Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 16
BÆKUR JPV útgáfa hefur gefið út bókina Óvinurinn eftir Emanuel Carrère í þýðingu Sigurðar Páls- sonar, skálds og rithöfundar. Í bókinni segir Carrère sögu Jean- Claude Romand sem myrti fjöl- skyldu sína árið 1993. Mál hans vakti mikla athygli í Frakklandi á sínum tíma og Óvinurinn vakti ekki síður athygli þegar hún kom út enda byggir höfundurinn frá- sögnina m.a á samskiptum sínum við morðingjann og reynir að átta sig á hvað fékk þennan venjulega mann til að fremja þessi voða- verk. Þeir sem þekktu Romand gátu ekki ímyndað sér að hann væri hættulegur umhverfi sínu. Hann var virtur læknir hjá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, mik- ilsmetinn vísindamaður og heimagangur hjá heimsfrægum mannvinum. Hann var fyrir- myndar sonur í daglegu sam- bandi við aldraða foreldra, snjall peningamaður með fjármál fjöl- skyldu og tengdafólks á sinni könnu. Fullkomið líf hans var hins vegar byggt á áralöngum blekk- ingarleik og þegar spilaborgin hrundi fylgdi skelfilegur fjöl- skylduharmleikurinn í kjölfarið. Carrère glímir við hroðalegt viðfangsefnið og reynir um leið að geta í eyðurnar og átta sig á hvað gengur á í huga manns sem kýs frekar að myrða sína nánustu frekar en að gangast við sann- leikanum.  21. október 2002 MÁNUDAGUR KVIKMYNDIR Heimildarmyndin Pam & Noi og mennirnir þeirra, eftir Ásthildi Kjartansdóttur, var frumsýnd í Háskólabíói á fimmtudaginn. Pam og Noi eru tælenskar konur sem búa með ís- lenskum mönnum norður í landi. Þær eru frá litlu þorpi í Norður- Tailandi þar sem flestir búa við kröpp kjör. Þegar stelpurnar voru tvítugar fóru þær til Bang- kok í leit að vinnu. Eftir 10 ára strit í verksmiðjum fengu þær nóg og ákváðu að leita að betri framtíð og sú leit leiddi þær til Íslands. Myndin um Pam og Noi er fyrsta mynd Ásthildar sem er sýnd í kvikmyndahúsi en hingað til hefur hún aðallega fengist við stuttmyndagerð og hafa nokkrar myndir hennar verið sýndar í sjónvarpi. „Ég hef í tíu ár rekið mitt eigið kvikmyndagerðar- fyrirtæki og hef verið í harkinu eins og aðrir einyrkjar. Áður vann ég hjá Sjónvarpinu í nokk- ur ár og hef einnig starfað sem blaðamaður og flugfreyja.“ Ást- hildur nam kvikmyndagerð í eitt ár í London og segir kvikmynda- gerðina vera bakteríu sem mað- ur losnar ekki svo glatt við eftir að hafa smitast. Kveikjan að myndinni um Pam og Noi var einfaldlega áhugi Ásthildar á mannlífinu og ekki síst útlendingum. „Ég er forvitin að eðlisfari og tel að allt mannlífið geti orðið að yrkisefni. Ég hef lengi haft áhuga á asísk- um konum á Íslandi og kynntist nokkrum þegar ég kenndi ís- lensku í Námsflokkunum. Ég hitti Noi svo fyrir þremur árum í Norður-Þingeyjasýslu. Ég heim- sótti stelpurnar síðan sex sinn- um á þessum þremur árum og eyddi 10 dögum með þeim á Tælandi.“ Ásthildur segist ekki hafa vit- að alveg hvað hún ætlaði sér að gera þegar hún byrjaði á verk- efninu. „Ég renndi bara blint í sjóinn en er ánægð með útkom- una og vona að myndin veki fólk til umhugsunar. Þetta er fyrst og fremst mynd um fólk, ekki bara asískar konur á Íslandi.“ Hún segir það síður en svo auðvelt að gera heimildarmynd um lifandi fólk með tilfinningar. „Þetta tók svolítið á okkur öll enda vill mað- ur alltaf komast nær og nær við- fangsefninu þegar maður er byrj- aður og vill oft ganga lengra en fólkið sem myndin fjallar um kærir sig um. Þetta tókst samt einhvern veginn enda ákváðu þau að gefa sig öll í þetta eftir að þau tóku ákvörðun um að vera með.“ Ásthildur býr um þessar mundir í Danmörku ásamt dönskum eiginmanni sínum og er með heimildarmynd um Rósku í undirbúningi. thorarinn@frettabladid.is Frá Bangkok í Kelduhverfi Ásthildur Kjartansdóttir rekur sögu tælensku stúlknanna Pam og Noi í nýrri heimildarmynd. Þegar þær fengu nóg af stritinu í Bangkok lei- ddi leit þeirra að bjartari framtíð þær í Kelduhverfi í Norður-Þing- eyjasýslu þar sem þær búa með íslenskum sambýlismönnum sínum. ÁSTHILDUR KJARTANSDÓTTIR „Ég er nýbyrjuð að taka myndirnar mínar sjálf. Stafræna tæknin veitir kvikmyndagerðar- mönnum mikið frelsi og á örugglega eftir að gera mikið fyrir heimildamyndagerð, en nú gefst okkur í fyrsta sinn tækifæri til að vera ein með viðfangsefninu.