Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 17
Það dimmir og bráðum verður nóttin lengri en dagurinn. Því er algjörlega nauðsynlegt að: ... eiga nóg af ljósaper- um í skúff- um og skáp- um. Það er e k k e r t verra en að eiga ekki peru til skiptanna ef allt í einu springur á perunni. ... kveikja á kertum á kvöldin. Kertaljós gefa notalega og fallega birtu og gera skammdeg- ið rómantískt. ... endur- nýja úti- dyramott- una ef hún er orðin slitin – betra nú en þegar snjór og slabb fara að ráða ríkjum. ... safna könglum, haustlaufum og reyniberjum. Það kemur sér vel þegar hafist er handa við jólaskreytingarnar. ... prjóna trefil. Ekkert jafnast á við að vera með trefil sem prjón- aður er með eigin höndum. ... fá sér kakó á kvöldin. Kakó er haustdrykkur- inn – rjóma- sletta út í boll- ann gerir hann að algjöru sælgæti. ... athuga útidyraljósin vel og vandlega – blaðberar og bréf- berar eiga betra skilið en að vera fálmandi í myrkrinu. ... fara í haustlitaferð til Þing- valla, þjóðgarðurinn skartar sínu fegursta á þessum tíma árs- ins. ... eiga værðarvoð til að hjúfra sig undir. Þá verður manni ekki kalt þó vindar blási. ... draga fram spilin. Kani, vist og manni slá flestu sjónvarps- efni við. Heimilisblaðið 15. október 2003Sérblað um heimilið ▲ SÍÐA 2 Tvöfölduðu eldhúsið á einum mánuði Fyrir og eftir: ▲ SÍÐA 12 Sjónvarpið ómissandi í eldhúsinu Inga Lind: ▲ SÍÐA 10 Birta hefur mikil sálræn áhrif Þegar myrkrið skellur á: HEIMILISLEGT Á HAUSTIN Haustið er sá tími sem við notum til þess að hafa það notalegt í faðmi fjölskyldunnar. Á meðan haustvindarnir blása er best að vera heima, kúra uppi í sófa og hafa það náðugt. Haustið er líka sá tími við notum til þess að heimsækja vini og vandamenn, lesa góðar bækur og breyta til heima hjá okkur. Best er að hefjast strax handa til að allt verði komið á sinn stað áður en jólaundirbúningur hefst. Tíu ráð fyrir Haustið FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.