Fréttablaðið - 26.07.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 26.07.2004, Síða 6
6 26. júlí 2004 MÁNUDAGUR Metsala í dönskum uppeldisbókum: Foreldrar gerðir að féþúfu UPPELDI Áhyggjur danskra for- eldra af börnum sínum hefur greitt götuna fyrir „nýjan atvinnu- veg“ sem skilar milljónum í vasa uppeldissérfæðinga og rithöfunda. Gríðarleg aukning hefur orðið á undanförnum árum í sölu á sjálfs- hjálparbókum fyrir foreldra sem telja sig þurfa ráð sérfræðinga um allt sem viðkemur börnunum. Dion Sommer, prófessor í barnasálfræði við háskólann í Ár- ósum, segir að áhyggjufullir for- eldrar séu hafðir að féþúfu. Bæk- urnar og sérfræðingarnir hafi þau áhrif á foreldra að þeir verða sí- fellt áhyggjufyllri og óöruggari. „Þetta er löngu komið úr böndun- um,“ segir Sommer í viðtali við Berlingske Tidende. „Ekki síst í ljósi þess að kannanir sýna að dönsk börn hafa það í alla staði ágætt og búa við gott atlæti.“ Dæmi eru um að uppeldisbæk- ur seljist í meira en 200.000 ein- tökum, „Heilræðin í þessum bók- um eru oft meira en hæpin og tími til kominn að foreldrar fái að treysta á eigið hyggjuvit,“ segir prófessorinn. ■ Hart deilt um kerfisbreytingar Íbúðalánasjóður og Samtök banka og verðbréfafyrirtækja saka hver annan um ófagleg vinnubrögð. SBV segir breytingar á íbúðalánakerfinu ekki hafa verið nægilega vel unnar. Íbúðalánasjóður vísar gagnrýninni á bug. HÚSNÆÐISMÁL Hörð bréfaskipti hafa átt sér stað á milli Íbúða- lánasjóðs og Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja (SBV) vegna breytinga á húsnæðislána- kerfinu sem tók gildi 1. júlí. Aðil- arnir saka hver annan um ófag- leg vinnubrögð. SBV sendi Íbúðalánasjóði er- indi þar sem vinnubrögð Íbúða- lánasjóðs við framkvæmd breyt- inganna voru gagnrýnd meðal annars vegna tímasetninga í tengslum við þær. SBV segir að fjöldi fjárfesta hafi tapað fé vegna ónógrar kynningar og sak- ar Íbúðalánasjóð um ófagleg vinnubrögð. Íbúðalánasjóður hefur nú sent SBV svar við erindinu þar sem gagnrýninni er vísað á bug. Í bréfi segist sjóðurinn ekki muni sitja undir rangfærslum sem komið hafi fram í athugasemd- um SBV og segir SBV ekki hafa verið í „góðum tengslum við framgang viðskiptanna né það fólk sem raunverulega fram- kvæmdi skiptin“. Íbúðalánasjóð- ur segir vinnubrögð SBV ámæl- isverð. Árni Páll Árnason, lögfræði- legur ráðgjafi Íbúðalánasjóðs, segir að við skiptin hafi verið stuðst við ráðgjöf Deutsche Bank sem sé reyndasti fjárfest- ingabanki Evrópu. Hann segir að athugasemdir SBV snúi flestar að þáttum sem séu bein afleiðing ráðgjafar Deutsche Bank. Hann segist ekki hafa orðið var við óánægju með kerfis- skiptinguna hjá þeim sem vinna í því umhverfi. Að sögn Árna Páls voru tíma- setningar í kerfisbreytingunni ákveðnar af ríkisstjórninni og innan þess ramma hafi þurft að vinna. Um gagnrýni SBV segir Árni Páll að þær séu ekki byggð- ar á faglegum forsendum. „Miðað við aðstæður og þann skamma stíma sem til verksins var þá hefur þetta tekist afskap- lega vel og um það eru allir sam- mála sem vilja líta á þetta mál á faglegum forsendum en ekki með annarleg sjónarmið í huga,“ segir hann. Guðjón Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri SBV, er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs. „Við teljum þetta óskiljanleg við- brögð. Kjarni málsins sem við bentum á í okkar bréfi er sá að sökum ófaglegra vinnubragða og ónægrar kynningar báru margir smærri fjárfestar skarðan hlut frá borði. Þar er fyrst og fremst um að ræða fjölda einstaklinga í landinu sem á húsbréf en missti af þessu þriggja daga tímabili sem hann hafði til skiptanna,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is ÁSTRALÍA Alexander Downer, utan- ríkisráðherra Ástralíu, segir að hótanir evrópudeildar al-Kaída hryðjuverkasamtakanna um hryðjuverk í landinu verði teknar alvarlega þó stjórnvöld þar í landi ætli sér ekki að láta undan þeim. Í yfirlýsingu, sem birt er á vefsíðu íslamskra samtaka að nafni Tawhid, er Ítölum og Áströlum hótað árásum dragi þeir ekki her- lið sitt heim frá Írak. Downer segir að þó að samtök- in séu óþekkt hafi hótun frá þeim engu að síður birst á netinu og því beri að taka hana alvarlega. Hann segir einnig að þjóðir heims verði að horfast í augu við hryðju- verkaógnina og að menn þurfi stöðugt að vera vakandi gagnvart henni. Í síðustu viku hótuðu samtökin árásum á Búlgaríu og Pólland dragi þau ekki herlið sitt frá Írak. