Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 19
TÍMINN 19 Róttækra aðgerða er þörf í knattspyrnumálunum - á Isafirði. Bjartara framundan í skíðamálunum Enda þótt ekki blási byr- lega fyrir isfirzkum íþróttamönnum um þessar mundir í þeim tveimur aðalgreinum, sem þeir iðka, knattspyrnu og skíða- iþróttinni, er engan bilbug á þeim að finna, og þeir eru staðráðnir í að hef ja þessar greinar aftur til vegs og virðingar. Þá er nýjum iþróttagreinum að skjóta upp kollinum á Isafirði, t.d. blak, borðtennis og körfu- knattleikur. Margan fróðleik er að finna i ársskýrslu Iþróttabandalags Isa- fjarðar fyrir árin 1971-72 og verður drepið á sumt hér á eftir, en formaður bandalagsins var endurkjörinn Sigurður Jóhanns- son. Knattspyrna Knattspyrnuráð Isafjarðar Jólamót í knattspyrnu A morgun fer fram fyrsta innanhússknattspyrnumót yngri flokka Reykjavikur- félaganna i Laugardalshöll- inni. Keppt verður i 5. og 4. flokki og hefst keppnin kl. 14.:!0. öll Reykjavikurfélögin taka þátt i þessu Jólamóti, og hcfur þeim verið skipt i tvo riðla, i hverjum flokki. Þeirsem hafa, áhuga á að sjá spcnnandi keppni yngri knattspyrnumanna landsins, eru velkomnir að mæta og fylgjast með keppninni. Flokkaglíma Reykjavíkur Flokkaglima Reykjavíkur fer fram i dag i iþróttahúsi Melaskólans kl. 16. Allir sterkustu glimumenn Reykjavikur taka þátt i keppninni og má búast við,að þar verði skemmtileg keppni. t>átttakendur eru frá Vikverjum (8), KR (8) og einn frá Ármann. Þeir, sem liafa gaman að horfa á keppnina, eru velkomnir að mæta. starfaði með miklum ágætum, þrátt fyrir erfiðar aðstæður, hvar fjármálin voru örðugasti hjallinn. Gengi knattspyrnunnar þegar metið er i stigum og úrslitum móta má kannski teljast viðun- andi árið 1971, en á yfirstandandi ári hallaði heldur betur undan og lið bandalagsins verður að bita i þaðsúraepli að leika i III. deild á næsta leiktimabili. Er þvi ljóst, að verkefni er framundan og „róttækra” aðgerða er þörf. Verður hér ekki gerð tilraun til að benda á „launs” þessa, enda sýn- ist sitt hverjum. fþróttafélögin sáu um þjálfun yngstu flokkanna, en K.R.l. um I., II., og III. flokk. Að venju var sent lið til keppni i íslandsmóti og Bikarkeppni K.S.I. Stjórn Knattspyrnuráðsins var þannig skipuð 1971: Björn Helgason, form., fulltrúi Ksf. Vestra, Guðmundur 1. Guð- mundsson, ritari, fulltr. Armanns, Þröstur Guðjónsson, gjaldk., full- trúi Ksf. Harðar Er Þröstur Guðjónsson hætti i stjórninni, tók sæti hans Guð- mundur Ólafsson. Stjórn I.B.I. þakkar stjórn K.R.I., knattspyrnumönnum og öllum þeim, sem á einn eða annan hátt lögðu knattspyrnunni lið, fyrir þátt þeirra i íþrótta- hreyfingunni og það mikla starf, sem þar var látið i té. Form. Knattspyrnuráðs Isa- fjarðar árið 1972 er Kristján Rafn Guðmundsson. Að öðru leyti en að framan gre- inir, visast til ársskýrslu ráðsins. Skíðaíþróttir Skiðaráð Isafjarðar fór með öll sérmál skiðaiþróttarinnar og að venju var starfsemi ráðsins mikih og fjölþætt. Skiðamót Islands fór fram á