKMYNDIR Frá Bangkok í Kelduhverfi bls. 16 MÁNUDAGUR bls. 14 206. tölublað – 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 21. október 2002 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Bíó 14 Íþróttir 12 Sjónvarp 20 KVÖLDIÐ Í KVÖLD Aðstæður foreldra skólabarna FUNDUR Málstofa í félagsráðgjöf fjall- ar um samanburð á aðstæðum foreldra barna á leikskóla- aldri á Íslandi og í Hollandi. Steinunn Hjartardóttir fé- lagsráðgjafi kynnir meistaraverk- efni sitt. Málstofan fer fram í stofu 206 í Odda klukkan 12.05. Leika í Salnum TÓNLEIKAR Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari halda tónleika í Salnum, Kópavogi klukk- an 20.00. Á efnisskránni eru verk eftir Beethoven, Debussy, Brahms og Chopin. Keðjusöngur í hádeginu TÓNLIST Keðjusöngur verður í Tón- listarskóla Sigursveins D. Kristins- sonar í hádeginu í dag, klukkan 12.30. Sungið verður lag eftir Henry Purcell. Hægt er að verða sér úti um nótur á skrifstofunni. PERSÓNAN Flugstjórinn sem hætti að fljúga TÓNLIST Pólitísk Afkvæmi Guðanna Byggðu á þínum tíma Grafarvogi Vestur í bæ Kópavogi Ármúla – REYKJAVÍK Norðaustlæg átt, 4 metrar á sekúndu. Veður fer hlýnandi, bjart, hiti 1 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 8-9 Bjart 1 Akureyri 4-5 Éljagangur 5 Egilsstaðir 1-3 Él 1 Vestmannaeyjar 5-6 Bjart 1 + + + VEÐRIÐ Í DAG ➜ ➜ ➜ ➜ NOKKRAR STAÐREYNDIR UM MEÐALLESTUR FÓLKS Á ALDRINUM 12 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU ER 71,1% SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP Í SEPTEMBER 2002. Fr é tt a b la ð ið Meðallestur 25 til 49 ára á mánudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá september 2002 33% D V 80.000 eintök 70% fólks les blaðið Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á höfuð- borgarsvæðinu á mánudögum? 81% Spilað á Suðurnesjum KÖRFUBOLTI Þrír leik- ir verða í meistara- flokki karla í körfu- bolta í kvöld. Í Grindavík taka heimamenn á móti ÍR, í Keflavík leika heimamenn gegn Tindastóli og heimamenn í Njarð- vík fá Hauka í heimsókn. Allir leik- irnir hefjast klukkan kl.19.15. ELDSVOÐI Fólk missti heimili sín í miklum bruna við Laugaveg að- faranótt sunnudags og fjár- hagstjón var mikið. Tvö hús brunnu og er annað talið ónýtt og hitt er mikið skemmt. Húsin sem brunnu voru sambyggð en þar voru til húsa kvenfataverslunin Misty í öðru og gleraugnaverslun- in Sjáðu og kven- fataverlunin Henn- ar í hinu. Húsin sitt hvoru megin við voru í mikilli hættu og voru verð- mæti borin út úr öðru þeirra af ótta við að það yrði einnig eldin- um að bráð. Að sögn Birgis Finns- sonar varðstjóra hjá slökkvilið- inu fengu þeir kall um eldinn rétt fyrir miðnætti. „Þegar við komum að var mik- ill eldur á jarðhæð annars húss- ins þar sem lengi var Iðunnarapó- tek en nú er þar verslunin Misty. Á milli þessara húsa er port og var þar mikill eldur sem hafði teygt sig inn í húsin.“ Birgir seg- ir að um það bil sem slökkviliðið kom á staðinn hafi glugginn á versluninni í öðru húsinu sprung- ið og eldurinn teygt sig ofar í hús- ið. „Íbúar þessara húsa voru þeg- ar komnir út en lögreglan fór í að kanna það nánar og rýma húsin við hliðina. Grettisgötumegin er nýbyggt hús og á bak við það bíla- kjallari. Einhver reykur kann að hafa komist þangað inn en aldrei var nein hætta á að eldurinn næði húsum við Grettisgötuna.