Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 01.04.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Sunnudagur 1. aprll. 1973 Sunnudagur 1. aprll. 1973 Atlantshafssprungan flutti sig yfirGrænland LEÓ KRISTJÁNSSON heitir ungur visindamaður, sem i siðasta mánuði lauk doktorsprófi i jarðeðlisfræði við Memorial University of Newfound- land i St. Johns. Doktorsritgerð hans fjallaði um bergsegulmælingar, sem hann hefur gert á íslandi, Grænlandi og Baffinslandi til að gefa visbending- ar um aldur berglaga, landrek, og hreyfingar segulskautanna. Efni þessi eru ætið mjög forvitnileg, og þvi þótti okkur vel við hæfi að heimsækja Léó á Raunvisindastofnun Háskólans, þar sem hann er nú við störf. Leó er kvæntur Elinu ólafsdótt- ur, en hún lauk magisterprófi i lifefnafræði frá Memorial Uni- versity um svipað leyti og Leó lauk sinu námi. Þess má til gam- ans geta, að á aðfangadag 1970 fæddist þeim hjónum sonur, sem skirður var Kristján. Mun hann að likindum vera fyrsti tslending- urinn, sem fæðzt hefur á Nýfundnalandi i tæp eitt þúsund ár. Er við höfum komið okkur fyrir á vinnustofu Leós á Raunvisinda- stofnun, gefum við honum orðið til aö segja frá rannsóknum sin- um og námi. — Er fór til Nýfundnalands 1969 og hélt þá áfram námi i jarð- eðlisfræði, við eðlisfræðideild háskólans þar, sem heitir Memorial University of New- foundland, og er i St. Johns. Ég hafði áður heyrt, að prófessor þar, Deutsch að nafni, væri mjög þekktur á þvi sviði, sem ég haföi áhuga á að fullnuma mig á, þ.e.a.s. bergsegulmælingum, svo aö ég afréð að skrifa honum, og spyrja hvort pláss væri fyrir mig þar, og fékk þaö svar, að ég skyldi bara koma. Nú svo fór ég, að visu meö hálf- um huga, þvi aö maður hafði heyrt ýmsar sögur um þetta land, t.d. frá mönnum, sem þarna höfðu verið á togurum, en það kom þó fljótt i ljós, að þetta var ósköp svipað og hér. Veðurfarið er t.d. svipaö, ibúafjöldinn álika, stærð landsins og loftslag, mennt- un og atvinnuhættir, — allt er þetta svipað og það, sem maður átti að venjast. Ég kunni þvi ágætlega við mig, þarna var sam- félagið alls ekki eins mikið aftur úr og maöur hefði getað gert sér i hugarlund af þvi, sem ég hafði heyrt áður en ég fór. Bergsegulmælingar Ég var þarna svo næstu tvö árin við nám, og vann þá að ritgerö um efni, sem hét: Bergsegulmæl- ingar á Grænlandi, Baffinslandi og tslandi. Við samningu ritgerðarinnar notaði ég niðurstöður bergsegul- mælinga af sýnishornum, sem ég hafði flestum hverjum safnað sjálfur, en aðrir höfðu þó lagt þar gjörva hönd á plóginn. Þessar mælingar eru gerðar á litlum borkjörnum, sem eru boraðir út með 1” bor og maður sagar siðan niður og stingur i sér- stök mælitæki. Þar fær maður svo uppgefið i fyrsta lagi segulmagn berglaganna, stefnu þeirra og styrkleika og svo ýmsa aðra eiginleika, t.d. i hvaða efnum segulmagnið liggur, og við hvaða hitastig það eyðist ef bergið er hitað upp o.s.frv. Þetta gefur svo afturhugmynd um aldur berglag- anna, einkum þó aldurinn i milli þeirra innbyrðis, og svo að nokkru leyti um aldur hvers og eins, þ.e. hvað þau eru gömul i milljónum ára talið. Auk þess gefur þetta svo mjög góðar upp- lýsingar til skýringar á segul- sviöstruflunum, sem menn verða fyrir við aö fara yfir þessi svæði. Þær segulsviðsmælingar hafa svo aftur verið notaðar til að finna meira út um aldurinn og finna, hvort undir væri olia eða önnur hagnýt jaröefni. Segulmagnaöa lagið mis- djúpt Ritgerð min gekk sem sagt út á þessar mælingar, að mestu leyti á Vestur-Grænlandi, en þar og á Rætt við nýbakaðan doktor í jarðeðlisfræði, Leó Kristjónsson, um rannsóknir hans ó þrem eyjum og ó landgrunni Islands Leó hefur stundað rannsóknir á Grænlandi og Baffinslandi. Hér hann á Diskó-eyju við vesturströnd Grænlands, en þar er að finna hraunlög, sem benda til þess, aö Grænland og Baffinsland hafi ein- hvern