Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 18
Eggert Thorlacius og StefaníaÓskarsdóttir keyptu sér íbúð við Guðrúnargötu í Norðurmýr- inni fyrir nokkrum árum. Helsti gallinn á góðri íbúð var sá að eld- húsið var lítið, einungis 5,5 fm. Hins vegar var lítið forstofuher- bergi við hliðina á eldhúsinu, 5,5 fm að stærð. Í vor hófust þau hjón- in handa við að búa til nýtt eldhús úr þessum tveimur herbergjum. Að ýmsu var að hyggja áður en hafist var handa. Eggert og Stef- anía teiknuðu sjálf innréttinguna eins og þau vildu hafa hana og hófu leikinn á því að leita tilboða í hana í öllum helstu eldhúsinnrétt- ingabúðum. Tilboði Björnsins var tekið og innréttingin var keypt og komið fyrir í bílskúrnum áður en niðurrifsstarfsemin hófst. „Við höfðum heyrt svo margar hryll- ingssögur af því að fólk sæti uppi með hálfa innréttingu og þyrfti að bíða eftir hinum helmingnum og við nenntum því ekki.“ Þau hjónin rifu innréttinguna niður og brutu niður vegginn með hjá góðra vina. Leggja þurfti pípulagnir í nýja eldhúsið, raf- magn og múra. Þjónusta pípu- lagnamannsins var keypt en ann- ars gerðu þau flest sjálf auk þess sem „eiginmenn vinkvenna okkar hjálpuðu til.“ Fylla þurfti upp í hurðaopið á forstofuherberginu. Það var gert með gifsplötum sem settar voru á trégrind og sparsl- að í kring. Sjálf flotuðu þau gólfið á nýja eldhúsinu, en gólfhæðin á her- bergjunum tveimur var mismun- andi. Þau lögðu svo parket úr rauðeik á gólfið. Flísarnar keyp- tu þau í Húsasmiðjunni. Eggert og Stefanía eru mjög ánægð með afraksturinn. Eldhús- ið er bjart og fallegt og vinnuað- staðan til fyrirmyndar. Til dæmis datt þeim í hug að setja upp- þvottavélina í vinnuhæð, við hlið- ina á vaskinum, sem er að sjálf- sögðu miklu betra fyrir bakið. „Allir hafa ofninn í þessari hæð og hann er nú ekki notaður jafn mikið og uppþvottavélin,“ benda þau á. Mánuð tók að breyta eldhús- inu - með dagvinnunni. Alls kost- uðu breytingarnar á eldhúsinu um 900.000 þúsund, þá er allt talið, innréttingar, heimilistæki, flísar, gólfefni og ljós. ■ EGGERT OG S TEFANÍA Í NÝJ U ELDHÚSI Mjög ánægð ein s og við er að bú ast. HURÐAROPI EYTT Fyllt var upp í dyrnar á forstofuherberginu með gifsplötu sem sett var á trégrind og sparslað í kring. TVÖFALT STÆRRA Eldhúsið stækkaði um helming við breytinguna. Fyrir og eftir: Tvöfölduðu eldhúsið á einum mánuði VOND VINNUAÐSTAÐAÞað var ekki mikið pláss í gamla eldhúsinu. 15. október 2003Heimilisblaðið2 SNYRTILEGT Vel tókst til með að eyða ummerkjum um hurðina. SVO VAR VEGGURINN BROTINN Góðir vinir komu í heimsókn og fengu útrás.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.