Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 16
16 15. október 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Andlát ■ Afmæli Þennan dag árið 1917 var hol-lenska nektardansmærin Mata Hari tekin af lífi í Frakklandi fyr- ir njósnir. Mata Hari hét reyndar Marg- aretha Geertruida Zelle og fædd- ist í smábæ í norðanverðu Hollandi árið 1876. Hún kom til Parísar árið 1905 og öðlaðist fljótt frægð fyrir að sýna framandlega dansa á sviði. Hún hélt því jafnan fram að hún væri fædd á Indlandi þar sem kvenprestur nokkur hafi kennt henni dans og gefið henni nafnið Mata Hari, sem þýðir víst „auga dagsins“ á einhverri austrænni tungu. Þessi hollenska dansmær ferð- aðist vítt og breitt um Evrópu og hvar sem hún kom fylltust húsin af áhorfendum. Ástæðuna má ef til vill rekja til þess að hún svipti sig hægt og rólega öllum klæðum meðan hún dansaði. Hún kynntist fjölmörgum karl- mönnum á þessum ferðum sínum og þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst þekkti hún orðið býsna náið marga herforingja af ýmsu þjóð- erni. Ýmislegt þykir benda til þess að hún hafi stundað njósnir fyrir Þjóðverja og stundum fyrir Frakka líka. Svo fór á endanum að Frakkar handtóku hana, dæmdu til dauða og tóku af lífi skammt fyrir utan París. ■ Pétur Pétursson, fyrrverandi þulur, 85 ára. Ólafur Mixa læknir, 64 ára. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir al- þingismaður, 54 ára. Halldóra Hjálmarsdóttir lést föstudag- inn 10. október. Bjarni Jónsson, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, lést föstudaginn 10. október. Óskar Hansen, Bólstaðarhlíð 62, Reykjavík, lést föstudaginn 10. október. Halldór Z. Ormsson, Furugerði 13, Reykjavík, lést mánudaginn 13. október. Þorbjörg Jóhannesdóttir, frá Neðribæ, Flatey á Skjálfanda, lést laugardaginn 11. október. Sesselja Jónsdóttir, Mánabraut 6, Kópavogi, lést laugardaginn 11. október. ■ Persónan Það er ekki alltaf sem fólk hefurkjark til að láta drauma sína rætast, en það hafði Iris Gústafs- dóttir sem leigði íbúðina sína í fyrrasumar og flutti til Spánar og settist þar að ásamt átta ára gam- alli dóttur sinni Alexöndru. Iris er hárgreiðslumeistari og hefur um langt árabil rekið sína eigin stofu í miðbænum í Reykja- vík. „Ég var orðin þreytt á að vinna mér til tjóns til að geta haft ofan í mig og á og langaði að breyta til. Ég þekkti Torremolinos syðst á Spáni mjög vel, hafði oft dvalið þar í fríi og ákvað að pakka niður og flytja þangað í góða veðr- ið,“ segir Iris, sem fór í ágústmán- uði fyrir rúmum ári með sjálfa sig, dóttur sína og tölvuna út. Þar fékk hún fljótlega á leigu íbúð og dóttirin byrjaði í skóla. „Í fyrsta sinn á ævinni var ég bara venju- leg húsmóðir sem hafði nægan tíma fyrir sjálfa mig. Fljótlega kynntist ég fólki en við Alexandra vorum samt mikið einar og kunn- um því vel. Ég tók að mér tvo hunda í pössun fyrir konu sem var að flytja heim til Íslands og gat ekki tekið hundana strax. Ég þekkti ekkert til hunda en það gekk eigi að síður prýðilega. Það var einkum fyrir Alexöndru sem ég gerði það svo hún hefði félags- skap á meðan hún var að kynnast krökkum. Það tók dálítinn tíma en í mars eignaðist hún vinkonu í skólanum sem skipti hana miklu máli,“ segir Iris og bætir við að málinu hafi hún náð þokkalega. „Ég get í það minnsta bjargað mér ágætlega en get kannski ekki haldið