Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 14
14 17. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR ■ Suður-Ameríka KIRKJUKLUKKUM HRINGT Hanna Ibrahim Salman hringir kirkjuklukk- unum í Fæðingarkirkjunni, sem talið er að sé byggð á þeim stað þar sem Jesús Krist- ur fæddist, í Betlehem. Bróðir hans deildi hringjaraskyldum með honum þar til hann lést í umsátri ísraelskra hersveita sem sátu um kirkjuna þar sem Palestínumenn höfð- ust við, fyrir ári síðan. Eftirlaunaréttur: Önnur þjóð á Alþingi STJÓRNMÁL Pétur Sigurðsson, for- seti Alþýðusambandsins, segir að samþykkt Alþingis hljóti að auð- velda verkalýðshreyfingunni að fá samræmdan lífeyrissrétt fyrir allan almenning. „Nú hlýtur að vera stefnt að þessum sjálfsagða jöfnuði. Síðan auðveldar þetta líka fjármála- ráðherranum að standa við þau orð sín frá því fyrir tveimur árum að jafna lífeyrisrétt allra launþega sem vinna hjá ríkinu. Einkennilegt hjá þeim að koma fram með frumvarpið á þessum tíma. Það segir manni að þetta lið við Austurvöll sé önnur þjóð. Væntanlega hafa þeir velt fyrir sér kröfugerð verkalýðsfélag- anna sem voru sniðnar þannig að ekki var farið fram á miklar hækkanir vegna þess að talið var að efnahagslífið þoli þær ekki. Við hljótum að hafa farið alltof varlega í þessum efnum,“ segir Pétur. ■ Vatnajökulsþjóðgarður stofnaður innan 5 ára Í nýrri þingsályktunartillögu umhverfisráðherra er lagt til að á næstu fimm árum verði unnið að friðlýsingu fjórtán svæða á landinu. Einnig að á tímabilinu verði áfram unnið að stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. UMHVERFISMÁL Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Al- þingi sem kveður á um að unnið verði að náttúruverndaráætlun fyrir landið allt á fimm ára fresti og hún lögð fyrir þingið. Lagt er til að á næstu fimm árum verði unnið að friðlýsingu fjórtán svæða á landinu til að stuðla að traustari vernd íslenskrar náttúru og framkvæma þannig alþjóðlega samninga um náttúruvernd hér á landi. Í náttúruverndaráætlun fyrir árin 2004–2008 er gert ráð fyrir að tekið verði tillit til mikil- vægis svæðanna fyrir náttúru- vernd, ógna sem steðja að sem og óska heimamanna, en markmiðið er meðal annars að uppfylla skyldur Íslands á alþjóðavett- vangi. Meðal þeirra svæða sem nátt- úruverndaráætlunin á að taka til eru búsvæði fugla á svæðum við Álftanes, Skerjafjörð, Guð- laugstungur, Vestmannaeyjar og Öxarfjörð. Einnig er gert ráð fyr- ir friðlýsingu á svæðum þar sem er að finna sjaldgæfar plöntu- tegundir, gróðurfar og jarðfræði- minjar, meðal annars við Látra- strönd, Loðmundarfjörð og Geysi í Haukadal. Umhverfisráðherra leggur til að þjóðgarðurinn í Jökulsárgljúfr- um verði stækkaður um allt að 78 ferkílómetra þannig að hann myndi samfellda heild um gljúfrin og að þjóðgarðurinn í Skaftafelli verði stækkaður um 730 ferkílómetra svo hann nái yfir allan Skeiðarár- sand til sjávar. Þá kemur fram í þingsályktunartillögunni að unnið verði áfram að stofnun Vatnajök- ulsþjóðgarðs og verndarsvæða sem tengjast honum eða verða jafnvel hluti af honum, en svæði sem tengjast eru Kverkfjöll, Krepputunga, Eyjabakkar, Breiða- merkursandur og Skaftárelda- hraun. Ríkisstjórnin ákvað árið 2000 að stofna Vatnajökulsþjóðgarð sem í fyrstu næði eingöngu til jökulhett- unnar og mikil áhersla hefur verið lögð á að kynna málið í nærliggj- andi sveitum og samráð haft við sveitarfélög og aðra hagsmunaað- ila. Í greinargerð segir að