Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 4
4 17. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR Þarf að efla löggæslu í höfuð- borginni? Spurning dagsins í dag: Hvað finnst þér um jólafrí þingmanna? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 22% 78% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Impregilo ■ Írak Fimm milljarða velta Íslandsflugs: Nær allar tekjur að utan VIÐSKIPTI Einungis 5% tekna Ís- landsflugs komu vegna starsemi félagsins innanlands fyrstu níu mánuði ársins. Afgangurinn er vegna leiguflugsstarfsemi félagsins erlendis. Tekjur félagsins fyrstu níu mánuði árs- ins eru tæpir fimm milljarðar króna og er það 1,5 milljörðum meira en allt árið í fyrra. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs, seg- ir bæði nýja viðskiptavini og nýjar flugvélar ástæðu veltu- aukningarinnar. Hagnaður fyrstu níu mánuðina var 282 milljónir króna. „Hagnaðurinn hefur vaxið hlutfallslega meira en veltan sem er sérlega ánægjulegt fyrir félag í svo örum vexti.“ Hjá félaginu starfa nú um 200 manns þar af 120 Ís- lendingar. Í flugflota Íslandsflugs eru 14 flugvélar þar af sex þotur af gerðinni Airbus. Ekki eru önnur innlend félög með slíkar vélar í flota sínum. ■ Eftirlaunamál vega þungt Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari hefur fengið fyrstu samninga- nefndirnar á sinn fund. Sér fram á strangar samningalotur. Samninga- nefnir ríkisins og Starfsgreinasambandsins til sáttasemjara á föstudag. KJARAMÁL „Ýmislegt í þessari samningalotu getur orðið býsna snúið,“ segir Ásmundur Stefáns- son ríkissáttasemjari um samn- ingalotuna sem nú er að ganga í garð. Í fyrradag var kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og rík- isins vísað til sáttasemjara en fjöldi kjarasamninga er laus um eða eftir áramót. Samþykkt Alþingis um bætt lífeyrisréttindi æðstu ráðamanna varð til þess að verkalýðshreyfingin hefur reist þá kröfu að félagar fái sömu kjarabót og lífeyrisréttur þeirra verði styrktur með sambærileg- um hætti. Því er komin allt önnur staða upp en verið hefur undanfarið þar sem samninga- nefndir Samtaka atvinnulífsins og a t v i n n u r e k e n d a hafa verið á fremur lágstilltum nótum að ræða um nýja samninga. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, gagnrýndi það í Fréttablaðinu í gær að ríki og sveitarfélög sem fara með skattlagningarvald skuli úthluta lífeyrisréttindum sem úti- lokað sé fyrir almennan vinnu- markað að uppfylla líka. Ásmund- ur ríkissáttasemjari segir að það blasi við að semja um kjör starfs- fólks sem er hjá ríkinu en á mis- mundandi lífeyrisskjörum eftir því hvaða stéttarfélögum það til- heyri. „Eftirlaunamálið verður þung- ur póstur,“ segir Ásmundur. Hann segir að boðað hafi verið til samningafundar með Starfs- greinasambandinu og samninga- nefnd ríkisins á næstkomandi föstudag. „Þá verður væntanlega stuttur fundur þar sem við leggjum á ráð- in um framhald viðræðna,“ segir Ásmundur. Hann vill engu spá um viðræð- ur á næstunni enda séu að koma jól og fáir virkir dagar til ára- móta. rt@frettabladid.is Lánshæfismat Íslands: Horfur jákvæðar EFNAHAGSMÁL Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur uppfært horfur um lánshæfiseinkunn í erlendri mynt frá stöðugum í jákvæðar. Fyrirtækið staðfesti jafnframt allar lánshæfis- einkunnir fyrir Ísland. Lánshæfiseinkunn Íslands er studd af styrku stjórnkerfi og auðugu og sveigjanlegu hagkerfi ásamt góðri stöðu opinberra fjármála. Það sem hindrar hækkun einkunnarinnar eru miklar erlendar skuldir þjóðar- innar ásamt skuldbindingum og ábyrgðum stjórnvalda utan fjár- laga. ■ Vöxtur hjá Samskipum: Bætt við nýrri leið FLUTNINGAR Sam- skip hafa ákveðið að bæta við nýrri áætlunarleið milli Íslands og Evrópu frá og með ára- mótum. Hefur tæplega fimm þúsund tonna gámaskip verið tekið á leigu til að sinna þessu verk- efni. Það verður jafnframt 14. skipið í reglubund- num siglingum hjá Samskipum en að auki er félagið með allmörg skip í ýmsum sérverkefnum. Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, segir þetta skref tímabært. „Vegna stór- aukinna flutninga á þessu ári höfum við verið með fjölmörg leiguskip í óreglulegum siglingum milli Íslands og meginlandsins.“ Innan- lands bætast við Grundartangi og Reyðarfjörður sem áfangastaðir Samskipa. ■ KRÖFUGÖNGUR TIL STUÐNINGS SADDAMS Einn lögreglumaður féll og annar særðist þegar átök brutust út í göngu til stuðnings Saddams Hussein borginni Mósúl. Bandarískir hermenn drápu þrjá Íraka og særðu tvo í samskonar kröfugöngu í bænum Ramadi. ELLEFU UPPREISNARMENN FELLDIR Bandarískir hermenn drápu ellefu íraska uppreisnar- menn sem gerðu þeim fyrirsát í þorpinu Samarra skammt norður af Bagdad. Tveir menn á vélhjól- um, vopnaðir sprengjum og sjálf- virkum byssum, skutu að bílalest hersins og leituðu síðan skjóls innan um hóp af börnum á leið heim úr skóla. Bandarísku her- mennirnir notuðu leyniskyttu- rifla til að skjóta árásarmennina. SPRENGJA VIÐ VEGKANT Þrír her- menn særðust þegar sprengja sprakk við vegkant í Tíkrít, heimabæ Saddams Hussein. Tveir mannanna liggja enn á sjúkrahúsi en ástand þeirra er stöðugt. VILJA ÍSLENSKT SJÓNVARP Impregilo vill að íslensk stjórn- völd grípi til aðgerða og tryggi að íslenskar sjónvarpsútsendingar náist á framkvæmdasvæði Kára- hnjúkavirkjunar. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að þar sem fjölmargir íbúar Kárahnjúka- svæðis greiði afnotagjöld RÚV sé sanngjarnt að þeir nái líka út- sendingum stofnunarinnar. Grafarvogur: Eldur laus í þvottahúsi ELDUR Eldur varð laus í þvotta- húsi í parhúsi við Fundafold í Grafarvogi um fjögurleytið í gærdag. Slökkvilið höfuðborg- arsvæðisins fór á vettvang og slökkti eldinn á skömmum tíma. Að sögn varðstjóra brugðust húsráðendur rétt við með því að loka hurðinni á þvottahúsinu. Eldsupptök er enn ókunn. Eng- inn reykur barst um íbúðina heldur einskorðaðist hann við þvottahúsið. Tveir dælubílar voru sendir á staðinn ásamt tveimur sjúkra- bílum. ■ ÓMAR BENEDIKTSSON Íslandsflug er á mikilli siglingu og tekju- vöxtur félagsins verulegur. Einungis 5% teknanna koma af innlendri starfsemi. Stjórn Straums: Magnús nýr inn VIÐSKIPTI Ný stjórn Straums verð- ur kjörin á hluthafafundi á fimmtudag. Fjölgað verður um einn í stjórninni. Andri Sveinsson hættir í stjórninni, en hann sat fyrir hönd Landsbankans sem hefur selt hlut sinn í félaginu. Ólafur B. Thors er formaður stjórnar Straums og mun hann samkvæmt heimildum sitja áfram í stjórninni. Þá mun Magnús Kristinsson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, taka sæti í stjórn Straums. Íslandsbanki á um þriðjungshlut í Straumi. Bankaráð Íslandsbanka vinnur að því að velja menn til stjórnarsetu í Straumi fyrir sína hönd. ■ ILLA BRUGÐIÐ Rétt viðbrögð forðuðu frekara tjóni.. ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Gerir sig kláran í að sætta verkalýð og launagreiðendur. ■ Ýmislegt í þess- ari samninga- lotu getur orðið býsna snúið. NÝ LEIÐ Reyðarfjörður og Grundartangi bæt- ast við sem fastir áfangastaðir sam- skipa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.