“ Slökkviliðið var með allan sinn mannafla við björgunarstörf og að auki fengu þeir aðstoð frá slökkviliðinu á Suðurnesjum og Kjalarnesi. „Það voru aðeins lág- marksmannafli í sjúkraflutning- um og á vakt á stöðinni.“ Undir morgun hafði tekist að ná tökum á eldinum en þá var annað húsið ónýtt og hitt mjög illa farið. Vakt var þó við staðinn til að slökkva í glæðum. Birgir segir að eldvarnaveggir á milli hússins númer 38 og 40 og 40a og 42 hafi bjargað því að eldurinn náði ekki í þau hús. „Það er mesta mildi því annað þeirra er alfarið úr timbri. Strekkingsvindur var af norðvestri og leitaði eldurinn því upp Laugaveginn frá húsinu númer 42 en þar er verslunin Noa Noa, en lengi var þar kvenfata- verslunin Eva. Rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn á eldsupptökum og sagði Benedikt H. Benediktsson lögreglufulltrúi að menn frá lögreglunni væru að hefja vinnu sína. „Það þarf að fara varlega enda hiti ennþá í rústum og um miðjan dag í gær rauk enn úr þeim.“ Gríðarlegt tjón í stór- bruna við Laugaveg Eldur varð laus í húsunum númer 40 og 40a við Laugaveg rétt fyrir miðnætti aðfararnótt sunnu- dags. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en á hádegi daginn eftir og var þá annað húsið gjörónýtt en hitt mikið skemmt. Eldsupptök eru ókunn og er ekkert útilokað í þeim efnum. ELDUR LAUS Slökkvilið barðist klukkustundum saman við að hemja eldinn. Með baráttu tókst að verja að fleiri hús yrðu eldinum að bráð. „Þegar við komum að var mikill eld- ur á jarðhæð annars húss- ins þar sem lengi var Ing- ólfsapótek en nú verslunin Misty.“ Skeifan 4, s. 585 0000, www.aukaraf.is GPS Kr. 39.990 Kr. 49.990 Kr. 24.990 M YN D /E G IL L VI Ð AR SS O N KAUPSKIPAÚTGERÐ „Íslensk kaup- skipaútgerð er einfaldlega ekki samkeppnisfær og ég held að við höfum verið sofandi gagnvart al- þjóðasamkeppni, „ segir Guðjón Petersen, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra skipstjórnarmanna. Eimskipafélagið hefur nýverið sagt upp nokkrum skipstjórnar- mönnum og vélstjórum. Guðjón segir hvert starfið á fætur öðru hverfa úr kaupskipa- flotanum. Í dag sigli aðeins eitt kaupskip undir íslenskum fána. „Íslendingar hafa því miður ekki reynt að þróa sig í átt að því sem hin norrænu löndin hafa gert, að standast samkeppnina frá þrið- ja heims ríkjum með alþjóða- skráningu kaupskipa og öðru skattaumhverfi fyrir kaupskipa- útgerðir. Launakjör yfirmanna á kaupskipum virðast sambærileg við það sem gerist hjá keppinaut- unum en sparnaðurinn virðist lig- gja í undirmönnunum. Íslensk kaupskipaútgerð getur sparað sér allt að tíu milljónir á ári með því að leigja skip með áhöfn, til dæm- is frá Kýpur eða öðrum löndum sem skapa hagstæðustu skilyrð- in,“ segir Guðjón Petersen. Hann telur að kaupskipaútgerð héðan heyri brátt sögunni til, verði ekkert að gert. Í því ljósi hljóti menn að velta fyrir sér sjálfstæði þjóðarinnar, það að ráða yfir siglingum til og frá land- inu. „Á ófriðartímum er hægt að kippa burtu kaupskipaflotanum sem heldur uppi flutningum til og frá landinu í einu vetvangi. Þetta er miklu alvarlegra mál en menn virðast gera sér grein fyrir og ég hef verið að undirbúa það að fá fund með formanni samgöngu- nefndar Alþingis og fulltrúum kaupskipaútgerða. Við verðum að taka á þessu,“ segir Guðjón.  Guðjón Petersen uggandi um framtíð íslenskrar kaupskipaútgerðar: Erum ekki samkeppnisfærir EIMSKIP Segir sjómönnum upp störfum. bergljot@frettabladid.is -sjá einnig bls. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.