Fréttablaðið - 26.07.2004, Side 21

Fréttablaðið - 26.07.2004, Side 21
Skagamaðurinn Grétar RafnSteinsson skrifaði í gær undir tveggja og hálfs árs samning við svissneska liðið Young Boys. Grétar Rafn mun fara til Sviss um áramótin þegar samningur hans við ÍA rennur út. Grétar Rafn hefur lengi verið orð- aður við félagið og var nálægt því að ganga liðs við það í lok maí. Það fór hins vegar út um þúfur þar sem Skaga- menn vildu fá of mikinn pening fyrir hann og því mun Grétar Rafn klára tímabilið með Skagamönnum og halda síðan til Sviss eftir að því lýkur. Landsliðsmaðurinn Jóhannes KarlGuðjónsson er laus allra mála hjá spænska liðinu Real Betis og er frjálst að semja við önnur lið án af- skipta félagsins. Jóhannes Karl átti eftir þrjú ár af samningi sínum við Real Betis en náði samkomulagi um starfslok. Jóhannes Karl kom til Betis frá hollenska liðinu Wa- alwijk sumarið 2001 og kostaði 5 milljónir punda. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 23 24 25 26 27 28 29 Mánudagur JÚLÍ MÁNUDAGUR 26. júlí 2004 21 Laugavegi 26, Kringlunni og Smáralind *þú velur einn disk í kaupbæti Heitasta Kauptu eina af þessum heitu geislaplötum og fáðu vinsælustu útilegutónlist síðasta sumars... FRÍTT! sumartónlistin * ÍÞRÓTTAFRÉTTIR ■ ■ LEIKIR  20.00 Fylkir og Grindavík mætast á Fylkisvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  20.00 FH og Þór/KA/KS mætast á Kaplakrikavelli í Landsbankadeild kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  15.20 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Sýnt frá úrslitaleik Brasilíu og Argentínu í Suður Ameríku- bikarnum í fótbolta sem fram fór í gærkvöld.  16.20 Fótboltakvöld á RÚV.  16.40 Meistaramót Íslands á RÚV. Sýnt frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Laugardalsvelli um helgina.  17.00 Champions World á Sýn. Sýnt frá leik Manchester United og Bayern München í Champions World-mótinu í fót- bolta sem fram fór í gærkvöld.  19.25 Íslensku mörkin á Sýn.  19.45 Landsbankadeildin á Sýn. Bein útsending frá leik Fylkis og Grindavíkur í Landsbankadeild karla í fótbolta.  22.00 Inside The US PGA Tour 2004 á Sýn.  23.15 Champions World á Sýn. Bein útsending frá leik Celtic og Liverpool í Champions World- mótinu í fótbolta. Michael Schumacher: Fáránlegir yfirburðir FORMÚLA 1 Þýski ökuþórinn Michael Schumacher kom fæstum á óvart þegar hann kom fyrstur í mark í Formúlu 1 kappakstrinum á Hoc- kenheim-brautinni í Þýskalandi í gær. Sigurinn var hans ellefti í tólf keppnum það sem af er þessu ári og var aldrei í hættu, sérstaklega ekki eftir að Finninn Kimi Raikkonen, sem ekur fyrir McLaren, keyrði út af á 13. hring en hann virtist vera sá eini sem gat ógnað Schumacher. Bretinn Jenson Button á BAR kom annar í mark en hann vann sig upp úr 13. sæti í byrjun keppn- innar. Spánverjinn Fernando Alonso á Renault kom síðan þriðji í mark og fjórði varð Skotinn David Coulthard á McLaren. ■ MICHAEL SCHUMACHER Enn einn sigurinn bættist í safnið hjá hon- um í Þýskalandi í gær. 44-45 (20-21) Sport 25.7.2004 21:07 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.