Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 24

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 1, april. 1973 og ensku signorinuna. — Eruð þér móöir Candid? — Rob var kominn til þeirra. — Faöir Rossi, ég er hræddur um, að Caddie hafi gefiö yður ranga hugmynd. — Rob virtist þekkja alla og einnig arciprete, en þar hitti Rob, mann, sem ekki brosti til hans. — Signor, hún hefur gefiö mér svo ljósa hugmynd, að slikt er eins dæmi, svaraöi faöir Rossi. — Viö erum ekki kaþólsk og höfum þvi ekki rétt til þess aö valda yður ónæöi. — Sérhvert barn hefur rétt til þess að leita til min. Faðir Rossi hélt enn um öxlina á Caddie. 1 hinni siðu hempu virtist faðir Rossi milu hærri en Rob, og hljómmikil rödd hans barst niöur veginn. Smáþyrping myndaðist kringum þau. Þarna var bersýni- lega ekki verið að ræða um daginn og veginn. — Litið á þessa telpu, sagði faðir Rossi. — Sjáið, hvernig hún er á sig komin. — Fanney — Fanney var orðin eldrauð i framan. — Sjáið, hvernig hún er á sig komin, og hún segir mér, að það sé önnur lika. Tvær litlar telpur að svelta sig til þess að reyna að koma vitinu fyrir ykkur. — Einn i hópnum þýddi orð prestsins fyrir hina. Þarna var stúlkan, sem afgreiddi bensinið, tveir bifvela- virkjar, af bilaverkstæðinu, afgreiðslufólkið úr buðunum, og einnig höfðu nokkrir ferðamenn numið staðar. Það fór kliður um hópinn. — Menn lýstu aðdáun sinni á Caddie og gremju i garð Robs og Fanneyjar. Faðir Rossi heyrði kliðinn, og hann lækkaði röddina, þegar hann sagði við Fanneyju. — Þér eruð ekki kaþólsk, signora, en ég ætla samt að stinga upp á þvi við yður að ganga inn i kirkjuna mina, krjúpa þar og hugleiða það, sem þér eruð að gera. — Fanney hörfaði aftur á bak I áttina til Robs. — Krjúpið þar og hugleiðið það, áður en það er um seinan sagði faðir Rossi. — Farðu strax inn i bilinn, Caddie. Tafarlaust, sagði Rob. Caddie stóð beygur af þögninni. Ekkert þeirra mælti orð frá vörum. Hún sat ein I aftursætinu, og Rob ók svo hratt, að hún hossaöist upp og niöur og kastaðist til hliðar. Fanney drúpti höfði. Rob horfði beint fram á veginn. Hann stöðvaði bilinn við hliðið á sveitasetrinu, en ók ekki inn fyrir. — Ég ætla til Riva, sagði hann — Viltu koma með? — Fanney hristi höfuðið, og hann teygði sig og opnaði dyrnar fyrir hana. Aður en hún steig út úr bilnum, tók hann undir hökuna á henni, lyfti upp andliti hennar og þau horföu hvort á annað. Caddie bjóst viö, að hann segði eitthvað mikilvægt, en hann mælti aðeins — Ég þarf að sima til Renatos til þess aö fá einhverja peninga. Caddie sá, að varir Fanneyjar titruðu, en hún sagði ekkert, og Rob sleppti henni. Hann teygði sig aftur og opnaði dyrnar fyrir Caddie. —,,Farðu“út, sagði hann jafnstuttarlega, og þegar hann sagði,Farðu inn.'Caddie skildi, að hún var ekki ein af fjölskyldunni. Hann skellti aftur hurðinni og ók burt i rykmekki. — Fanney fór inn. Þennan dag, sem hafði verið lengi að liöa, höfðu verkirnir ágerzt, og nú vissi hún, af hverju þeir stöfuðu. Hún fór inn