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Vopnaður maður var handtekinn áAkureyri á föstudaginn. Hvernig vopn bar maðurinn? 2Hvað heitir forstjóri Samskipa erlendis? 3Sunna Gestsdóttir setti Íslandsmet umhelgina á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Í hvaða grein? Svörin eru á bls. 22 GUÐJÓN RÚNARSSON Framkvæmdastjóri Samtaka banka og verð- bréfafyrirtækja er undrandi á viðbrögðum Íbúðalánasjóðs við gagnrýni samtakanna. ÁRNI PÁLL ÁRNASON Lögmaður Íbúðalánasjóðs segir gagnrýni Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja ekki byggja á málefnalegum forsendum. REYNT AÐ SLÖKKVA Miklir skógareldar geisuðu í Suður-Frakk- landi um helgina og þurftu um tvö þúsund manns að yfirgefa heimili sín. Suður-Frakkland: Miklir skógareldar FRAKKLAND,AP Um þrjú þúsund hektarar af skóglendi brunnu og um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna mikilla skógarelda norður af Marseille í Frakklandi um helgina. Þrír slökkviliðsmenn slösuðust við vinnu sína þar af tveir þegar þeir fengu á sig vatn sem sleppt var úr flugvél. Hvassviðri var töluvert á þessum slóðum og náði eldurinn því að breiðast fljótt út. Flugvélar og þyrlur voru notaðir í slökkvi- starfinu sem um sextán hundruð manns komu að. ■ ÓK ÖLVAÐUR ÚT AF Ökumaður á miðjum aldri var fluttur á slysa- deild eftir að hann ók út af Hnoðra- holtsbraut í Garðabæ um fjögur- leytið í fyrrinótt. Maðurinn slasaðist lítið en bíllinn er mikið skemmdur eða jafnvel ónýtur. Hann er grunað- ur um ölvun við akstur. DATT OG LENTI UNDIR BÍL Kona var flutt á sjúkrahús eftir að hún lenti undir afturhjóli bíls í Land- sveit í gær. Atvikið átti sér stað á vegslóða eftir að konan féll í jörðina með þeim afleiðingum að hún lenti undir bílnum. Konan er talin viðbeinsbrotin. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR HUNDAR Í BÚRI Breskur dýraverndunarsinni hvatti til aftöku á vísindamönnum er stunduðu tilraunir á dýrum. Dýraverndunarsinni: Hvatti til aftöku BRETLAND Einn virtasti ráðgjafi tveggja helstu baráttuhópa fyrir réttindum dýra í Bretlandi olli miklu fjaðrafoki um helgina þegar hann hélt því fram að hægt væri að bjarga lífi milljóna dýra með því að taka af lífi vísindamenn sem störf- uðu í líftækniiðnaðinum. Í viðtali við breska blaðið The Observer sagði hann að ofbeldi væri hluti af baráttunni gegn kúg- un. „Ef eitthvað slæmt kemur fyrir þá sem gera tilraunir á dýrum mun það draga úr áhuga annarra til að gera hið sama,“ sagði hann. ■ Staðbundnir Rúmenar: Meinað að fara úr landi BÚKAREST, AP Tæplega milljón Rúmenum hefur verið meinað að yfirgefa landið það sem af er ár- inu. Flesta skortir fé til ferðalaga en ferðalangar þurfa að sýna fram á að þeir eigi að minnsta kosti hundrað evrur, andvirði tæplega níu þúsund króna, fyrir hvern dag sem þeir ætla sér að ferðast innan landa sambandsins. Mörgum var meinuð brottför vegna þess að þeir voru ekki með sjúkratryggingu eða vegna gruns um að ætla að stunda ólöglega vinnu. Rúmenía hefur sóst eftir aðild að ESB árið 2007 en þarf að taka á ólöglegum innflytjendum fyrst. ■ Al-Kaída hótar stjórnvöldum í Ástralíu: Taka hótanir alvarlega ÁRÁSUM HÓTAÐ Evrópudeild al-Kaída hótar hryðjuverkum dragi Ástralar ekki til baka herlið sitt frá Írak. 06-07 25.7.2004 22:52 Page 2

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.