Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 07.09.2003, Blaðsíða 19
mátt ætla að hann fengi að vera þar áfram, en svo var ekki. Með úrskurði barnaverndarnefndar á staðnum var hann rifinn þaðan burtu, rifinn frá sínu umhverfi og leikfélögum, og komið í fóst- ur til móðurömmu og fósturafa sem búa annars staðar. Barnið hefur ekki fengið að fara á leik- skólann sinn síðan þetta gerð- ist.“ Að mati Þorgerðar er hér um ónærgætin og gerræðisleg vinnubrögð að ræða, þar sem hagur barnsins er ekki hafður í fyrirrúmi. „Ég myndi vilja taka mið af því hvaðan verið er að taka barnið. Það verður að taka mið af því hvar það ólst upp fram að þeim tíma er það missti fjölskyldu sína,“ segir Þorgerð- ur. Hún segir að barninu hafi í þessu tilviki liðið vel á þeim stað sem það hafði alist upp á, og því hefði verið nærtækast að leyfa því að vera þar áfram. Löglegt ofbeldi Þótt hafa beri í huga að marg- ar hliðar kunni að vera á málum sem þessum vísar Þorgerður í nokkur beinhörð atriði sem hún telur gagnrýnisverð í störfum og skyldum barnaverndarnefnda og sem kunni að hafa leitt til þessarar niðurstöðu, sem hún reynir nú hvað hún getur til að hnekkja. Hún gagnrýnir til dæmis barnaverndarlögin, þar sem kveðið er á um að við fráfall foreldra öðlist barnaverndar- nefnd á staðnum forræði yfir hinu munaðarlausa barni. Þá gagnrýnir hún jafnframt að lítið eftirlit skuli vera með störfum nefndanna. „Það virðist vera að barnaverndarnefndir hafi enga yfirmenn,“ segir hún. „Og þær virðast geta farið með börn ná- kvæmlega eins og þeim sýnist. Og enginn má fara inn í málið. Þetta finnst mér skelfilegt með tilliti til þess hvað verið er að gera við börnin okkar. Okkur ber skylda til þess að láta vita af því þegar börn eru beitt andlegu eða líkamlegu ofbeldi. En barna- verndarnefndir, eins og ég full- yrði, beita börn andlegu ofbeldi löglega, af því að það er kominn lagabókstafur sem segir að þau ráði yfir barninu.“ Vantrú á stofnunum Þorgerður segist viss um að barnið sem hún nefnir sé ekki eina barnið sem verður fyrir umdeilanlegum ákvörðunum barnaverndaryfirvalda og því sé þörf á samtökum sem veiti nefndunum aðhald, gagnrýni störf þeirra og verndi rétt barns- ins. „Eins og staðan er núna er eins og barnaverndarnefndir geti ekki gert mistök,“ segir Þor- gerður. „Það er eins og þær séu varðar af kerfinu.“ Hún kveðst vera orðin þreytt á því að það „virðist vera gegn- umgangandi,“ eins og hún segir, „að barnaverndarnefndir hafi ekki líðan barnanna að leiðar- ljósi. Það virðist skína í gegnum þeirra gjörðir. Það virðist vera eitthvað allt annað, jafnvel hags- munir fullorðinna, sem ráða för. Ef barnaverndarnefnd starfar rétt og starfar með hagsmuni barnsins að leiðarljósi hlýtur hún að koma inn í og hjálpa til í erfiðum málum til að tryggja rétt barnsins. En eins og okkur finnst þetta vera í dag virðist ekki einu sinni barnaverndar- nefndum vera treystandi. Það þarf í raun mikið að breytast í vinnubrögðum barnaverndar- nefnda til þess að mér finnist þeim vera treystandi.