uppi flóknum samræðum. Hins vegar náði Alexandra spænskunni vel í skólanum,“ seg- ir Iris en hún er komin heim aftur og flutt í íbúðina sína. „Ég er kom- in aftur í íslenskan veruleika sem er afar ólíkur lífi mínu syðra. Þetta var alveg yndislegur tími og ég hefði gjarnan viljað vera leng- ur, en dóttir mín var tilbúin að koma heim,“ segir Iris Gústafs- dóttir, sem kemur kona ekki ein- sömul heim aftur og hvetur alla sem eiga þess kost að láta eftir sér að breyta til og upplifa eitt- hvað nýtt. ■ FRIEDRICH NIETZSCHE Þýski heimspekingurinn óstýriláti fæddist þennan dag árið 1844. 15. október ■ Þetta gerðist 1945 Pierre Laval, leiðtogi leppstjórnar Þjóðverja í Frakklandi, var tekinn af lífi fyrir landráð. 1966 75 ára karlmaður í Texas gerðist þennan dag sekur um tíu umferðarlaga- brot á aðeins tuttugu mínútum. Þetta met hefur enn ekki verið slegið þar í landi. 1863 Fyrsti kafbáturinn, sem var banda- rískur og hét CSS Hunley, sökk þennan dag í höfninni í Charleston. Með honum fórst uppfinningamaðurinn og sjö manna áhöfn. 1990 Tilkynnt var að Mikhaíl Gorbatsjov hlyti friðarverðlaun Nóbels. 1940 Kvikmyndin Einræðisherrann eftir Charles Chaplin var frumsýnd. 1946 Þýski nasistaforinginn Hermann Göring svipti sig lífi. 1860 Ellefu ára stúlka í Bandaríkjunum, Grace Bedell að nafni, skrifaði bréf til Abrahams Lincolns, sem þá var forseta- frambjóðandi. Hún stakk upp á því að hann léti sér vaxa skegg, því þannig myndi hann líta betur út. Frambjóðand- inn fór að ráðum hennar. MARGARETHA GEERTRUIDA ZELLE Öðru nafni Mata Hari. Mata Hari tekin af lífi TEKIN AF LÍFI FYRIR NJÓSNIR ■ Frönsk aftökusveit stillti sér upp fyrir framan hina hollensku dansmær skammt fyrir utan París fyrir réttum 86 árum. Hún týndi þar lífinu, rétt rúmlega fertug. 15. október 1917 Aftur í íslenskan veruleika RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i JÓNMUNDUR GUÐMARSSON BÆJARSTJÓRI Hann vill efla hag nemenda og auka sam- keppni á milli skóla og sveitarfélaga. ??? Hver? Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi. ??? Hvar? Á kontórnum. ??? Hvaðan? Fæddur í Reykjavík, bjó í Vesturbænum til tveggja ára aldurs en síðan á Seltjarn- arnesi. Tel mig því Seltirning í húð og hár. ??? Hvað? Breytingar á stjórnskipulagi grunnskól- anna. ??? Hvers vegna? Til að efla hag nemenda, skapa börnum okkar forskot í lífinu og styrkja skólana. Aukin samkeppni á milli skóla og sveit- arfélaga um íbúa og fyrirhuguð stytting framhaldsskólans gera nýjar og meiri kröfur til grunnskólamenntunar. ??? Hvernig? Með því að sameina stjórnunarþáttinn og skapa þannig heildstæða grunn- skólamenntun á grundvelli nýrrar skóla- stefnu menntamálaráðuneytisins. Breyt- ingin skapar skilyrði fyrir mikla samfellu í námi, einstaklingsmiðað nám og markvissari grunnskólagöngu. IRIS GÚSTAFSDÓTTIR Hún er byrjuð að nýju að klippa hár á Hárstúdíó Ness en á í huga sér yndis- legar minningar um árið á Spáni. Ævintýri IRIS GÚSTAFSDÓTTIR ■ pakkaði niður og leigði íbúðina sína og flutti til Spánar. Hún fór langt með að lifa af leigutekjunum og átti ógleyman- legt ár fjarri íslenskum veruleika. Á TORGINU FYRIR UTAN ÍBÚÐINA Það var yndislegt að fara út á morgnana og drekka gott kaffi og fylgjast með mann- lífinu. Með Irisi er Alexandra dóttir hennar í skólabúningi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.