Akureyri 1971, en 1972 sáu Is- firðingar um mótið. Isfirðingar sendu góðar sveitir keppenda til þessara móta og svo var einnig um Unglingameistaramót Is- lands bæði árin. Segja má, að árangur isfirzka skiðafólksins hafi verið eftir von- um þegar á heildina er litið, þótt þvi verði ekki neitað, að muna mega þeir „fifil sinn fegri”. En vissulega er nú bjartara fram- undan en oft áður, og má það fyrst og fremst þakka þeirri að- stöðu, sem hér hefur verið sköpuð til skiðaiðkana. Stjórn Skiðaráðs Isafjarðar var þannig skipuð 1971: Oddur Pét- ursson, form., fulltrúi Iþróttafél. Ármanns, Magnús Kristjánsson, v.form., fulltr. Ksf. Harðar, Guð- mundur Ágústsson, ritari, fulltr. Skiðafél. Isafj., Halldór Mar- geirsson, gjaldk., kjörinn af árs- þingi, Svavar Sigurðsson, meðstj., fulltrúi Ksf. Vestra. Er stjórn S.R.I., skiðamönnum og öllum þeim, er unnu að eflingu skiðaiþróttarinnar, hér með færð- ar þakkir fyrir þeirra miklu og góðu störf. Form. Skiðaráðsins fyrir árið 1972 er Oddur Pétursson. Að öðru leyti visast til ársskýrslu ráðsins. Aðrar íþróttagreinar Ekki verður hér getið itarlega um aðrar iþróttagreinar, en höfuð greinar okkar hafa talizt vera knattspyrnu og skiðaiþróttin, né iðkun þeirra. Stjórn bandalagsins hafa ekki borizt skýrslur um nein mót, en af skýrslum félaganna má ráða, að nokkuð er fengizt við iðkun hinna ýmsu iþróttagreina, svo sem: sund, badminton, blak, borðtennis, handknattleik og körfuknattleik. Sé litið til fyrri ára, er um greinilega afturför að ræða i þessum efnum og litið fer fyrir þátttöku i mótum. Hvað handknattleik viðkemur hefur sú ánægjulega breyting orðið á, að sameiginlegt lið Harð- ar og Vestra, sem keppa mun i nafni IBt, hefur tilkynnt þátttöku i III. deild Islandsmótsins. Þrjú lið eru i deildinni, sem nú er keppt i i fyrsta sinn. Enda þótt hér hafi orðið á breyting, má þvi ekki gleyma, að með þessari ákvörðun er verið að binda sér stóra fjárhagslega bagga. Þátttaka i hópiþróttum, þar sem meginhluti keppninnar fer fram utan héraðs, er afar kostnaðarsöm og nánast frá- gangssök. Nægir i þvi sambandi að benda á afkomu K.R.I. ár eftir ár. Hitt er svo ljóst, að eigi að vera hægt að halda uppi iþróttastarfsemi, þá verður ekki komizt hjá þvi að vera með i mótum. Sá höfuðverkur, sem fjármálin hafa verið á undanförn- um árum, er þvi liklegur til að vara, ef hann þá ekki versnar. I sambandi við iþróttamót er rétt að minna mótstjórnir og for- ráðamenn félaga á nauðsyn þess, að halda itarlegar skýrslur um allt það, sem fram fer og jafn- framt að senda þær til viðkom- andi aðila. Skriffinnskan er kannski stundum einum of, en rétt er að hafa i huga, að hún er þó einu sinni undirstaða heimilda og ritun iþróttasögu, er fram liða stundir. UTANBÆJARAÐILAR VILJA RÝMRI SKILAFREST GETRAUNASEÐLA Um nokkurt skeið hefur rikt óánægja meðal aðila úti á lands- byggðinni með framkvæmd sölu á getraunaseðlum og skilafrest. A ársþingi íþróttabandalags Isa- fjarðar, sem haldið var 6. desember, var samþykkt eftir- farandi ályktun. 