Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 34
34 17. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR KVIKMYNDIR Jólamyndin It’s a Wonderful Life frá árinu 1946 var valin besta jólamynd allra tíma af gestum amazon.co.uk. Netkosningin fór fram á vefn- um og kusu þúsundir gesta. Its a Wonderful Life var leik- stýrt af Frank Capra og skart- aði James Stewart í aðalhlut- verki. Myndin virðist hafa stað- ist tímans tönn. Undrun vakti að spennu- mynd Bruce Willis skyldi enda í þriðja sæti þar sem jólaboð- skapurinn svífur ekki beint yfir vötnum í þeirri mynd þótt hún gerist reyndar á jólunum. Ólíkt þeirri mynd þykir myndin í fjórða sæti ná að beis- la anda jólanna vel en í Night- mare Before Christmas er það gert á fremur óhefðbundinn hátt. Sagan fjallar nefnilega um það þegar kóngur Hrekkja- vökubæjar rænir jólasveinin- um og gengur í hans stað. Önn- ur mynd leikstjórans Tim Burton, Batman Returns, varð svo rétt undir tíunda sætinu yfir jólamyndir. ■ LIV TYLER Liv Tyler á leið á Evrópufrumsýningu loka- myndarinnar í Hringadróttins- söguþríleiknum, The Return of the King, í Berlín á dögunum. Þetta er yndislegt líf Fúlir yfir skort á nekt FÓLK Auglýsingabrella netsíðu sem tileinkuð er popparanum Robbie Williams hefur valdið mörgum aðdá- endum kappans vonbrigðum. Brell- an var afskaplega vel heppnuð en hún fól í sér loforð um að sýna popp- arann allsberan eftir að ein milljón gesta höfðu komið inn á síðuna. Á myndinni sást Robbie dansa nektardans. Í upphafi var búið að afmá klofsvæði Robbies með tölvu- þoku sem minnkaði eftir því sem fleiri komu inn á síðuna. Þegar allt kom til alls var Robbie ekkert alls- ber heldur hélt á gervilim fyrir sínu allra nánasta. Sérfræðingar segja að vandlega hafi verið búið að fikta í myndinni í tölvu. „Það eina sem er alveg víst er að gervilimurinn er greinilega miklu stærri en það sem hann er að fela á bak við,“ sagði ljósmyndarinn Grainger Duke hjá evrópsku frétta- stofunni Europics. ■ Spilað við borðið Þrátt fyrir innrás tölvuleikja inná heimilin eru, og verða von- andi áfram, borðspilin vinsæl jóla- gjöf. Í ár ber hæst útgáfu sígildra spila og nýrrar öldu ferskra er- lendra spila. Á boðstólnum í ár eru nýjar út- gáfur Trivial Pursuit og Gettu bet- ur. Bæði spilin eru með nýjum spurningum og einhverjum nýjum forsendum. Miðað við vinsældir Idol-sjónvarpsþáttanna má svo bú- ast við því að spilið endi í fjölda jólapakka í ár. Gettu betur er byggt á hinni geysivinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna sem fer fram á Rás 2 og í ríkissjónvarpinu. Nýju útgáfunni er beint að börnum og unglingum. Höfundur spurninga er Illugi Jökulsson, ritstjóri DV og fyrrum spurningahöfundur Gettu betur. Í spilinu í ár eru 2.250 nýjar, sérsamdar spurningar fyrir átta ára og eldri. Spilið er gefið út af Veruleika sem prýðir sig af því að vera eina fyrirtækið sem sérhæfir sig í íslenskri spilagerð. Magni, spilakóngur og eigandi Hjá Magna á Laugavegi, segir frá- bært úrval af nýjum erlendum spil- un vera á boðstólnum í ár. „Þar eru meðal annars Sequ- ance sem var til fyrir nokkrum árum og var að koma aftur. Svo er það spilið Mr&Mrs sem er byggt á breskum sjónvarpsþætti. Spilið um Sæfarana (Carcassonne) er svo framhald Landfaranna (Settlers of Katan) frá því í fyrra. Bæði spilin eru verðlaunaspil og gefin út á ís- lensku hér.