i bað- herbergið, og þegar hún kom út aftur, gekk hún fram hjá Caddie án þess að tala við hana. Caddie heyröi, að hún opnaði skúffur og gekk fram og aftur um svefn- herbergið, en siðan varð þögn. Caddie ýtti á hurðina. Herbergið var ólæst, og Caddie leit inn. Fanney lá á grúfu þversum i rúminu. Göturnar hjá höfninni i Riva voru mannlausar. Það var óvenjuheitt og mollulegt. Fólkið hafði annað hvort fengið sér sið- degisblund, farið niður að strönd- inni eða leitaö sér að svala i veit- ingahúsunum. Rob skildi bilinn sinn eftir og settist á bekk i for- sælu af grátvið, en hann gat ekki hugsað um annað en uppnámið i Malcesine. Hann gat ekki einu sinni reykt, heldur sat með oln- bogana á hnjánum og hélt um höfuð sér, meðan hann starði á rykið með smásteinum á við og dreif. Hann sá andlit Caddiar fyrir hugarsjónum sinum. Og andlit Fanneyjar. — Vesalings anginn, muldraði hann — Vesa- lings anginn, þó að hann vissi ekki við hvora þeirra hann átti. Ef til viil átti hann við sjálfan sig. Veslings anginn. Hugh, Caddie og Pia bættu öll gráu ofan á svart. Þetta gekk of langt. Þegar hann hugsaði um hungurverkfallið, fóru kippir um varir hans, eins og þegar hann leiddi hugann að Hugh og Giuliettu, en undir bjó nistandi sársauki. Hann mundi, hvað Pia hafði verið létt og beinin smá undir hendi hans. Það var svipað og að berja fugl, þó að hann segði annað við Fanneyju. Pia haföi aldrei fyrr verið barin . Hann fylltist gremju. Það hefði aldrei átt að draga þau inn i þetta, hugsaði hann, en mundi um leið, að það var hann sjálfur, sem hafði gert það, og hann stundi þungan. Hugh og Pia voru nógu erfið, en þegar Caddie greip til sinna ráða, vandaðist málið. Það varCaddiesemopnaðiaugu min, hugsaði Rob. Mér var það ljóst, um leiö og ég sá þessa klaufalegu, fávisu telpu á grasflötinni. Þau sigruðu sama daginn, sem þau komu, hugsaði Rob. Hann vissi ekki, hve lengi hann sat á bekknum. Loftið var orðið dálitið svalara, og það tók að lifna yfir borginni. Snögg vindhviða feykti til blöðunum á grátviðnum og þyrlaði upp ryki. 1 fjarska kvað við þruma, einhvers staðar i nánd við Brennerskarðið. Siðan varð allt hljótt. Það er orðið miklu svalara, hugsaði Rob — Að lokum rétti hann úr sér, kveikti sér I sigarettu og reykti. Það hafði færzt yfir hann ró, en hann var enn hugsi. Hann kveikti sér i annarri sigarettu, en fleygði henni burt, stóð á fætur og hristi herðarnar um leið og hann lagaði jakkann sinn. Siðan labbaði hann af stað til pósthússins og bankans. — Manna, Caddie fannst hún vera búin að standa heila klukku- stund, fyrir utan svefnherbergis- dyrnar. — Mamma — Ertu lasin, mamma? — Mamma! kveinaði Caddie — Þá leit Fanney upp. Hún fann, hvað Caddie var angistarfull og iðrandi. Ellefu - tólf ára aldurinn er erfiður, hugs- aði Fanney. Börnin eru enn of ung til að skilja, en of gömul til þess að veita ekki neitt. — Þú hefur ekki drýgt glæp, sagði Fanney. — Þú þarft ekki að vera svona á svipinn — En Fanney hafði ekki mikla meðaumkun afgangs. Hörundið var