Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 17. desember 2003 Jóladagatal Íslandsbanka Taktu þátt í skemmtilegum jólaleik á isb.is og þú gætir hlotið glæsilegan vinning. Þú skráir þig á isb.is og þá birtist jóladagatalið þitt. Síðan opnarðu gluggana, einn á dag fram að jólum. Meðal 2.400 vinninga eru 10 ferðir til Evrópu með Icelandair, bækur frá bókaútgáf- unni Bjarti, myndbönd frá Myndmarki og fatnaður frá 66°Norður. Góða skemmtun. Jólagjafir á isb.is 10 ferð ir með Iceland air 2.400 vinningar – 100 vinningar daglega! aðeins kr. 28.000 aðeins kr. 1.990 verð frá kr. 1.990 aðeins kr. 4.900 aðeins kr. 2.900 verð frá kr. 3.900 verð frá kr. 6.900 Makita 14,4 v borvél HARÐIR - GÓÐIR JÓLAPAKKAR I I TengTopplyklasett . Rafhlöðuskrúfjárn 12v Loftdælur . Uno Loftlyklasett i . Borðsmergel . Danyang 14,4v borvél Bakað til jóla: Appelsínu- og súkkulaðikaka 200 g smjör eða smjörlíki 2 1/2 dl sykur 1 tsk. vanillusykur 3 egg 4 dl hveiti 1 tsk. lyftiduft 1 dl ekta appelsínusafi 100 suðusúkkulaði Smjör, sykur og vanillusykur er hrært vel. Eggin sett í, eitt í senn og hrært vel áfram. Þurr- efnunum blandað saman og þau sett smátt og smátt í deigið til skiptis við safann. Súkkulaðið brytjað gróft og sett í síðast. Deiginu hellt í vel smurt af- langt form og kakan bökuð í neðri hluta ofnsins í 50-60 mín- útur. ■ Að hætti Benedikts Jónssonar matreiðslumeistara: Hamborgarhryggur Uppskriftin er miðuð við fjóra: 1 hamborgarhryggur (1,2 kg); með eða án beins 4 lítrar vatn 2 dl rauðvín 1 lárviðarlauf 4 negulnaglar 1 ferskur ananas Vatn, hamborgarhryggur, lár- viðarlauf og negulnaglar er sett í pott þannig að vatnið fljóti yfir hrygginn. Suðan látin koma upp, þá er hitinn lækkaður og hryggur- inn soðinn í 30-40 mínútur. Slökkt undir pottinum og hryggurinn lát- inn kólna í soðinu í 20 mínútur en síðan færður upp í ofnskúffu. Ananassneiðum er raðað á hrygginn og hann smurður með sinnepsgljáa. Sett- ur inn í miðjan ofn á 200 gráðu yfirhita og hafður þar í 15 mínútur. Gott er að stilla á grill og 250 gráður síð- ustu mínúturn- ar. sinnepsgljái 5 msk. sætsinnep 2 msk. dijon-sinnep 5 msk. púðursykur Hrært vel saman. Sykurbrúnaðar kartöflur 1 kg kartöflur 2 dl sykur 25 gr smjör safi úr hálfri sítrónu 1 dl rjómi örlítið vatn Kartöflurnar eru soðnar í 20 mínútur. Sykurinn er brúnaður á pönnu (ekki brenndur), smjör og sítrónusafi settur út í og hrært í á meðan. Slökkt á hellunni og aðeins dokað við áður en rjómanum er hellt út í í smá skömmtum og hrært í á meðan. Vatnið er bætt við síðast. Kartöflurnar eru flysjaðar, pannan hituð, kartöflun- um velt í sykurbráðinni og látnar sjóða í henni um stund. Sítrónusafinn og rjóminn gera það að verkum að sykurbráðin harðnar ekki og því þarf ekki að gera hana á síðustu stundu. Þar sem kartöflurnar eru hitaðar í sykurbráðinni er heldur ekki nauðsynlegt að þær séu heitar fyrir. Þannig er hægt að undirbúa hvoru tveggja fyrirfram. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.