með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sé verið að stíga eitt stærsta skref í náttúruvernd hér á landi, en hann yrði stærsti þjóðgarður í Evrópu og einstakt svæði á heimsvísu, enda hvílir þar stærsti jökull Evr- ópu ofan á einu öflugasta eldvirkn- issvæði jarðar. bryndis@frettabladid.is Tíu ára drengur lést: Drepinn af Bengal-tígri NORÐUR-KARÓLÍNA, AP Tíu ára gamall bandarískur drengur lést þegar 180 kílógramma Bengal-tígur réðst á hann og dró hann inn í búr sitt. Villi- dýrið var í eigu móðursystur fórn- arlambsins. Clayton James Eller var að moka snjó skammt frá afgirtu svæði tíg- ursins hjá heimili frænkunnar í Millers Creek í Norður-Karólínu. Þegar dýrið kom auga á Eller skreið það í gegnum lítið op á girðingunni og réðst á hann. Eiginmaður móður- systurinnar hljóp til þegar hann heyrði skelfingaróp drengsins. Hann náði í byssu til að skjóta dýrið en þá var Eller þegar látinn. ■ Tóbakssala í Hafnarfirði: Sex seldu unglingum tóbak ÆSKULÝÐSMÁL Hafnarfjarðarbær lét gera könnun í byrjun desem- ber hvort sölustaðir seldu ung- lingum tóbak. Í 19% tilfella gátu unglingarnir keypt tóbak á sex sölustöðum af þrjátíu og einum. Áður hafa um 14 ára gamlir unglingar verið sendir á sölu- staði ásamt starfsmanni félags- miðstöðvar. Aldurstakmark hækkaði upp í 18 ár fyrir nokkrum misserum og í síðustu könnun seldi enginn 14 ára gömlu barni tóbak. Af því þótti forvarn- arnefnd Hafnarfjarðar eðlilegt að senda eldri unglinga. Tveir 16 ára gamlir krakkar fóru á sölu- staði. ■ INDÍÁNUM BJARGAÐ ÚR ÁNAUÐ Lögreglan í Perú bjargaði tólf ashinka-indíánum sem skæru- liðasamtökin „Skínandi stígur“ höfðu hneppt í ánauð. Á meðal gíslanna voru lítil börn. Um fimmtíu sérþjálfaðir lögreglu- menn brenndu búðir uppreisn- armannanna í Amazon-frum- skóginum og fluttu indíánana á brott. GÍSLUM FLJÓTLEGA SLEPPT Talsmenn Þjóðfrelsishers Kól- umbíu hafa lýst því yfir að þeir ætli á næstu dögum að láta lausa úr haldi fimm erlenda ferðamenn sem þeir rændu um miðjan september. Uppreisnar- mennirnir segjast vilja koma í veg fyrir að gíslarnir, fjórir Ísraelar og Breti, verði óvart drepnir af kólumbíska hernum. SKÆRULIÐAFORINGI HANDTEK- INN Yfirvöld í Kólumbíu segj- ast hafa handtekið háttsettan félaga Byltingarsveita Kól- umbíu, FARC, sem talinn er hafa myrt japanskan kaupsýslu- mann sem hafði verið haldið í gíslingu í þrjú ár. Wilmer Marin Cano, sem er betur þekktur undir nafninu Hugo, er grunað- ur um að hafa myrt fjölda ann- arra gísla og átt aðild að hryðjuverkaárásum. PÉTUR SIGURÐSSON Samþykkt Alþingis sýnir að verkalýðshreyfingin hefur farið of varlega í kröfugerð sinni. VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR Með stofnun þjóðgarðsins er verið að stíga eitt stærsta skref í náttúruvernd hér á landi en hann yrði stærsti þjóðgarður í Evrópu og einstakt svæði á heimsvísu. UMHVERFISRÁÐHERRA LEGGUR TIL AÐ NÁTTÚRUVERNDAR- ÁÆTLUNIN TAKI TIL EFTIRFARANDI SVÆÐA Búsvæði fugla: Sjaldgæfar plöntur, gróðurfar og jarðfræðiminjar: Álftanes - Akrar - Löngufjörur Látraströnd - Náttfaravíkur Álftanes - Skerjafjörður Njarðvík - Loðmundarfjörður Austara-Eylendið Vatnshornskógur í Skorradal Guðlaugstungur - Ásgeirstungur Geysir í Haukadal Látrabjarg - Rauðasandur Reykjanes - Eldvörp - Hafnaberg Vestmannaeyjar Öxarfjörður ÓLÖGLEG TÓBAKSSALA Í HAFNARFIRÐI Kannanir æskulýðs- og tómstundaráðs Hafnarfjarðar og forvarnarnefndar Hafnarfjarðar 1996–2003 %

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.