“ – A l l i r saman nú ! B A N K A S T R Æ T I 10 • 101 R E Y K J AV Í K • S Í M I 5 6 2 2 3 6 2 • I N F O @ V I S TA S K I P T I . I S vistaskipti.is vista change S T U D E N T A F E R D I R Óheft streymi hugmynda og fólks, landa á milli, byggist meðal annars á tungumálakunnáttu. En tungumál er ekki einungis tæki til samskipta, heldur opna þau okkur dyr að reynslu annarra. Þegar við öðlumst færni í öðru tungumáli en okkar eigin, öðlumst við einnig þekkingu á því hvernig annað fólk lítur á heiminn. Stúdentaferðir bjóða tungumálanámskeið víða um heim. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og finnum nám við þitt hæfi, óháð aldri eða menntun. MÁNUDAGURINN 21. OKTÓBER FUNDIR 12.05 Málstofa í félagsráðgjöf fjallar um samanburð á aðstæðum foreldra barna á leikskólaaldri á Íslandi og í Hollandi. Steinunn Hjartardóttir félagsráðgjafi kynnir meistaraverkefni sitt. Mál- stofan fer fram í stofu 206 í Odda. 12.12 Jóhanna Þráinsdóttir heldur fyrir- lestur um glötuðu hetjurnar í Uggi og ótta eftir Søren Kierkegaard. Fyrirlesturinn fer fram í V. stofu Aðalbyggingar Háskóla Ís- lands. 12.30 Daníel Magnússon, myndlistar- maður og kennari, talar um eigin verk í Listaháskólanum, stofu 024. 13.00 Kristín Briem, sjúkraþjálfari, flytur prófsfyrirlestur um meistaraprófs- verkefni sitt í sjúkraþjálfunarfræð- um. „The Effects of Muscle Inhi- bitory Treatment on Active Range of Cervical Flexion in Patients With Neck Pain: A Randomized Controlled Trial.“ Fyrirlesturinn er haldinn í Læknagarði, þriðju hæð. 15.00 Einar Sveinn Jónsson heldur fyrir- lestur um verkefni sitt til meistara- prófs í véla- og iðnaðarverkfræði. Verkefnið heitir „DNA Tetrad varmahringrásarvél. Eftirlit líkan- gerð“. Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 248 í VR-II við Hjarðarhaga 2-6. 15.15 Ann-Britt Sand, félagsfræðingur og lektor við félagsráðgjafadeild Háskólans í Umea í Svíþjóð, flytur fyrirlestur sem ber heitið „Swedish Elderly Care - a popular model in decline? Haldinn í Odda stofu 101 kl. 15:15-16:30. 20.00 Vinstrihreyfingin grænt framboð efnir til opins fundar um barátt- una gegn vændi. Brynhildur Fló- venz lögfræðingur og Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona flytja erindi. 20.00 Biblíuskólinn við Holtaveg heldur námskeiðið “Litið í Lúkasarguð- spjall“. Leiðbeinandi er Skúli Svavarsson, kristniboði. UPPÁKOMUR 12.30 Keðjusöngur í Tónlistarskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar. Sungið verður lag eftir Henry Purcell. Hægt er að verða sér úti um nótur á skrifstofunni. 13.00 Basar hefst á elliheimilinu Grund. Til sölu er ýmis konar varningur eftir heimilisfólk. Heitt á könnunni og allir velkomnir. TÓNLEIKAR 20.00 Bryndís Halla Gylfadóttir selló- leikari og Steinunn Birna Ragn- arsdóttir píanóleikari halda tón- leika í Salnum, Kópavogi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Barnamyndatökur. Tilboð Kr. 6000 Innifalið 1 stækkun 30x40 cm í ramma, aðrar stækkanir að eigin vali, með allt að 50% afslætti Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 • www.ljosmynd.is Ljósmyndastofa Kópavogs sími : 554 3020 • www.ljosmynd.is Passamyndatökur alla virka daga Handklæði & flíshúfur . Fáið sendan myndalista Myndsaumur Reykjavíkurvegur 62 220 Hafnarfjörður Sími 565 0488 www.myndsaumur.is ÓVINURINN Er sönn saga af manni sem flækist í eigin lygavef og sér ekki aðra leið út úr ógöng- unum en að myrða fjölskyldu sína og for- eldra. Sönn frönsk sakamál: Dagfarsprúður morðingi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.