þvalt, dökkir baugar undir augunum, og hún hafði sára verki, en sársaukinn, sem vonbrigðin ollu henni, var ekki minni. Hin leynda von var horfin. Ég hef haft fram yfir. Það er allt og sumt. Guði sé lof fyrir, að ég minntist ekki á þetta við Rob. Það er ekkert annað en það, að ég hefði næstum þrjár vikur fram yfir. — Hlauptu burt, sagði Fanney — En mamma. — 1 guðs bænum lofaðu mér að vera i friði, Caddie. Ég verð að fá að vera i friði. Fanney stóð upp... hljóp niður stigann og út i garðinn. Caddie elti og horfði á hana. Þegar eitthvað kom Fanneyju úr jafnvægi i Stebbings og hún varð að hafa taumhald á tilfinningum sinum, hvort sem lafði Candida hafði reitt hana til reiði, slæmar fregnir borizt, eða þegar dýra- læknirinn svæfði Bracken, fyrir- rennara Dannys svefninum langa, þá hafði Fanney verið vön að fara út i garðinn, ganga fram og aftur undir gamalkunnum trjánum og meðfram öllum blómunum sinum. Hún þreifaði á þeim, eins og snertingin við náttúruna róaði hana og sefaði reiði hennar og sorg. Fanney gerði hið sama nú. Caddie horfði á, meðan Fanney reikaði meðal blómanna og strauk krónur þeirra með fingrunum. Hún þreifaði á sprungnum berkinum á oliutrénu, en forðaðist tréð, þar sem Celestina hafði hengt fugla- búrin sin. Hún nam staðar hjá lilju og bygði sig til þess að slita upp rósmarinjurt. Samt var eins og hún gæti ekki jafnað sig. Hún gekk álút eins og hún hefði fengið högg. Hún hélt áfram að ganga um garðinn og handleika blóminn. Caddie gat ekki afborið lengur að horfa á hana. Hvað hafði hún eyðilagt, þegar hún fór að finna föður Rossi? Loks reikaði Caddie i öngum sinum niður að naustinu? Fortuna var i litlu höfninni bundinn viðgamlan árabát. Aðal- seglið var vafið saman. Mario og Hugh voru hvergi sjáanlegir. Caddie gekk fram á bryggjuna en nam skyndilega staðar. Hún heyrði mannamál. Það voru barnaraddir. Það virtist glatt á hjalla. Kliðurinn barst út úr naustinu, og milli blómanna og laufskrúðsins á girðingunni kringum naustið sá Caddie grilla i eitthvað kirsuberjarautt. Það var kjóllinn hennar PIu. Það var 1374 Lárétt 1) Risi.- 6) Útibú.- 8) Op,- 10) Endir,- 12) Eins,- 13) Stafur,- 14) Hraði.- 16) Gutl,- 17) Afsvar,- 19) Snúna.- Lóðrétt 2) Tré.- 3) Drykkur,- 4) Hár,- 5) Maður,- 7) Hirzlu.- 9) Svar,- 11) Styrktarspýtu.- 15) Fljót.- 16) Mjúk.- 18) Þingdeild,- Ráðning á gátu No. 1373. Lárétt 1) ísnum.- 6) Inn,- 8) Tif,- 10) Nýr,- 12) Óð,- 13) TU.- 14) Rak,- 16) Man,- 17) Asi.- 19) Attir. Lóðrétt 2) Sif.- 3) NN,- 4) Unn,- Stóra,- 7) Grund,- 9) Iða,- Ýta,- 15) Kát,- 16) MII,- ST,- 5) 11) 18) li II mml I £1$ SUNNUDAGUR |!| 1. apríl £j£ 8.00 MorgunandaktSéra Sig- :$•;£ urður Pálsson vigslubiskup :££! flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir og veðurfregnir £;£ 8.15 Létt morgunlög Spánsk- ££ ir, búlgarskir og irskir lista- ££; menn flytja lög frá löndum ££!; sinum. ;££ 9.00 Fréttir. Útdráttur úr ;££; forustugreinum dagblað- ££; anna. :£;£ 9.15 Morguntónleikar. (10.10 ;££ Veðurfregnir). a. Frá al- £;£ þjóðlegri orgelviku I Nurn- £!;£: berg i fyrra: 1: Partita III ££ eftir Johann Wilhelm Hert- ££ el. Kurt Hausmann leikur á £*£ óbó og André Luy á orgel. 