Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.10.2002, Blaðsíða 8
8 21. október 2002 MÁNUDAGUR INNLENT SAMKEPPNI „Þetta getur þýtt það að markaðshlutdeild okkar minn- ki, og haft áhrif á afkomuna. Við tökum á móti þessum keppinaut og munum keppa við hann, von- andi á góðum grunni,“ segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Landssímans. „Ég tel að kaup Íslandssíma á þessum meirihluta í Tali og vænt- anleg sameining í framhaldi af því geri fyrirtækið öflugra. Tal er óneitanlega með styrka stöðu á farsímamarkaði. Ég held að Ís- landssími verði verðugur keppi- nautur í framtíðinni. Það hlýtur að leiða til þess að Síminn hafi meira svigrúm til athafna, þá vonandi neytendum til góðs í framtíðinni,“ segir Brynjólfur. Keppinautar Símans hafa nokkrum sinnum kært að Síminn misnoti markaðsráðandi stöðu sína. Íslandssímamenn telja sig hafa náð lágmarksstærð til að keppa við Símann. Brynjólfur segir erfitt að spá fyrir um hvort símamarkaðurinn sé kominn í sína endanlegu mynd. „Mér sýnist að með þess- ari sameiningu sé búið að setja undir einn hatt meginþorra síma- starfsemi. Ég geri mér ekki grein fyrir því hvort ný minni fyrir- tæki spretti upp eða að þau sem eru líka starfandi sameinist inn í þetta félag. Ég myndi halda að með þessu fyrirtæki væru komið nokkuð öflugt félag.“  Forstjóri Símans um sameiningu Tals og Íslandssíma: Eykur svigrúm okkar til athafna BRYNJÓLFUR BJARNASON Tökum á þeirri samkeppni sem fylgir sam- einingu Íslandssíma og Tals. Starfsgreinasambandið: Kvótanum verði skilað SJÁVARÚTVEGUR „Til að sátt skapist um fiskveiðistjórnkerfið, krefst Starfsgreinasambandið þess að útgerðum verði gert að skila yfir- ráðaréttinum yfir auðlindinni í áföngum,“ segir í ályktun Starfs- greinasambandsins. Sambandið telur þörf á gagn- gerri endurskoðun stjórnkerfis fiskveiða. Verði útgerðum gert að skila kvótanum í áföngum, megi snúa við þeirri óeðlilegu eigna- tilfærslu með tilheyrandi bú- seturöskun sem orðið hafi á síð- ustu áratugum og jafnframt tryg- gja á ný eðlilega endurnýjun í at- vinnugreininni.  BÚKAREST, AP Víðar er deilt um vernd móðurmálsins en á Íslandi. Í Rúmeníu voru nýverið sett lög sem banna notkun erlendra orða á opinberum vettvangi, nema því aðeins að rúmensk þýðing fylgi. Þeir sem brjóta þessi lög geta átt von á sektum. Viðbrögð lands- manna eru misjöfn. Sumir halda ekki vatni vegna hlát- urs. Aðrir eru komnir í skotgraf- irnar og ætla að berjast af öllu afli gegn þessum lögum, sem þeir telja hámark þröngsýninnar. Reyndar hafa lögin ekki enn tekið gildi þótt þingið hafi sam- þykkt þau fyrr í mánuðinum. Skorað hefur verið á forseta landsins að undirrita þau ekki. Hann hefur enn ekki gefið upp af- stöðu sína. Höfundur laganna er George Pruteanu, málfræðingur sem tek- ur baráttu sína fyrir tungunni afar alvarlega. „Markmið laganna er að gefa fjöldanum, sem talar ekki erlend tungumál, tilfinningu fyrir því að hann eigi líka göturnar, en ekki bara uppskafningar