Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 15.10.2003, Blaðsíða 31
15. október 2003 Það er horft á sjónvarpið í stof-unni,“ segir Karl Ágúst Úlfs- son leikari, og kveðst ekki vera með sérstaka sjónvarpsstofu eða hol. Aðspurður hvort sjónvarpið sé þungamiðjan og uppröðun á húsgögnum miðist við það segir hann það ekki vera. „Við eigum nú bara einn sófa sem reyndar snýr að sjónvarpinu, en við erum ákaf- lega lítið sjónvarpsfólk. Þess vegna hefur sjónvarpið alltaf ver- ið hálfgerð hornreka hjá okkur og við ekki lagt mikið upp úr svoleið- is græjum.“ Karl segist vera með gamalt tæki sem þarf að berja til hlýðni reglulega. „Ég byrjaði að berja það fyrir fimm árum og það hefur dugað hingað til að berja það hraustlega ef það er ekki til friðs.“ ■ Karl Ágúst Úlfsson Sjónvarpið horn- reka á heimilinu MEÐ SJÓNVARPIÐ Í STOFUNNI Karl Ágúst er með gamalt sjónvarpstæki sem þarf að berja reglulega, en fjölskyld- an er hins vegar lítið fyrir sjón- varpsgláp. Október í búðunum: Skrautið er komið Þótt október sé ekki nema rétthálfnaður er nú orðið hægt að kaupa jólaskraut nokkuð víða. Nokkrar verslanir sem sérhæfa sig í jólaskrauti eru reyndar opnar allt árið, Jólahús- ið við Skólavörðustíg og Litla jólabúðin við Grundarstíg, auk Jólagarðsins í Eyjafjarðarsveit. Nokkrar stærri verslanir eru svo búnar að stilla fram jóla- skrautinu. Til dæmis er verið að stilla því bæði í Debenhams í Smáralind og Ikea. Óþolinmóð jólabörn geta því farið að taka forskot á sæluna og farið að rölta milli búða í leit að jólaskrauti. Hins vegar fer örugg- lega best á því að bíða, að minns- ta kosti í nokkrar vikur, með að skreyta því þótt gott sé að vera snemma á ferðinni má jólaskraut- ið ekki vera orðið of þreytt þegar jólin loksins koma. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.