2: ££; Prelúdia og fúga i G-dúr eft- ;££ ir Johánn Sebastian Bach. £;£ André Luy leikur. b. ,,Te ££: Deum” eftir Georg ££ Friedrich Hándel. Flytjend £!;£ ur: Janet Wheeler, Eileen ££ Laurence, Frances Pavlid- ££ es, John Ferrante, John £!;!;!; Dennison og kör og hljóm- ;££ sveit Telemann tónlistarfé- ££ lagsins i New York: ££; Richard Schulze stj. c. £!£ Strengjakvartett i B-dúr op. ££ 130 eftir Ludwig van Beet- ££ hoven. Amadeus-kvartett- ££ inn leikur. ££ 11.00 Messa i Dómkirkjunni ££; Séra Jón Auðuns dóm- £!£ prófastur setur nýkjörinn £!£ prest safnaðarins, séra Þóri ££ Stephensen, inn i embætti. ££; Séra Þórir prédikar. Organ- ££ leikari: Ragnar Björnsson. ££ 12.15 Dagskráin. Tónleikar. ££; 12.25 Fréttir og veðurfregnir. :££ Tilkynningar. Tónleikar. :££; 13.15 Afrika, — lönd og þjóðir ££ Haraldur Ólafsson lektor ££!; flytur annað hádegiserindi £;£ sitt. ££ 14.00 Könnun á hafnargerð við ££: Dyrhólaey Páll Heiðar ££ Jónsson stjórnar þættinum ££ og ræðir við Aðalstein ££: Júliusson vita- og hafnar- ££ málastjóra, Einar Einars- ££ son bónda á Skammadals- ££ hól, Guðmund Eyjólfsson £;!;! bónda á Syðra-Hvoli, dr. ££; Gunnar Sigurðsson verk- ££ fræðing, Gunnar Stefánsson ££ bónda I Vatnsgarðshólum, ££ Hannibal Valdimarsson £;£ samgönguráðherra, séra £|: Ingimar Ingimarsson i Vik, ££ Ingólf Jónsson alþingis- £;£ mann, Sigurbjart Guðjóns- ££ son oddvita i Hávarðarkoti, ££; Svein Einarsson bónda á ;;!;!;!;; Reyni og Þórarin Helgason £;!; frá Þykkvabæ. ££ 15.00 Miðdegistónleikar: Frá ££! erlendum útvarpsstöðvum ;££ a. Promenade — hljómsveit ;!£! hohenzka útvarpsins leikur !;!;!;;!; verk eftir Chabrier, Delibes ££; og Saint-Saens. Gijsbert £;£ Nieuwland stj. b. Frá tón- ££; leikum sinfóniuhljómsveit- :;!;!;!;! arinnar i Frankfurt am ££; Main i október s.l. Einleik- ;!;!;!;!; ari á pianó: Maurizio ££ Pollini. Stjórnandi: Carl £;! Melles. 1: Forleikur að ££ óperunni „Evryanthe” eftir ££: Weber. 2: Pianókonsert nr. ££ 2 i f-moll eftir Chopin. 3: ;££ Melódiur fyrir hljómsveit ;;;;!;:;: eftir Ligeti. 4: Sinfónia nr. 5 £:£ ■ B-dúr eftir Schubert. ;££ 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. ££: 17.00 Úr riti Markúsar Lofts- ££; sonar um jarðelda á tslandi £;£ Bergsteinn Jónsson lektor £;£ íes. :££ 17.30 Sunnudagslögin :££ 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. :££ Tónleikar. Tilkynningar. £! 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá ££: kvöldsins. !£ 19.00 Fréttir. Tilkynningar ;!;!;!;!; 19.20 Fréttaspegill £!; 19.35 LátUm þeim hörmung- !£;!;! um linna Bjarni Bjarnason ££! læknir flytur erindi um ;££ skaðsemi tóbaksnotkunar. ;!£ 19.55 Frá tóntistarhátið Norð- £ urlanda s.l. vetur Þorkell £; Sigurbjörnsson kynnir verk ;!;!£; eftir Lars-Johan Werle, !;£ Eero Sipila og Jón Asgeirs- !;!;!;!;! son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.