og nýríka fólkið í glæsihöllunum,“ sagði Pruteanu á þingi þegar lögin voru afgreidd. Sum dæmin eru óneitanlega býsna brosleg. Pulsusalar á götum úti geta til dæmis ekki kallað orð- in „hot dog“, eins og þeir hafa vanist. Pruteanu leggur til að þeir kalli varning sinn „eins konar pulsur í eins konar brauði“. Og hamborgar eiga að heita „samlok- ur frá Hamborg“. Lögunum er einkum ætlað að höfða til eldra fólks, sem ólst upp undir einræðisstjórn Nicolaes Ceausescus og lærði ekki ensku. „Rúmenar eru föðurlandsvin- ir,“ sagði bílstjóri að nafni Dumitru Popa, „og raunverulegir föðurlandsvinir eru samþykkir þessum lögum.“ Aðrir sjá í þessum lögum aftur- hvarf til tíma kommúnistastjórn- arinnar. „Þessi lög eru rothögg fyrir það frelsi sem áunnist hefur eftir byltinguna 1989,“ segir Eugen Nicolaescu, formælandi Frjálslynda flokksins. „Það er fá- ránlegt að þýða asnalega hluti yfir á rúmensku, sem þegar hafa að- lagast málinu og eru komnir inn í orðabók hins opinbera.“ Blaðamaðurinn Cornel Nistor- escu tekur undir þetta: „Að reyna að halda vörð um rúmensku með lögregluvaldi er eins og að reyna að stjórna því hvernig fuglarnir fljúga.“  Enskuslettur bann- aðar með lögum Í Rúmeníu er vernd móðurmálsins orðin eitt helsta hitamálið. Þingið hefur bannað notkun erlendra orða á opinberum vettvangi. Sumir telja þetta afturhvarf til kommúnistatímans. Aðrir hlægja sig máttlausa. ENSKUSLETTUR Á HÚSVEGG „Keeping the world moving“ stendur þarna á ensku utan á byggingu í Búkarest. Þetta er auglýsing fyrir flutningafyrirtæki. Taki nýju lögin gildi verður að láta þýðingu fylgja með. Að reyna að halda vörð um rúmensku með lögreglu- valdi er eins og að reyna að stjórna því hvernig fugl- arnir fljúga. AP /M AR IU S N EM ES ÍÞRÓTTAHÚS Í HOFSSTAÐAMÝRI Bæjarstjórn Garðabæjar hefur falið tækni- og umhverfissviði bæjarins að undirbúa útboð á grundvelli niðurstaðna starfs- hóps um byggingu íþróttamann- virkis í Hofsstaðamýri. STAL 700 KRÓNUM Í SMÁMYNT Maður á fimmtugsaldri var í gær dæmdur í mánaðarfangelsi, skil- orðsbundið í tvö ár, í Héraðsdómi Vestfjarða. Maðurinn hafði stolið fartölvu úr báti í Suðureyrar- höfn, myndavél úr Fiskvinnslu Íslandssögu og 700 krónum í smámynt úr verbúð á Suðureyri. LEYSA ÞARF LÆKNAVANDANN Á ÍSAFIRÐI Bæjaryfirvöld í Ísa- fjarðarbæ telja það vera for- gangsverkefni stjórnvalda að leysa þann vanda sem steðjar að heilbrigðisþjónustu í bænum. Fjórir af sex heilsugæslulæknum hafa sagt upp störfum, þar á meðal yfirlæknirinn. GUÐMUNDUR TYRFINGSSON FÉKK UMHVERFISVERÐLAUN Sturla Böðvarsson, samgönguráð- herra, veitti í fyrradag fólks- flutningafyrirtækinu Guðmundi Tyrfingssyni ehf. á Selfossi um- hverfisverðlaun Ferðamálaráðs Íslands 2002. HEIMILISLÆKNAR BERA MISJAFNLEGA ÚR BÝTUM Það virðist fara eftir hvar menn er í starf og hvaða stöðu þeir gegna hvort þeir hækka í launum eftir úrskurð Kjaranefndar . Úrskurður Kjaranefndar í máli heimilislækna Sumir lækka en aðrir hækka DEILA Enginn niðurstaða varð