tlma I fyrndinni lcgiö saman. Eins og sjá má er landslagiö líkt þvi, sem sums staöar gerist hér á landi, eða hvað segja Vestfirðingar um þaö? Baffinslandi var ég hluta úr sumri viö sýnishornasöfnun og ýmsar mælingar. Auk þess var ég með allmikiö af Islenzkum sýnum sem ég hafði tekið hér og þar um landið. M.a. var þar borsvarf úr djúpum borholum, sem Orkustofnun hef- ur borað i leit sinni aö jarðhita. Tilgangurinn með rannsókn þeirra var sá að athuga hve langt niður hiö segulmagnaöa lag nær, sem orsakar segulsviðstruflanir i lofti. Það kom i ljós, að hér á Islandi er þetta lag a.m.k. tveggja km þykkt, en viðast annars staöar i úthöfunum hérna i kring, virðist það ekki vera meira en svona 200- 400 metrar. Þessar upplýsingar er svo hægt að nota I sambandi við aldursákvaröanir bergsins, jarðhita og undirliggjandi jarð- efni og fleira. Erfitt að spá Um niðurstöður af þessu get ég i sjálfu sér litið sagt að svo stöddu. Þær verða þá að tengjast öðrum mælingum, sem að miklu leyti er verið að gera ennþá og ekki er búið að birta niðurstöður af. Þetta var þvi fyrst og fremst mæling a þessum sýnishornum án þess að mikið væri reynt að túlka hana. Það verður þvi að biða eftir frekari niðurstööum, sem i mörg- um tilfellum eru á leiöinni, jarð- fræðirannsóknum og kortlagn- ingu, flugmælingum, þyngdar- mælingum og fleiri atriðum, áður en hægt er að bera þetta saman. Ritgerð min var þvi að miklu leyti eins konar kortlagning af niður- stöðum af þessum svæðum, og út frá hennar niðurstöðum er I sjálfu sér ekki hægt að spá miklu um jarðfræðilegu atriðin. Segulskautiö og heim- skautið við Beringssund Til Grænlands fór ég sumarið 1970 ásamt aðstoðarmanni, sem bar hið fræga nafn Robert Kennedy. Hann var reyndar ekk- ert i tengslum við þá hina frægu, heldur átti hann allt kyn sitt á Nýfundnalandi. Við þurftum að fara nokkuð langa leið til að komast þetta. Fyrst lá leiðin til New York og þaðan hingað til lands. Héðan fór- um við svo til Suður-Grænlands, nánar tiltekið til JulianehSb, og þaðan uröum við svo að taka skip og þyrlur upp með ströndinni, allt til Disko-eyjar. Þarna unnum viö i hraunlög- um, sem eru mjög svipuð þeim, sem við þekkjum hér á landi. Þau liggja bara ofan á bergi, sem er miklu eldra, eða yfir 1.000 milljón ára gamalt. Þessi hraunlög hafa mjög litið verið kortlögö af jarðfræðingum, en þau eru marflöt og setlög á milli þeirra, þó minna en hér á landi. A milli þeirra eru heldur engir steingervingar eða neitt þvilikt, svo að eina aðferöin, sem að gagni gæti komið við að finna aldur þeirra innbyröis þarna á Disko-eyju og nálægum svæðum, er þvi segulstefnumælingar, sem hafa veriö notaðar með góðum árangri hér á tslandi. Það kom i ljós, aö þessa aðferð er hægt að nota á nokkuð stórum svæðum þarna, og með þvi aö finna meöalsegulstefnu i berg- inu, er hægt að finna aldurinn nokkurn veginn. Með þvi að bera hana saman við geislavirknisald- ursákvarðanir á berginu, er hægt að finna út hvernig segulpóll jarð- ar hefur færzt. Hann hefur veriö talsvert á reiki að þvi er virðist, og þegar þessi hraun, sem við vorum að mæla, runnu fyrir þetta 60-70 milljónum ára, hefur hann Grænland og Baffinsland fjarlægöust hvort annað í Baffinslandi er mjög litið af blágrýtislögum i jörðum. Þó eru hraunlög á einu smásvæði við ströndina, ca. 10 km breiöu og 90 km löngu. Þetta svæði er óðum að eyðast af ágangi vatns og veöra, og kannski eru ekki nema nokkur milljón ár, þangað til það veröur horfiö. Þessi hraunlög eru eins og áöur sagði 60-70 milljón ára göm- ul, á sama aldri og þau sem finn- ast við vesturströnd Grænlands. Það er þvi almennt talið, að Baffinflói, sem þarna er i milli, hafi ekki alltaf verið þar, þarna hafi verið landrek á þessum tima, og bilið milli landanna gleikkað. Hafi svo verið, er það landrek nú fyrir löngu hætt, eða fyrir ca. 40 milljónum