Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 26
Blaðauki Fréttablaðsins um undirbúning jólanna jólin koma Jólabókafló ðið er í Office 1 ! SKEIFUNNI SMÁRALIND AKUREYRI EKKI BARA SUMAR 8N ú er kominn tími til að huga að jóla- trénu. Það þarf að huga að tegund og stærð og kanna verð og gæði. Gervitrén hafa verið mikið í tísku að undanförnu og sumir ætla kannski að fá sér slíkt tré í ár og þá er ekki seinna vænna, þegar tjaldað er til nokkurra jóla. Það er líka ágætt að ganga úr skugga um að jólatrésfóturinn sé á sínum stað og serían...? Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: jol@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Fallegt stálúr með Sircon steinum VERÐ: 17.900 SMÁRALIND • SÍMI 555 7711 Dalbraut 3, 105 Rvk., s: 567 7773, og um kvöld og helgar s: 897 2800 TILBOÐ Í DESEM BER Í Jóla- pakkann Lofthreinsi- og rakatæki margar tegundir ilmefna einnig lyktareyðandi (t.d. skötulykt) Ekki filter eða sía Hrein þjónusta ehf. Desember hjá Steingrími Þórhallssyni organista: Heims um ból er númer eitt Jólin fara vel í mig eins og allasem eru í kirkjustarfi. Þetta er annasamur en ánægjulegur tími þótt ég sé ekki eins og þeir allra duglegustu sem eru með tónleika annan hvern dag í desember,“ segir Steingrímur Þórhallsson, organisti í Neskirkju, glaðlega. Hann er að undirbúa stund með leikskólabörnum í kirkjunni, þeg- ar við hittum á hann um tíuleytið að morgni. „Sem betur fer áttar fólk sig á því að mikið er um að vera í kirkjunum og mætir í þær,“ segir hann. En fer ekki drjúgur tími í æfingar hjá honum? „Jú, auðvitað þarf maður að undirbúa ýmsar athafnir og æfa undirleik með öðrum, bæði kórum og einsöngvurum. Sjálfur er ég ekki mikið að láta ljós mitt skína eða æfa stór verk. En það þarf að skipuleggja allt vel svo hlutirnir gangi smurt.“ Steingrímur segir margar messur fyrirhugaðar um jólin, hverja og eina með sínu sniði. „Það eru þrjár athafnir á aðfangadag. Fyrst stund með börnum, klukkan 16, þar sem við búum okkur undir komu jólanna, syngjum jólasöngva og höfum léttan anda. Það mæta mörg börn til okkar enda betra fyrir foreldra að koma með þau í kirkjuna en planta þeim fyrir framan sjón- varpið meðan beðið er eftir jólun- um. Klukkan 18 er svo aftansöng- ur með hátíðasöngvum og svörum en í miðnæturmessunni höfum við kyrrláta stund með kertaljósum og þýðri tónlist. Á jóladaginn tökum við aftur fram hátíða- söngva Bjarna Thorsteinssonar og á annan í jólum sér drengja- kórinn um sönginn. Eitt af því sem Steingrími finnst ánægjulegt við jólamess- urnar er að þá syngja allir með og kveðst vinna að því með sr. Bárði að efla almennan söng í kirkjunni. Kórinn á í raun bara að leiða söng því það er eðlilegur hluti trúar- bragða að almenningur taki þátt í helgihaldinu,“ segir hann. En hver skyldi vera hans uppáhaldsjóla- sálmur? „Heims um ból er náttúr- lega númer eitt. Maður er alinn upp við að það sé eitthvað háheil- agt við þann sálm. Svo finnst mér Guðs kristni í heimi líka falleg- ur. gun@frettabladid.is Bakað til jóla: Hnetu- smjörskökur 1/4 bolli smjör 3/4 bolli sykur 3/4 bolli dökkur púðursykur 1 tsk. vanillusykur 1 stórt egg 2 stórar eggjahvítur, hrærðar en ekki þeyttar 3 bollar hveiti 2 tsk. natrón ögn af salti 1 bolli hnetusmjör Hrærið saman smjöri og sykri, bætið vanillu, eggi og eggjahvítun- um saman við, hrærið vel. Blandið saman hveitinu, natroni og salti og bætið út í hræruna. Látið hnetu- smjörið saman við og hrærið vel. Setjið á plötu með teskeið og sléttið með gafli. Bakið í forhituðum ofni þar til kökurnar eru ljósbrúnar, um 10 mín. ■ Mynd: Gunnar Karlsson fyrir Jólahefti Rauða krossins. Vísurnar eru eftir Jóhannes úr Kötlum og teknar upp úr bókinni Jólin koma sem gefin var út af Máli og menningu. Askasleikir Sá sjötti Askasleikir, var alveg dæmalaus. – Hann fram undan rúmunum rak sinn ljóta haus Þegar fólkið setti í askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Til byggða í nótt ORGANISTINN „Sem betur fer áttar fólk sig á því að mikið er um að vera í kirkjunum og mætir í þær,“ segir Steingrímur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.