Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 45
Fréttiraf fólki MIÐVIKUDAGUR 15. október 2003 Fjölmiðlafulltrúi Courtney Lovehefur gefið út tilkynningu þess efnis að allur fréttaflutningur af söngkonunni síðustu vikurnar hafi verið úti úr kortinu. Í tilkynning- unni segir að Love líði ágætlega og að sögusagnir um meinta eitur- lyfjanotkun hennar hafi verið heldur betur ýktar. Love þarf að mæta fyrir dóm- ara í lok mánaðar- ins til þess að svara fyrir sakir, en hún hefur verið ákærð fyrir að reyna að brjótast inn í hús og vera undir áhrifum ólöglegs vímugjafa. Angelina Jolie hefur fengið sigfullsadda af látalátum Colin Farrell við tökur á Alexander, væntanlegri stórmynd Oliver Stone. Farrell átti það víst til að drekka mikið og taka út sprellann þegar hann var kominn vel í glas, flestum til mik- illar ánægju. Þetta var þó Angelinu ekki að skapi og hún ákvað að færa sig á annað hótel til að losna við kappann. Fyrrum eiginkona Michael Dou-glas til 23 ára hefur ákveðið að skrifa bók um tíma sinn með leik- aranum. Hún fékk vænan skammt af eignum þeirra þegar þau skildu en virðist nú vilja fá meira fyrir sinn snúð. Hún segist vera að skoða nokkur tilboð sem hún hefur fengið frá bókaútgefendum, þar sem hún hafi gaman af því að skrifa. Ekki er vitað hvernig Michael tekur þessum tíðindum en honum til mikillar ánægju hefur núverandi eiginkonan Catherine Zeta-Jones sagt að hún ætli sér aldrei að skilja við kappann. Leikarinn Robert Downey Jr.segist ánægður að hafa verið rekinn úr væntanlegri mynd Woody Allen. Ástæðan var sú að leikarinn fékk ekkert trygginga- félag til þess að lofa Allen trygg- ingagjaldi ef Downey skyldi falla í gin eitur- lyfja aftur. Woody varð svekktur og ákvað að taka ekki áhættuna en Downey segist sáttur þar sem hann hafi í raun- inni aldrei langað til þess að leika í myndinni. Nelly og Lil’ Kim fengu verð-launin sem bestu karl- og kvenrappararnir á Source-tónlist- arverðlaununum. Þau eru haldin utan um hiphoptónlist og eru verðlaun í fjölmörgum flokkum. Harðjaxlinn 50 Cent fékk svo verðlaunin fyrir bestu breiðskífu og smáskífu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.