Tíminn - 07.07.1974, Síða 23

Tíminn - 07.07.1974, Síða 23
Sunnudagur 7. júll 1974 TÍMINN 23 — Dagana 12. 13.og 14. júlí nk. flestir búnir að taka fram tjöldin, svo það má alveg eins búast við þvi að fólk noti tækifærið og tjaldi i nágrenni við okkur, enda er þá stutt til Þingvalla daginn eftir. — Hvernig ferðist þið á milli staðanna. — Við notum frúna eins og við getum og erum ekkert feimnir við þaö, og þá meina ég FRtJNA með stórum staf, þvi hér er átt við flugvélina hans Ömars. Svo ferð- umst við einnig landveginn. — Ruku ekki allir upp til handa og fóta til að líftryggja sig þegar það fréttist að einnig ætti að fljúga með Ómari. — Nei hreint ekki Benedikt, það er nokkuð, sem við teljum alger- an óþarfa. — B.V. Hljómar. Rúnar: „Það verður dans og gleði út um aila móa” Það verður mikið um dýrðir að Húnaveri dag- ana 12. 13. og 14. júli nk. Hér er um að ræða sam- komu, sem fer fram bæði út i guðsgrænni náttúrunni cg i félags- heimilinu á staðnum. Þessi samkoma ber heitið „Sumarhátið að Húnaveri”. Hljómsveit- irnar Haukar og Hljómar munu leika fyrir dansi. ”Það verður dans og gleði út um alla móa” sagði Rúnar Júliusson, er tiðinda maður þátt- arins ræddi við hann. Dansleik- irnir verða öll kvöldin fram á nótt, eða eins lengi og stemmn- ingin á staðnum segir til um. Sá er þetta ritar gæti trúað að Hljómar og Haukar létu ekki sitt eftir liggja til að sjá um að stemmningin haldist, svo að fólk fái nú virkilega tækifæri til að hrista sig taumlaust i takt við músikina. Þessa sömu daga verður Landsmót hestamanna á Vind- heimamelum, svo ekki er óliklegt að fólk flakki eitthvað á milli þessara tveggja staða. Á laugardag og sunnudag verður boðið upp á sérstaka skemmtidagskrá þar, sem hinn góðkunni Ömar Ragnarsson mun sjá um. Einnig mun Hallgrimur Björgúlfsson koma fram og syngja nokkur lög, þar á meðal verða sennilega lög af hljóm- plötu, sem er nýkomin út með söng hans. Það eru aðilar úr Hljómum og Haukum sem standa að þessari gleði að Húnaveri ásamt Amunda Ámundasyni. 1 dag, sunnudag, munu Hljóm- ar leika fyrir dansi i Svartsengi á þjóðhátið Suðurnesja, og i kvöld leika þeir i Stapanum. Haukar. þeir munu leika fyrir dansi ásamt Hijómum. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar skemmtir á 25 stöðum á landinu — með í förinni verða þeir Ómar Ragnarsson og Karl Einarsson .... — Fyrsta skemmtunin verður 19. |úlí nk. ... skemmtum á hverju einasta kvöldi, en bindum okkur ekki við helgarnar eins og áður og i þess- ari striklotu endum við á Akur- eyri. Með þessu móti getum við boðið fleiri landsmönnum upp á að skemmta sér með okkur, heldur en nokkru sinni fyrr, i þessu takmarkaða sumarfri okkar frá Sögu. — Þú sagðir sumarfri, eru menn ekkert leiðir yfir þvi að geta ekki ráðstafað þvi á annan hátt og hvilt sig á hljóðfæraleik. — Nei, þvi fer fjarri, þvi að þó að þetta sé stundum anzi erfitt, riður baggamuninn sú ánægja, sem við höfum af ferðalagi, sem þessu. — Er það ekki nokkuð óvenju- legt að bjóða upp á sömu skemmtikraftana tvö sumur i röð I svona reisu um landið? — Það getur vel verið, enskýr- ingin er sú að þetta tókst svo vel hjá okkur siðast að við sáum ekki ástæðu til að breyta til, enda fóru móttökurnar fram úr okkar björt- ustu vonum. Að sjálfsögðu verðum við með nýtt prógram, en svo setjum við á svið skinandi hugmynd, sem við erum að hugsa um að sækja um einkarétt á, en það er svo kallað minútu-bingó, og eins og nfnið bendir til, þá gengur það fljótt fyrir sig. Vinn- ingur i hvert sinn er hálfsmánað- arferð með Sunnu til' Mallorka. — Takið þið ekki þátt i hátiðar- höldunum i tilefni 1100 ára afmæiis Tslandsbyggðar. — Eins og komið hefur fram i þættinum h'já þér munum við spila á Lækjartorgi mánudaginn 5. ágúst, en við Melaskóla laugar- daginn 3. ágúst. Viö höldum upp á byggðar afmælið einnig á eigin vegum laugardaginn 27. ágúst i Aratungu. Um það leyti verða Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar, er nú að undirbúa mikla ferð um landið þvert og endilangt, með I förinni verða þeir Ómar Ragnarsson og Karl Einarsson.... TIÐINDAMAÐUR þáttarins hafði spurnir af þvl að Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar væri að undirbúa heljar mikla reisu um landið. Meðþaðí huga höfðum við samband við Ragnar Bjarnason og inntum hann frétta. — Hvenær hefst ferðin Ragnar, og hvaða skemmtikraftar verða með hljómsveitinni. — Við förum um allt landið, og skemmtum á samtals 25 stöðum. Ferðin byrjar 19. júli nk. eða rétt- ara sagt þá um kvöldið verður fyrsta ballið, en það verður á Akranesi, en þessi ferð okkar endar I Grindavik 8. september. Hvaða skemmtikröftum viðvikur, þá eru þar ekki nein smá peð á ferðinni, en þar eru þeir Ómar Ragnarsson og Karl Einarsson. Skemmtiatriðin standa yfir I tæpa tvo tima, og slðan leikur hljómsveitin fyrir dansi á eftir. Þá er ekki úr vegi að geta þess aö þegar við förum til Horna- fjarðar höldum við áfram eins og leiö liggur 10 daga samfellt, Hljómar <>9 Haukar koma fram að Húnaveri

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.