Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 15
Hún gerir það svo dyggilega að ég verð að smyrja þykkt svo eitthvað verði eftir, sem hand- festa er i. Annars eru það minar sælustu stundir þegar hlutverka- skipun riðlast og hún hvessir sig. Þá er ég filósófinn i hásætinu, maðurinn með stáltaugarnar. En hún er bara þvi miður of fljót að átta sig og snaka sér aftur i sitt hlutverk — Og þið eigið þennan eina son? — Hann á sig sjálfur, þessi herramaður. Hann heitir Jón Gauti i höfuðið á ömmu Jónu og afa Jóni. Við erum aðeins tima- bundnir leiðbeinendur hans i tæknitrylltum heimi. Annars kennir hann okkur á þessu aldursskeiði meira en við getum kennt honum. Við erum með hans sjónfærum alltaf að endurheimta sitthvað i umheiminum, sem van- inn hafði þokað i skuggann. Fyrir ofan vinnuborðið, háfætt teikniborð, er stór mynd af Beet- hoven og ljós skin á hana dag og nótt. — Þú hefur sýnilega mætur á Beethoven eins og fleiri. — Ojá — og ekki svo litlar. Annars hefur myndin þann kost að maður hugsar a.m.k. ekki eins og svin rétt á meðan maður horfir i augun á honum.Horfðu. — Ég þarf þess ekki. — Þú verður áreiðanlega rit- stjóri á endanum — Hvernig likar þér það hlut- skipti að vera hættur að skrifa og farinn að vinna á safni? — Það er ekki um neitt að velja. Ég þarf að lifa og búa i húsi eins og annað fólk. Annars geri ég ráð fyrir að annarhver maður i landinu stundi ekki nákvæmlega það starf, sem hann helzt kysi sér. — Þú hefur sem sé engan tima til að semja. — Ekki nema með þvi aö van- rækja konu og barn. Þá hefði ég ofurlitinn tima — i eitthvert kák. Það eru margir að hætta — og fleiri þegar hættir. — Nú er byrjað að þýða þig á austantjaldsmál. Hefurðu ekki hug á að koma bókunum á fram- færi á Vesturlöndum? Jóhannes Helgi. Gömul mynd ai skáldinu, tekin um það bil sem hann vann að Húsi málarans, en svo nefndist fræg bók hans um Jón Engilberts, listmálara. Konumynd úr Allra veðra von, eftir Jóhannes Helga. Myndina gerði Jón Engilberts. — Það er tilgangslaust að reyna það meðan Halldór Laxness er á dögum. Þýðendur læsir á islenzku á Vesturlöndum eru ekki fleiri en svo, að þeir eiga fullt i fangi með einn virkan höfund. Við erum svo einangrað samfélag málfarslega, að þess eru engin sambærileg dæmi i hin- um svokallaða menntaða heimi. Ég held að menn geri sér ekki ljóst hver fjötur um fót þetta er okkur. Ég skildi það ekki til fulls fyrr en fyrir nokkrum árum þegar ég skrifaði á ensku ávarp til Ho Chi Minh og birti i islenzku blaði, svona i briarii. Tveim mánuðum seinna var það komið á vietnömsku — á mál þjóðar i striði, birtist i afmælisblaði um Ho sjötugan — og vinir hans sendu mér gjöf, sem ég met mjög mikils. Hváð heldurðu að það hefði verið mörg þúsund ár á leið- inni, ef ég hefði skrifað það á islenzku. Ég óttast að ef ekki verði undinn bráður bugur að þvi að mennta útlendinga við háskól- ann gagngert til að þýða islenzkar bókmenntir, þá verði þess ekki langt að biða að islenzkir höfundar fari aftur að skrifa á öðrum málum, eins og gerðist fyrr á öldinni — og þá yrði fram- hald á þvi og ekki aftur snúið. Þróunin i veröldinni sæi fyrir þvi, alþjóðahyggjan. Heinesen væri t.d. óþekktur maður og sennilega blásnauður, væri hann ekki hrein- lega dauður, ef hann ekki skrifaði á dönsku. — Nú hafa höfundar hér heima kvartað undan gagnrýnendum hér og borið þá þeim sökum að þeir þjóni einhverju allt öðru en bókmenntunum i landinu með skrifum sinum. — Égþarfekkertaðkvarta. Ég hef bæði fengið oflof og nið, og meira að segja verið reynt að fá mig dæmdan i háar fésektir fyrir eina bókina, þannig að þetta jafnast upp. Það versta við gagnrýnendur hér er að það er ekkert gagn af þeim að hafa, ein eða tvær