Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 2
2 21. október 2002 MÁNUDAGUR ELDSVOÐI Starfsmaður á LA kaffi tók sig til aðfaranótt sunnudags- ins og hitaði kakó handa lög- reglu- og slökkviliðsmönnum sem stóðu í ströngu við að ráða niðurlögum eldsins á Laugavegi. Jósteinn Kristjánsson eigandi LA kaffis, sagðist hafa verið með matargesti á laugardagskvöld- inu. „Eftir það kom enginn, bæði var svæðinu lokað hér í kring og auðvitað engin stemmning hjá fólki fyrir að dansa þegar bær- inn bókstaflega logaði fyrir utan.“ Jósteinn sagðist ekki hafa verið á staðnum um nóttina en væri að sjálfsögðu ánægður með starfsmanninn sem hafði vit á að hita kakó og færa þeim sem börðust við eldinn um nóttina. „Við erum enn með lokað, lyktin hér er hræðileg og enn allt girt af svo hér er hvort sem er enginn á ferli. Við opnum aftur í fyrra- málið,“ segir Jósteinn.  Starfsmaður á LA Kaffi: Færði lögreglunni og slökkviliðinu heitt kakó Í FIMBULKULDA VIÐ SLÖKKVISTÖRF Slökkviliðsmenn og lögreglumenn þáðu kakó með þökkum. BRUNARÚSTIR Á LAUGAVEGI Björgunarsveitin Ársæll aðstoðaði við að bjarga verðmætum. BRUNI Íbúar í húsunum númer 40 og 40a við Laugaveg misstu heim- ili sín og eigur í eldsvoða aðfara- nótt sunudagsins. Þrjár verslanir eru í húsunum og eru allar ónýtar. Pálmi Pálmason, einn íbúa í húsinu númer 40, var að heiman þegar eld- urinn kom upp en kom heim um hálf- eittleytið. Hann segist ekki hafa haft hugmynd um hvað væri á seyði, en var stoppað- ur af lögreglumönnum og spurð- ur á hvaða leið hann væri. „Það var hálfleiðinlegt hvernig þeir tóku á þessu,“ segir Pálmi. „Þeir endurtóku heimilisfangið þrisvar, fjórum sinnum hver við annan, og sögðu svo að ég væri nú ekkert á leiðinni þangað. Seinna komu þeir til mín og bentu mér á strætis- vagn sem var kominn á staðinn og átti að vera fyrir íbúana.“ Pálmi sagði engan hafa verið í vagnin- um til að hlúa að fólki. „Við ráp- uðum inn og út,“ segir hann, „en það var enginn sérstaklega til að sinna okkur.“ Pálmi gisti hjá bróður sínum um nóttina en fór svo aftur á vettvang á sunnudeg- inum. „Mig vantaði að ná í mikil- væga tösku unnustu minnar, en hún hefur verið í námi og í tösk- unni voru mikilvæg gögn. Lög- reglan vildi ekkert gera og vísaði okkur í burtu en ég talaði við slökkviliðsmenn þarna sem voru boðnir og búnir að gera allt fyrir okkur. Þeir fóru þrír upp í íbúðina og fundu töskuna. Gögnin eru skemmd en vonandi eitthvað nýti- leg,“ segir Pálmi, sem missti allt sitt í brunanum. Jóhanna Guðnadóttir er eig- andi verslunarinnar Hennar á Laugavegi 40. „Það er allt ónýtt,“ segir Jóhanna. „Engu tókst að bjarga.“ Hún segist hafa frétt af brunanum upp úr tólf og farið strax á staðinn. „Það var engum hleypt að eða inn, það var svo mikill reykur. En mér fannst mjög einkennilegt hvernig staðið var að málum. Fáklæddir íbúar áttu ógurlega bágt og voru í hálfgerðu reiðileysi og ég veit ekki til að nein áfallahjálp hafi verið í boði. Mér fannst það alveg skelfilegt.“ Jóhann segist ekkert vita hvað sé framundan. Þetta var óskaplega sorglegt og hræðilegt að horfa upp á fólkið sem missti heimili sín. Það er annað að horfa á vinnu- staðinn sinn brenna en heimili,“ segir Jóhanna. edda@frettabladid.is Rápuðu inn og út úr strætó Lítil eða engin hjálp var í boði fyrir íbúa húsanna við Laugaveg sem kviknaði í aðfaranótt sunnudagsins. Íbúar stóðu í reiðileysi og horfðu á heimili sín brenna. LÖGREGLUMENN Á VETTVANGI Í GÆR. Sumir íbúa húsanna sem kviknaði í við Laugaveg hefðu þegið aðstoð nóttina sem bruninn varð. Flestir voru þó ánægðir með framgöngu lögreglu- og slökkviliðs. Fáklæddir íbúar áttu óg- urlega bágt og voru í hálf- gerðu reiði- leysi og ég veit ekki til að nein áfalla- hjálp hafi ver- ið í boði. Eldsvoðinn á Laugavegi: Ekki ástæða til að kalla fyrr út björg- unarsveitir ELDSVOÐI Björgunarsveitin Ársæll í Reykjavík var kölluð út skömmu fyrir klukkan fjögur á sunnudags- nótt