22. ársþing ÍBÍ, haldið 6. des. 1972 , skorar á stjórn Getrauna að taka til greina þær kröfur íþrótta- félaga úti um land, varðandi inn- sigli, framgang og skilafrest, þótt scðlar berist til Reykjavikur eftir lokun þar. Ársþing ÍBÍ vill vekja athygli stjórnar Getrauna á, að samgöngur við isafjörð um vetr- artima eru eingöngu um flug og sjó. Varðandi samgöngur i lofti er það að segja, að oft iiggur flug niður i 5-7 daga samfellt vegna veðurs. i því tilfelli er ekki hægt að koma getraunaseðlum timan- lega til Reykjavíkur. Verði hins- vegar tekið gilt innsigli fógeta, lögrcglustjóra, hreppstjóra og eða banka, koma þessar reglur um skilafrest ekki til baga." Audýs endur Aðstoð við gerð auglýsinga. — Handrit að auglýsingum, sem Auglýsingastofu Tímans er ætlað að vinna, þurfa að berast tveim dögum fyrir birtingu. ÍNGOLFUR óSKARSS()N...markhæsti leikmaðurinn i 1. deild, sést hér taka vitakast gegn Ármann. Ingólfur hefur tckið 19 vita- |köst i islandsmótinu og skorað úr þcim öllum. (Timamynd Róbert). „Vildi frekar að Fram væri með 8 stig, heldur en að vera markhæstur” - sagði Ingólfur Óskarsson, fyrirliði Fram, en hann er markhæstur í 1. deild Ingólfur óskarsson, gamla landsliðskcmpan og fyrrver- andi fyrirliði landsliðsins i handknattleik, er nú mark- hæstur i islandsmótinu i hand- knattleik, hann hefur skorað :i:i mörk i 1. deild. Ingólfur, sem er fyrirliði Fram, sagði, að frekar vildi hann, að Fram væri með átta stig, heldur en að vcra markhæstur — það skipti hann engu máli, hvar hann væri á listanum yfir, markhæstu leikmenn. Öðru máli væri að gegna um lið hans Fram”. Markhæstu menn: Ingólfur Óskarsson, Fram Einar Magnússon, Viking Geir Hallsteinsson, FH Vilberg Sigtryggsson, Arm. Bergur Guðnason, Val Brynjólfur Markússon, IR Haukur Ottesen, KR Ólafur Ólafsson, Haukum Guðjón Magnússon, Viking Vilhjálmur Sigurgeirsson, 1R Hörður Kristinsson, Arm. Stefán Halldórsson, Vik. Björn Pétursson, KR Ólafur Jónsson, Val Björgvin Björgvinsson, Fram Páll Björgvinsson, Vik. Þórður Sigurðsson, Hauk. AgústSvavarsson, IR Agúst ögmundsson, Val Björn Jóhannesson, ÁRM Gunnar Einarsson, FH Gunnsteinn Skúlason, Val Sigurbergur Sigsteinss. Fram Ingólfur veit vel, hvað er að vera markhæstur, þvi að hann hefur verið markhæsti leik- maður íslandsmótsins mörg ár i röð. Hann á til dæmis enn markametið i 1. deild — skor- aði 122 mörk i einu móti og voru þá aðeins sex lið i 1. deild. Lék hann þá tiu leiki og skoraði að meðaltali 12 mörk i leik. Ingólfur á einnig marka- met i einum leik, hann skoraði þá 20 mörk. Við birtum hér lista yfir markhæstu leikmenn Islands- mótsins: Mörk skot stöng varið víti 33 48 2 7 19 31 52 7 6 12 30 43 4 4 ^ 8 27 37 2 5 13 25 39 0 8 12 25 41 3 7 1 25 43 5 3 6 21 31 1 5 15 ' 19 41 3 12 0 19 28 4 0 8 17 36 2 13 0 16 23 2 0 0 15 38 3 14 0 15 23 1 5 1 14 19 0 3 0 14 24 0 0 5 13 30 2 9 0 12 26 0 6 0 11 15 1 3 0 11 37 3 13 0 11 24 0 10 0 11 14 1 2 1 11 16 0 3 0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.