ára. Landreksfræslan er þó ekki tal- in hafa stöðvazt, heldur hafi hún aðeins flutt sig, hoppað yfir Grænland og alla leið hingað austur til okkar. Þetta styðja segulmælingar og aldursmælingar á bergi almennt, t.d. á Bretlandseyjum, Færeyjum og Austur-Grænlandi, sem lika er á svipuðum aldri. Sprungan færði sig um set Allt bendir þetta til, að Atlants- hafsbotninn hafi klofnað hægt og hægt sunnan frá og Grænland þá færzt frá meginlandi Ameriku. Siðan hafi landrekiö þar hætt og flutt sig austur á milli Grænlands og Evrópu. Enginn veit, hvernig á þessu stendur, en nú færist Græn- land til vesturs með Ameriku án þess að biliö þrengist þar I milli. Þessi langi kyrrstöðutimi, eftir að landrekið vestan Grænlands hætti, hefur valdið þvi, að þar hafa orðiö til töluverð setlög, og i þeim stendur nú yfir mikil leit að oliu og bæði við Grænland og Labrador fara fram boranir. Þó mun engin olia hafa fundizt enn sem komið er, en þeir, sem að borununum standa, halda þó stöðugt áfram, og það bendir til þess, að þeir hafi mjög góðar von- ir um að finna hana þarna. Vinnsla á henni kæmi þó til meö að verða mjög erfið vegna ísreks, kulda og stórviðra. Innskotshleifar segul- magnaðri en umhverfið Þessar mælingar minar hafa einnig beinzt aö þvi að athuga, hvaða áhrif innskotslög kunni að Dr. Leó Kristjánsson. veriö nálægt Beringssundi. Eftir þvi, sem næst verður komizt hef- ur snúningspóll jarðar, þ.e. sá landfræðilegi veriö þar lika. Loftslag hefur þvi verið meö nokkuð öörum hætti þá en nú. L’Ance aux Meadows, þar sem Helge Ingstad hefur grafið úr jörö rústir sem rekja má til aöseturs nor- rænna manna á víkingatimanum, en þangað hefur Leó lagt leið sina, eins og aö er vikiö i lok greinarinn ar. TtMINN Búöir leiöangursmanna á Diskó-eyju. Fjalliö likist óneitanlega sumum hériendis. hafa á bergið i kring, t.d. hvort stórir innskotshleifar kunni aö hafa áhrif á segulsviðiö, vegna meira járninnihalds en bergið umhverfis þá. Það hefur lika reynzt vera svo, t.d. hér á landi, að innskot eins og t.d. gabbróinn- skot, eru töluvert rikari af segul- mögnuðum efnum, en bergið i kring. Hins vegar virðast litlir innskotsgangar hafa mjög svipað segulmagn og bergið i kring, og hafa hitað mjög litið út frá sér. Þetta er hægt að finna með segul- mælingum, og siðan er hægt aö spá i það, hversu mikið þessi upphitun breytist, eftir þvi sem lengra dregur niður i jarðskorp- una. Þetta er hægt að nota við leit að stórum innskotslögum, einkum þar sem ekki er hægt að beita neinni beinni jarðfræöilegri könn- un, eins og t.d. hér á landgrunn- inu. Mælingar á landgrunninu tJr þvi aö við minntumst á land- grunnið væri kannski ekki fjarri lagi að minnast ofurlitiö á annað, sem ég vinn i núna, en þaö eru mælingar á landgrunni Islands. í april 1970 skilaði svokölluð landgrunnsnefnd, sem starfaði á vegum Rannsóknaráðs áliti um rannsóknir á landgrunni íslands. Þar var eindregið lagt til, að á is- lenzkum skipum yrðu gerðar rannsóknir á landgrunninu, til að kanna samsetningu þess, og hvort hagnýt jarðefni væri þar að finna. 1 fyrra var svo skipaður af menntamálaráðuneytinu sam- starfshópur um landgrunnsrann- sóknir, þar sem ýmsar rannsókn- arstofnanir hérlendis áttu aðild. Þessi hópur fékk svo fjárveit- ingu til að leggja i mælingar á landgrunninu það sumar. Þó að undirbúningstimi væri naumur, komst þetta i framkvæmd, og á Faxaflóa og djúpt út af honum Framhald á bls 39 Elin ólafsdóttir M.S. meö Kristján son þeirra hjóna en hann mun vera fyrsti tsiendingurinn, sem fæözt hefur á Nýfundnalandi i tæp 1000 ár. *!*«* i«isS jHi *Í*S* {**■* ií: iiiil ■ 5KS Pi m&rf h r ] «$ | ’í 1. : 1 m f wv m u mm Bygging Raunvisindastofnunar Memorial University I St. Johns, þaöan sem Leó lauk doktorsprófi. Mjög miklu fé er veitt til Iiáskólans, enda byggingin giæsileg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.