“ Að grunni til er það því ákveðin vantrú á yfirvöldum sem Þorgerður lýsir með gagn- rýni sinni og er kveikjan að væntanlegri stofnun Fjölskyldu- verndar. „Stundum vil ég meina að það þurfi ekki einu sinni ein- hverja stofnun til þess að ákveða þessi mál, hvar barn á að vera og þess háttar,“ segir Þorgerður. „Þegar málið er augljóst, og allir sjá hvað barnið vill sjálft, þá þarf ekki eitthvað batterí að koma inn í.“ Ljóst er að mikil ólga er und- irliggjandi í þjóðfélaginu með störf barnaverndaryfirvalda í landinu, eins og nýleg dæmi sýna. Fréttablaðið greindi frá mótmælum feðra um síðustu helgi, þar sem þeir ásökuðu yfir- völd um að sinna ekki nægilega þeim rétti barnsins að umgang- ast báða foreldra sína. Sú grein vakti viðbrögð og varð meðal annars kveikjan að því að Þor- gerður hafði samband við blaðið. Fleiri aðilar hafa haft samband, oft á tíðum með átakanleg dæmi um það sem viðkomandi halda fram að sé misrétti af hálfu yfir- valda í viðkvæmum málum. Fréttablaðið mun halda áfram umfjöllun um þessi mál. gs@frettabladid.is 19SUNNUDAGUR 7. september 2003 Verð aðeins 54.900 kr. á mann í tvíbýli. Innifalið í verði er: Flug, skattar, gisting í tvær nætur með morgun- verði, ferðir til og frá flugvelli og á leikinn, miði á leikinn og íslensk fararstjórn Aukagjald fyrir einbýli 10.000 Þýskaland og Ísland Úrval Útsýn í Hlíðasmára verður með ferð til Hamborgar 10. - 12. október á stórleik Þýskalands og Íslands Flugtímar: 10. okt KEF HAM 09:00 14:15 12. okt HAM KEF 14:00 15:15 Eyjólfur Sverrisson og Bjarni Jó halda fund með farþegum á laugardeginum, þar sem spáð verður í spilin Upplýsingar í síma 5854100 og ludvik@uu.is Fararstjórar: Þórir Jónsson og Bjarni Jóhannsson Hlíðasmári 15 Beint leiguflug til Hamborgar. Gist á fimm stjörnu lúxushótelinu Le Royal Meridien í hjarta Hamborgar. Fimm stjörnu lúxushótelið Le Royal Meridien í hjarta Hamborgar. • Sjálfsstyrking • Framkoma og líkamsburður • Innsýn í fyrirsætustörf • Förðun • Umhirða húðar og hárs • Undirbúningur fyrir myndatöku • Myndataka (16 sv/hv myndir) • Tískusýningaganga • Fíkniefnafræðsla frá Götusmiðjunni • Myndbandsupptökur • Leikræn tjáning Sex vikna námskeið hefjast 23. og 25. september. Kennt verður einu sinni í viku, einn og hálfan tíma í senn. Umsjónarmaður námskeiðsins er Kolbrún Pálína Helgadóttir, Ungfrú Ísland.is 2001, auk frábærra gestakennara. Námskeiðinu lýkur með stórri tískusýningu í Kringlunni. Stúlkurnar verða farðaðar af nemendum förðunarskóla NO NAME. Allir þátttakendur fá Eskimo bol, viðurkenningarskjal, 16 sv/hv myndir og lyklakippu. Verð 14.900 kr. Skráning er hafin í síma 533-4646 og á vefsíðunni www.eskimo.is. Maðurinn sem um var spurtá síðu 15 hér að framan er Eiríkur Hjálmarsson, nýr að- stoðarmaður Þórólfs Árnason- ar borgarstjóra. Eiríkur hefur fengist við ýmislegt í gegnum tíðina, svo sem kennslu og sjónvarps- og útvarps- mennsku, auk þess sem hann stýrði vefsvæðinu vísir.is um hríð. ■ Eiríkur Hjálmarsson Maðurinn er...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.