Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.12.1972, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Laugardagur 16. desember 1972 í hjnrUins lcynuni I hjartuns leynum eftir BARBÖRU CARTLAND, einhvern vinsælasta skáldsagnahöfund kvenþjóðarinnar í dag. Þetta er ástarsaga, sem gerist meðal brezks hefðarfólks og bandarískra auðkýfinga. Spyrjið einhvern sem las „Ást er bannvara“ í fyrra, eftir sama höfund. Það er bezta auglýsingin. AUSTURLANDAHRAflLESTIN er eftir Agöthu Christie og hana er óþarft að kynna. Þetta er flókin morðgáta, sem leysist ekki fyrr en á síðustu blaðsíðunum, og eins og venjulega kemur lausn gátunn- ar lesandanum algerlega á óvart. Fyrir þá sem vilja spennandi bók er þetta jólagjöfin HREYSIKÖTTURINN eftir E. PHILIPS OPPENHEIM Þetta er ekta karlmannasaga úr undir- heimum Lundúna. — Ungur maður, sem hefur verið í glæpaflokki er tekinn hönd- um við gimsteinarán og er settur í fangelsi. Honum þykir hann hafa verið svikinn, og þegar hann er látinn laus, einsetur hann sér að koma öllum fyrri félögum sínum undir lás og slá. Rætt við Pál Framhald af 13. slöu. greinds fundar i sumar, en hann tókst samt mjög vel upp. — Hvernig er hagur ykkar i heild miðað við starfsbræður ykk- ar á Norðurlöndum til dæmis? — Við höfum mjög dregizt aftur úr, hvað það Snertir. Hagur hár- skera á Norðurlöndum hefur farið verulega batnandi siðustu eitt, tvö ár, og i dönsku fagblaði, sem ég hef hér, segir, að nú liti þeir björtum augum á framtiðina og aö þeir hafi komizt yfir dýpstu lægðina. Þeir, sem haldið hafi erfiðleikana út á annað borð, muni koma til með að hafa það gott næstu ár. Sömu sögu er að segja i Sviþjóð, en i Noregi er það svo einkennilegt, að þar urðu þeir mjög litið varir við siða hárið. Norðmennirnir eru dálitið sér- stakir að mörgu leyti. Þeir eru lika efnaðri en við og hafa getað eytt miklum fjárhæðum i að aug- lýsa sig, en þeir fá prósentur af sölu snyrtivara frá heildsölum, sem þeir leggja i sérstakan sjóð. Karlmenn sinna ekki hárræktinni sem skyldi. — Það er liklega rétt að fletta enn upp á nýjum sálmum og spyrja þig, hvað þú hafir að segja um ræktun hársins, þvott og burstun, og eins hvort þú lumir kannski á einhverju sérdeilis góðu skallameðali. — Höfuðboöðin hjá okkur eru ekki aðeins til hárhreinsunar, heldur ekki siður til þess að gefa viðskiptavininum nudd um allt hárið og niður á háls, en það eyk- ur hárvöxtinn og örvar blóðrás- ina. Daglegt nudd á hár er afar nauðsynlegt, jafnvel þótt það sé gert heima, og tefur það fyrir hárlosi og jafnvel skalla. Annað er það, sem ég held, að menn geri sér margir hverjir ekki grein fyrir. Það er hversu hár- þvotturinn er mikilvægur. Að hárið sé þvegið nægilega oft og með þvi sápuefni eða sjampói, er hentar viðkomandi hári bezt. Það sézt vel á hári kvennanna, að þær leggja miklu meiri rækt við hárið og eru vandvirknari við umönnun þess, enda má segja, að aðstaða þeirra sé i flestum tilfellum betri til þess en karlmanna. Það vita allir, að hár karlmanna vill verða þurrara og slitnara heldur en hár kvenfólksins, sem velur rétt sjampó og hárnæringu og vinnur við hreinlegri störf. Maður, sem hefur feitt hár, verður að nota annað sjampó en sá, er hefur þurrt hár. Og sé um tiðan þvott að ræða, að setja næringu i hárið, þá flóknar það siður. Meðferð burstans hefur einnig mikið að segja. Hann þarf helzt að vera nokkuð mjúkur, en þeir hörðu burstar, sem sumir nota, eru stundum svo grófir, að þeir skaða hársvörðinn. Og það þarf að bursta hárið reglulega. Iláriö verður að geta „andað” — Að lokum Páll, hverju viltu slá saman i botninn á tunnunni? — Það verður að eiga sér stað algjör breyting á hári og hár- snyrtingu, og tala ég þar einkum um karlmennina. Hræðslan við hárskerann verður að hverfa. Við fylgjumst mjög með þvi, sem gerist helzt i hártizkunni i heiminum og getum innt okkar starf af hendi með prýði. Og til þess að láta hárið endast, verður að fara reglulega á rakarastofu og láta snyrta hárið, greipa það og klippa ef til vill aðeins örlitið af þvi. Eins og læknir nokkur sagöi við okkur á fundi, — það verður að klippa hárendana, til þess að hárið geti andað. Það er einnig stórt atriði, að við komumst i samband við viðskiptavininn, að hann láti okkur strax vita, hvern- ig snyrtingu hann vill fá. Óttinn við það, að við hár- skerarnir brjótum gegn vilja hans, verður að hverfa. Okkur varðar engu, hvort hárið skal vera sitt eða stutt, hlutverk okkar er aðeins að verða við beiðni við- skiptavinarins og veita honum eins góða þjónustu og unnt er. Engin hræðsla við hárskerann né glósur félaganna, burt með grýl- una. Hárið er eitt helzta prýði mannsins, ef vel er hirt, og þvi ber að sinna þvi að verðleikum. BROSIÐ Sltéhhmgm cílir KRismm «n)Mixi)SSo\ BROSIÐ eítir KRISTMANN GUÐMUNDSSON Saga þessi gerist í sjávarþorpi um síðustu aldamót. Hún greinir frá foreldralausum systkinum, er bjuggu þar á jarðarskika. Þessi saklausu börn verða svo tilefni til ýfinga milli ákveðinna hópa fólks í þorp- inu, svo af verður tvísýn barátta um örlög þeirra. Með þessari bók kynnumst við nýrri hlið þessa kunna og fjölhæfa höf- Arfleifd frumskógarios •,'fWíílá Arfleifð frumskógarins eftir SIGURÐ RÓBERTSSON Þetta er sjöunda bók þessa reynda rithöf- undar, og fjallar um nútímamanninn og viðleitni hans til að fylgjast með ham- skiptum tímans. Efni, sem hverjiun hugs- andi manni er ofarlega í sinni. — Þetta er því bók fyrir hugsandi fólk. Málsvari myrkrahöfðingjans Málsvari myrkrahöfðingjans eftir MORRIS L. WEST Morris L. West hefur þegar öðlazt stóran lesendahóp hér á landi, enda rithöfundur, sem til greina hefur komið við úthlutun Nóbelsverðlauna. — Áður hafa komið út á íslenzku þessar bækur hans: Gull og sandur, Babelsturninn, Sigurinn, og Fót- spor fiskimannsins. Fleiri eru væntanlegar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.