undantekningar kannski. En það er bót i máli að það sem maður heyrir utan að sér frá venjulegu óvitlausu fólki um bækur, segir manni nokkurn veginn það sem maður þanf að vita. Lestarkvöðin, sem hvilir á gagnrýnendum hér siðustu mán- uöi ársins, nær ekki nokkurri átt, þeir melta hreinlega ekki þessa bókastafla, sem ekki er von, og það sem menn ekki melta verður að óþverra i þeim og siðan i blöð- unum. Og þvi neyðast þeir sér til hægri verka að búa sér formúlu, einskonar skapalón, sem þeir spenna fyrir augun og falli inni- hald bóka ekki þétt i þennan ramma, þá verða þeir ókvæða við, sem von er, dauðþreyttir vansvefta mennirnir. Skapalónið sem Olafur á Visi notar um þessar mundir er sænsksmiðað — og hann gaf Arna Bergmann kópíu af þvi. Jóhann Hjálmarsson þáði það ekki, enda hefur hann gert meira en að reyna að vera skáld, hann hefur skrifað bækur og þorað að gefa þær út, og ég fæ ekki betur séð en hann taki ólafi og Árna langt fram um tvo veiga- mikla hluti, skrif hans eru ekki klisjuskrif og hann gerir sér far um að vera sanngjarn og ætlar sér af, skrifar sumsé eins og siðaður maður. — Bókaútgefendur hafa haldiö þvi fram að gagnrýnendur hafi hreinlega drepið bækur fyrir sér. — Ég hef ekki trú á,að þeir geti drepið aðrar en þær, sem hefðu drepizt hvort eð er. En þeir geta flýtt gangi mála á báða vegu. þvælzt fyrir góðri bók i bráð — en engu umbreytt i lengdinni. Það var stundum ekki mikið mark takandi á bókmenntaskrifum Bjarna frá Hofteigi, ekki svo að skilja, að ég hafi þurft að kvarta undan umsögn hans, siður en svo, en það var stundum engu likara en umsagnir hans gætu oltið á þvi hvernig stóð i bólið hans þegar bækur bárust honum. En Bjarni var sannleiksleitandi eldsál, alltaf skemmtilegur, alltaf snerpa i framsetningunni, oft geniall. Þess vegna fyrirgáfust honum mörg klámhöggin. Það er færni Bjarna sem þá Ólaf og Arna vantar svo sárlega, fyrir utan heiðarleikann, það er þessa til- hneigingu til að draga fjöður yfir kosti bókar — en blása út gallana — og öfugt, allt eftir þvi hver höfundurinn er. Ólafur t.d. er sljór penni, hann geldir alveg blygðunarlaust og forstikkaöur orð og orðasambönd með ofnotkun, rétt eins og hver annar ótindur málsóði. Þetta er auð- vitað greindarskortur. Um það er engum blööum um að fletta. Og nú er búið að sparka þessum manni uppávið, fá honum sæti i dómnefnd Norðurlandaráösverð- launanna, mann sem ekki gat skrifað smásögu og varð að athlægi fyrir, ég á við delluna um Hausinn,sem fór til tunglsins. Þaö er kannski til of mikils mælzt að bókrýrnar geti skapað sjálfir og færi þannig sönnur á, að þeir viti um hvaða starf þeir séu að fjalla, en maður hlýtur að tortryggja þá þeirra,sem hafa reynt það og heykzt á þvi — enda sýnir reynslan af Ólafi að full ástæða er til tortryggni, að annarlegar hvatir ráði ekki svo litlu I skrifum hans. Aftur á móti hef ég ekkert á móti hinu að svo kallaðar bókmenntamafiur séu i gangi, kjaftaklúbbarnir: hitt er var- hugavert að svona menn nái tangarhaldi á fjölmiðlum. Að lokum, Jóhannes. Þú hefur bannað útlán á þremur siðustu bókum þinum. Hefurðu hugsað þér að halda þessu áfram. — Já — svo lengi sem forsend- an fyrir banninu blifur. Það er idjótiskt að kosta stórfé til aö framleiða vöru til sölu og liða siðan söfnum að aka vörunni heim að húsdyrum fólks ókeypis. Bækur eru ekkert annað en vara — og skili framleiöslukostnaður- inn sér ekki, gerist annaö tveggja: framleiðslan stöðvast — ellegar farið verður að svikja vöruna. Jónas Guðmundsson. Brunalúöurinn úr Svartri messu, eftir Jóhannes Helga. Myndin er ein af 12 myndskreytingum I rússneskri þýöingu bókarinnar, Vladimar Alekseev myndskreytti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.