“ Bæði Landfararnir og Sæfar- arnir eru byggð upp á svipaðri hug- myndafræði og tölvuleikurinn Settlers, þar sem siðmenningin er byggð upp frá grunni, nema bara að hann er spilaður á borði. Í Mr&Mrs eiga keppendur að reyna svara eftir bestu getu spurn- ingum um spilafélaga sinn sem er vinur, ættingi eða elskhugi. Þannig kemur í ljós hversu vel einstakling- urinn þekkir spilafélaga sinn. Kepp- endur geta þannig endað í fremur neyðarlegum aðstæðum og auðvitað er spilið góð leið til þess að kynnast einhverjum betur. „Tvær af stúlk- unum mínum var að spila þetta, til að prófa, og þær héldu varla vatni af hrifningu þetta var svo gaman. Sumir roðna og aðrir blána,“ segir Magni og hlær vinalega. Nexus á Hverfisgötu hefur svo um árabil verið með gott úrval af borðspilum, flest tengd þeim ævin- týraheimum sem sú búð hefur opn- að hliðin að hér á landi. ■ Stundum hef ég heyrt orðinugraðhestarokk fleygt þegar rokktónlist er annars vegar. Þó svo að ég viti ekki nákvæmlega hvað orðið þýðir hlýtur það að eiga vel við Atómstöðina. Þeir spila jú rokk, oft á tíðum í anda Utangarðsmanna, og síðan eru textarnir þeirra frekar grað- hestalegir. Sniðug dæmi: „Það eru ekki fötin sem menn vilja heldur það sem þau hylja,“ „Það eina sem rís er hold mitt,“ „Engin gyðja liggj- andi ofan á mér“ og „Stelpudrusl- an lofaði að vera trú“. Þó svo þessi textabrot séu slitin úr sam- hengi hljóma þau að sjálfsögðu karlrembu- og greddulega þótt það hafi kannski ekki verið mein- ingin. Við skulum orða þetta svona: Þetta er meiri strákaplata en stelpuplata og í raun alls ekk- ert slæmt um það að segja. Tónlistin sjálf heillaði mig lítið ef undan eru skilin hið ágæta Sátt og lokalagið skemmtilega Villi- blóm. Lagið Óvart var í sérlega litlu upphaldi og þá aðallega öskr- in sem hljómuðu beinlínis illa. Í laginu á eftir, Blæðandi sár, var bassaleikurinn hins vegar flottur. Freyr Bjarnason UmfjöllunTónlist ATÓMSTÖÐIN New York, Bagdad, Reykjavík Graðhestarokk Alveg er ég viss um að ElectricSix er svona sveit sem fólk annaðhvort dýrkar eða hatar. Þeir fara svo skemmtilega langt yfir í strikið í málefnum sem fer fyrir brjóstið á „siðprúðari“ einstak- lingum hins siðmenntaða heims. Ekkert virðist vera Taboo, hvort sem það er að setja Abra- ham Lincoln í kynlífsorgíu með öðrum eintökum af sjálfum sér eða að fara í hörkusleik við eldri konur í myndböndum. Tónlistin er svo skemmtilega hallærislegt rokk, viljandi gert án efa, byggt upp á diskógrunni með þræl- fyndnum textum. Lagið Gay Bar hefði líklega aldrei fengið spilun fyrir um tíu árum síðan, þegar hinn almenni borgari þóttist ekki vera haldinn fordómum gagnvart samkynhneigðum. Frábært lag í alla staði sem myndi hleypa stuði í jarðarför á mánudagsmorgni. Gallinn er svo auðvitað sá að þar sem þetta er mikill leikara- skapur endist platan líklegast ekkert voðalega lengi í tækinu auk þess sem lögin eru mjög keimlík. En mikið djöfulli er platan skemmtileg á meðan hún er enn skemmtileg. Rokk og ról. Birgir Örn Steinarsson UmfjöllunTónlist ELECTRIC SIX Fire Diskórokk! ITS A WONDERFUL LIFE Þykir fanga anda jólanna fullkomlega. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 BESTU JÓLAMYNDIRNAR VALDAR AF GESTUM AMAZON.CO.UK IT’S A WONDERFUL LIFE (1946) NATIONAL LAMPOON’S CHRISTMAS VACATION (1989) DIE HARD (1988) THE NIGHTMARE BEFORE CHRISTMAS (1993) SCROOGED (1988) HOME ALONE (1990) THE MUPPET CHRISTMAS CAROL (1993) WHITE CHRISTMAS (1954) MIRACLE ON 34TH STREET (1994) LOVE ACTUALLY (2003) 3% Topp 10kvikmyndir Borðspil ÍSLENSKAR OG ERLENDAR ÚTGÁFUR ■ Á boðstólnum í ár eru nýjar útgáfur af Gettu betur og Trivial Pursuit. Idol spilið, Carcassone, Sequance, Mr&Mrs og fleira. MAGNI Í verslun Magna á Laugavegi er eitt besta úrval borðspila á landinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.