Tíminn - 07.07.1974, Síða 14

Tíminn - 07.07.1974, Síða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 7. júli 1974 Finn Söhol blaðamaður og lan Rankin stúdent fró Oxford voru í Ungverjalandi d dögum uppreisnarinnar þar 1956. KÚLURNAR LENTU í BÍLNUAA — svo heyrðum við skotin ÞEGAR sovézkur her flæddi yfir Ungverja- land til þess að bæla nið- ur uppreisnina 1956, var ég fréttamaður VG i Búdapest. Brátt var allt simasamband við útlönd rofið, og ekki var lengur hægt að senda fréttir heim , svo ég ákvað að halda til Vinarborgar, svo ég gæti sent blaði minu fréttir um það, sem gerzt hafði. Ég ferðaðist á puttanum til austurrisku landamær- anna i fylgd með ensk- um stúdenti. Á leiðinni var skotið á bílinn, sem við vorum i, og á einni varðstöðinni lá við að Englendingurinn væri skotinn vegna þess, að frelsisherinn hélt að þarna væri á ferðinni IVAN, Rússi á flótta. Af þessum ástæðum man ég enn svo glöggt nafn Englendingsins, Ian Rankin. Þannig farast Finn nokkrum Söhol orð i inngangi að grein, sem birtist nýlega i norska blaðinu Vi menn. Blaðið hefur að undan- förnu birt greinaflokk um menn, sem eitt sinn áttu leið saman, en hafa ekki sézt siðan. Hefur blaðið komið þvi til leiðar, að þessir menn hafa hitzt og getað rifjað upp sameiginlegar endurminn- ingar sinar, og þeir Rankin og Sö- hol eru þar á meðal. Finn Söhol starfaði lengi sem blaðamaður i Noregi, en frá þvi hann hitti Rankin fyrir 17 árum i Ungverjalandi, hefur margt breytzt hjá honum. Hann er hætt- ur blaðamennsku, en starfar nú sem forstjóri fyrir Upplýsinga- skrifstofu niðursuðuiðnaðarins i Noregi. Hann skrifar þó við og við greinar fyrir norsk blöð og kemur fram i sjónvarpi. Hann er búsettur á Eiksmarka, er giftur og á tvö börn. Rankin lauk námi i Oxford, stundaði siðan blaðamennsku og auglýsingastörf, þar til hann setti á fót alþjóðlega ráðningarskrif- stofu með skrifstofum i Hollandi, Frakklandi og Englandi. Það reyndist auðvelt að finna Ian Rankin i simaskránni yfir London, og ákveðið var, að þeir Söhol og hann skyldu hittast á ■heimili Rankins i London og rifja þar upp gamlar minningar um hættulega ferð i Ungverjalandi. Hvað gerðist i Ungverjalandi? Rankin: — Ég var 24 ára gamall og stundaði nám i Oxford, þegar uppreisnin hófst i Ung- verjalandi 1956. Fólk fylgdist náið með þvi, sem þar var að gerast, af fréttum i blöðum. Nokkrir stú- dentar stofnuðu með sér eins kon- ar Ungverjalands-nefnd, og ákveðið var, að ég skyldi halda til Budapest með félaga minum og ná þar sambandi við stúdenta- samtök þarlenzk, sem tóku þátt i uppreisninni. Við tókum með okk- ur nokkurt magn af penisillini, en okkur skyldist, að mikill skortur væri á þvi i Ungverjalandi. Ég gerði einnig samning við tvö ensk blöð, News Chronicle og The Ob- server um að senda greinar og fréttir. Söhol: — Ég var 26 ára gamall, þegar ég var sendur til Ungverja- lands af blaði minu með Arne Bonde. Við fórum akandi frá Osló til ungversku landamæranna, og tók ferðin okkur eina 40 tima. Mér tókst að komast yfir landamærin falinn i vöruflutningabil, sem var fullur af brauði og pylsum. I bæn- um Altenburg (Magyarovar) fór ég úr bilnum, en i þessum bæ höfðu 83 saklausir menn verið drepnir og um það bil 200 særðir, sallaðir niður með vélbyssum, og fyrir þessu höfðu fjórir ungversk- ir lögreglumenn staðið, en þeir voru i hinum hötuðu AVO-sam- tökum. Eftir að ég hafði tekið viðtöl við nokkra, sem lifað höfðu af þessi fjöldamorð, og lágu nú á Caro- lina-sjúkrahúsinu, hélt ég aftur til landamæranna til þess að senda frásagnir minar heim. Þetta var sunnudaginn 29. október — sex dögum eftir að uppreisnin hófst. Rankin: — Ég fór yfir landa- mærin vandræðalaust með vini minum mánudaginn 30. október. Mikil ringulreið rikti við landa- mærin, og við komumst til bæjar- ins Sopron, sem liggur nokkuð innan landamæra Ungverjalands. Við höfðum meðferðis 200 milljón penisillin-hylki, sem við reyndum að senda áleiðis til Budapest. I Sopron var tiltölulega friðsælt þessa stundina. Það eina, sem ég heyrði um aðgerðir, var að menn höfðu hengt leiðtoga ungra kommúnista og rifið niður eitt minnismerki... Með bil til Budapest Söhol: — Daginn eftir fór ég ak- andi inn i Ungverjaland með Arne Bonde og Olav Maaland frá Berg- ens Tidende. Við komum frá Vínarborg. Við áttum ekki i nein- um erfiðleikum með að komast til Budapest. Alls staðar mættu okk- ur fagnandi Ungverjar. 1 höfuð- borginni var sönn 8. mai stemmn- ing. Þar var i rauninni margt, sem liktist okkar eigin sjálf- stæðisdegi. Annars var þetta allt rammað óhuggnanlega inn af sundurskotnum byggingum, brunnum sovézkum skriðdrekum með dauðum hermönnum innan- borðs, skothvellum, sem heyrðust af og til, og þegar verið var að draga einn og einn AVO-mann út úr fylgsni hans. Rankin: — Ég kom akandi i brauðbil inn til Budapest, eftir að hafa sent fyrstu fréttirnar minar heim. Ég fór til brezka sendiráðs- ins, og eftir það fór ég i gönguferð um borgina. Á nokkrum klukku- timum taldi ég ekki færri en 26 eyðilagða skriðdreka á götunum. Ég heimsótti stúdentaleiðtoga, sem hafði verið i forsvari fyrir uppreisninni, en við háskólann voru menn önnum kafnir við að senda út sveitir, sem áttu að taka AVO-fólk til fanga. Uppreisnar- leiðtogarnir höfðu ekki mikinn tima til þess að ræða við blaða- menn. Ég gekk einnig framhjá útvarpshúsinu og Astoria-hótel- inu, og báðar þessar byggingar voru mikið skemmdar. Með vélbyssur á ganginum Söhol: — Þegar Bonde og Maa- PARK-REMAX rafmagnshlutir í BEDFORD MORRIS TRADER VAUXHALL LAND ROVER GIPSY CORTINA FERGUSON tEqjcetrijcjcJ miÁíú&nll LU7 Suðurlandsbraut 20 * Sími 8-66-33

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.