til að aðstoða við verðmæta- björgun vegna eldsvoðans á Lauga- vegi 40 og 40a. Gylfi Sævarsson, varaformaður Ársæls, sagðist að- spurður telja að rétt hafi verið að málum staðið og ekki ástæða til að kalla björgunarsveitina út fyrr. „Lögreglan metur það í hverju til- viki fyrir sig hvenær björgunar- sveita er þörf,“ segir hann. „Lög- reglan getur auðvitað kallað út björgunarsveitir til aðstoðar við löggæslu, við vinnum í þeirra um- boði. Þarna kalla þeir okkur ein- mitt út til að losa um sína menn svo þeir geti betur verndað umhverfið fyrir ágangi. Á meðan berum við út úr húsunum. Mér skilst að ekki hafi verið bráðahætta á ferðum, þeir héldu alltaf að þeir væru að ná tökum á eldinum, en svo gekk það bara ekki eftir. Miðað við hvernig þeir mátu ástandið var ekki ástæða til að kalla út björgunarsveit fyrr,“ segir Gylfi. Fimmtán björgunarsveitar- menn fóru á vettvang og fluttu lag- er frá versluninni Ecco í sendi- ferðabíla ásamt því að flytja innbú úr íbúðum beggja megin við brun- ann.  Trúir þú á álfa? Nei. En það gera hins vegar ýmsir aðrir og þar með er þetta auðlind fyrir okkur Ís- lendinga. Einar K. Guðfinsson alþingismaður kynnti fyrir Ferðamálaþingi hugmynd sína að nýta álfa og tröll til markaðssetningar. SPURNING DAGSINS BRUNI „Það var alveg einstakt hve slökkviliðsmennirnir sem fóru í gengum íbúðina gengu vel um og sýndu mikla tillitssemi,“ sagði Dóra Kristín Briem sem býr í risi hússins númer 42. Dóra sagðist hafa verið með veislu þegar einn gestanna fór út á svalir og sá eld loga í portinu á bak við hús númer 40a. „Okkur brá óneitanlega og veislugestir hurfu hið snarasta á braut. Menn úr slökkviliðinu komu skömmu síðar og rufu litið gat á vegginn hjá mér til að sprauta inn vatni. Þeir gengu eins vel um og þeir mögulega gátu og mér fannst það einstakt.“ Dóra segir að þegar hún hafi farið út um nóttina hafi verið vatn um öll gólf en daginn eftir hafði það sigið niður. „Ég átti von á hinu versta en slökkviliðsmenn skildu mjög vel eftir sig.“ Í sama streng tók Þorkell Guð- laugsson sem rekur auglýsinga- stofu á annarri hæð hússins. Hann var ekki á staðnum þegar slökkvi- liðsmenn brutust inn en kom skömmu síðar. „Ég sá eld í miðbæn- um af svölunum heiman frá mér við Bræðraborgarstíg og hringdi til að athuga hvar þetta væri. Þegar ég kom höfðu þeir brotið sér leið í gegnum stofuna og tekið út hluta af dýrmætustu tækjunum. Það var ótrúlegt hvernig þeir höfðu gengið um. Þeir gerðu sér augljóslega grein fyrir í hverju fælist verðmæti og það var ekkert skemmt.“  Húsbruninn við Laugaveg: Slökkviliðsmenn gengu vel um DÓRA KRISTÍN BRIEM Gestirnir fóru úr teitinu þegar næsta hús stóð í ljósum logum. Bruninn við Laugaveg: Tilfinninga- legt tjón ELDSVOÐI Agnar Jón Egilsson var í miðbænum þegar hann varð brun- ans var. Hann á íbúð í húsinu nr. 40 en flutti úr henni fyrir tveimur mánuðum og skildi húsgöngin sín eftir. „Ég fann á mér að það væri að kvikna í hjá mér og flýtti mér uppeftir. Þegar ég kom á staðinn var allt í ljósum logum. Allt mitt innbú brann til ösku og það var ekki viðlit að bjarga neinu.“ Agn- ar segir það fyrst og fremst til- finningalegt tjón sem hann hafi orðið fyrir. „Það er eins og gengur svo margt sem ekki er hægt að bæta með peningum.“  MIKIÐ VATN Mikið vatn rann niður Laugaveginn og nið- ur á Skúlagötu. Salta þurfti götur til að koma í veg fyrir hálku Bruninn við Laugaveg: Svell mynd- aðist af vatns- flaumnum BRUNI Mikið svell myndaðist á Laugvegi og þvergötunum í king- um brunastaðinn aðfaranótt sunnudagsins. Borgarstarfsmenn voru því kallaðir á vettvang til að salta götur að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu. Hann sagði það ekki aðeins vegna vatnsflaumsins heldur stífluðust niðurföll vegna ösku og annars rusls frá bruna- staðnum. Vel gekk að salta götur og ekki kunnugt um að hálka hafi valdið slysum.  FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.