á fundi heimilislækna með heil- brigðisráherra á fimmtudaginn. Ákveðið var að aðilar skoðuðu mál- ið fram yfir helgi og mættust þá að nýju. Heilsugæslulæknar í Kefla- vík ræddu sérstaklega við ráð- herra en uppsagnir þeirra taka gildi um næstu mánaðarmót. Þórir Kolbeinsson formaður félags heimilislækna segir að næsta skref sé að fá betri túlkun á úr- skurðinum og efna síðan til félags- fundar. Á fundi þeirra við ráðherra hafi ekki verið rætt um réttinda- baráttu en hann á ekki von á öðru en það verði gert á fundinum í næstu viku. „ Það er mjög misjafnt hvort menn bera eitthvað úr být- um eftir þennan úrskurð Fljótt á litið sýnist okkur það alveg fara eftir hvar menn eru í starfi og til að mynda lækka unglæknar en sumir hópar hækka eitthvað og enn aðrir hreinlega lækka,“ segir Þórir Kolbeinsson.  ORÐRÉTT HVAÐ ER HÚN ÞÁ? „Margaret Thatcher er auðvitað ekki ein- hver maður úti í bæ.“ Hannes Hólmsteinn Giss- urarson í Silfri Egils. ERTU NÚ ALVEG VISS? „Í annað skiptið fauk ég ofan af búrhvalshaus, en varð nú ekki meint af.“ Halldór Blöndal, forseti alþingis og fyrr- um flensari, í Morgunblaðinu. KRYDDSTELPUR LESA EKKI NJÁLU „Hún lærði fullt af íslenskum klúryrðum og notaði þau á meðan við gerðum það.“ Séð og heyrt náði ekki tali af einum hels- ta tíðindamanni sínum í gegnum árin, Fjölni Þorgeirssyni, og heimfærði því lýs- ingar hans á kynlífinu með Mel B. beint upp úr breska sunnudagsblaðinu People. Osló á kafi í snjó: Ófærð og umferðar- öngþveiti NOREGUR Vetur konungur kom Norðmönnum í opna skjöldu um helgina en á aðfararnótt sunnu- dags kyngdi snjó svo hressilega niður í höfuðborginni að snjólagið varð um 7 sentímetrar á nokkrum klukkustundum. Fyrsti snjórinn í Osló setti bílaumferð úr skorðum enda áttu fæstir von á fannferg- inu. Götur urðu fljótt ófærar og mikið var um árekstra en lögregla hafði þó ekki haft neinar spurnir af alvarlegum meiðslum á fólki á sunnudagsmorgun.  Nefnd til ráðgjafar um verndarsvæði: Ótengd virkjunum STJÓRNMÁL Steingrímur Sigfússon formaður Vinstri grænna hefur tekið sæti í nefnd sem umhverfis- ráðherra skipaði til ráðgjafar um stofnun verndarsvæðis eða þjóð- garðs norðan Vatnajökuls. Í yfir- lýsingu sem Steingrímur sendi frá sér vegna þessa segir að Alcoa láti ranglega að því liggja að nefndarskipunin sé með einhverj- um hætti í tengslum við tilteknar virkjunarhugmyndir. Svo sé ekki. Í erindisbréfi ráðherra þar sem óskað sé eftir tilnefningum sé ekki minnst einu orði á slíkt.“  Þjófur í Súðarvogi: Gómaður á hlaupum INNBROT Lögreglan í Reykjavík hljóp uppi þjóf sem hafði brotist inn í Súðarvoginum snemma á sunnudagmorgun. Tveir menn höfðu framið innbrotið en annar komst undan. Sá sem náðist hafði meðal annars í fórum sínum front af bílaútvarpi og GSM-síma sem hann hafði stolið. Annars var fremur rólegt í hefðbundnum helgarstörfum lögreglunnar í höf- uðborginni þrátt fyrir ölvun í mið- bænum og hverskyns pústra. 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.