Tíminn - 07.07.1974, Qupperneq 16

Tíminn - 07.07.1974, Qupperneq 16
16 TÍMINN Sunnudagur 7. júli 1974 með ungu fólki með ungu fólki með ungu Aðalatriðið er, að fólk hlusti Rætt við Guðnýju Guðmunds- dóttur, kon- sertmeistara Sinfóníuhljóm- sveitarinnar Sé rætt um Kópavog- inn frá tónlistarmenn- ingarsögulegum sjónar- hóli, er hætt við, að litið beri á honum og ibúum hans. Engin sérleg skýring er á þessu, kannski eru Kópavogs- búar það músikalskir i sálinni, að þeir þurfi ekkert að vera að bera hæfileika sina á torg, heldur una sér hið bezta i eðlilegum samhljómi lækjarniðar og barna- gráts. Kannski er það ÞAÐ, sem Jón Ásgeirs- son kenndi mér að segja i Kennaraskólanum og kallað er Hexacordum Naturale. Það hlýtur að vera eitthvað þýðingar- mikið, þetta er allavega það eina, sem ég man úr tónlistarnámi minu, en það er ekki Jóni að kenna. Hins vegar eiga nálega öll samfélög, hversu ný og smá þau eru, sin eigin, ,,séní” á einhverju sviði. Eitt þeirra er Guðný Guð- mundsdóttir, eða Guðný með fiðluna, eins og hrekkjusvinin kölluðu hana. Á meðan hrekkju- svinin og aðrir jafnaldr- ar hennar sulluðu i drullupollum fram eftir öllum aldri, sást gjarna til Guðnýjar á leið i Hafnarfjarðarstrætó, eða á leið niður til Reykjavikur, sem var ekki heiglum hent á þeim tima, með fiðlu- kassann i fanginu. Ekki svo að skilja, að Guðný hefði ekki leikið sér i drullupollum eins og annað heilbrigt fólk, hún gerði bara eitthvað til viðbótar, sem við hin nenntum ekki fyrir nokkurn mun og hefðum sennilega gugnað á þvi þegar á hefði reynt. Núna i vor var Guðný ráðin konsertmeistari Sinfoniuhljómsveitaf ís- lands og hefur það vakið athygli, hversu ung hún er, aðeins 26 ára, en þó komin i svona hátt skrif- aða stöðu. En hæfileikar hennar tala sinu máli og ekki verður gengið fram hjá þeim. Hún sótti um stöðuna og fékk hana af eðlilegum ástæðum. Við höfum reynt að mæla okk- ur mót nokkrum sinnum, til þess að reyna að spjalla ofurlitið saman, en þá var Listahátið i full- um gangi og Guðný önnum kafin. Þó tókst mér að plat'a hana til þess að bjóða mér i kaffi eina morgunstund og áttum við þar skemmtilegar samræður um tón- list, kaffi, blaðamennsku og ann- að skemmtilegt. — Þaö var eiginlega vinkona min I Hafnarfirði Erna Másdóttir, sem vakti hjá mér áhuga á fiðl- unni, sagði Guðný. Hún var nem- andi Björns Ólafssonar og brátt fór hún að kenna mér ofurlitið á þetta hljóðfæri. Þá var ég bara 6 ára, en þegar ég var orðin 8 ára komst ég að sem nemandi Björns, og var siöan meira og minna und- ir handleiðslu hans, þau ár, sem ég var hér við nám i Tónlistar- skólanum. Ég brautskráðist svo frá skólanum 1967, hélt til náms i sumarskóla i Bandarikjunum, Interlocken i Michigan-fylki, og kynntist þar vinkonu minni Caroll Glenn. Hún kom þvi til leiðar að ég tók þátt i keppni i fiðluleik og mér á óvart fór ég með verðlaun i vasanum frá þeirri keppni, sem tryggðu mér inngöngu i Eastman tónlistarskólann i Rochester. — Hvað varstu lengi þar? — Ég var þar með nokkrum hvildum og heimsóknum til Is- lands allt til ársins 1971, er ég lauk þaðan B.A. prófi við háskól- ann og einleikaraprófi frá tónlist- arskólanum. — Hvernig gekk, að fjármagna svona langt nám i jafn dýru landi og Bandarikin eru? — Það var nú uþp og ofan. Ég fékk að visu námslán, en þau hrukku ekki nándar nærri fyrir þeim kostnaði, sem er sliku námi samfara. Ég lék þvi i sinfóniu- hljómsveit þarna og notfærði mér þau tækifæri, sem gáfust til þess að verða mér úti um aukapen- inga. Fæði og húsnæði þurftum viö að greiða sjálf, svo og ýmsar ferðir innan Bandarikjanna, en ég var svo heppin að hljóta ferða- styrk frá Islenzk-ameriska félag- inu til ferðalaga til Islands. — Einhver sagði mér, að hann hefði hitt þig við nám i London. — Það getur vel passað, — ég fékk styrk frá Eastman skólanum til náms við Royal College of Music I London og var þar i eitt ár, ’71-’72. Þá var nú munur að lifa. Styrkurinn nægðimér til alls, það eina, sem ég þurfti að gera var að sjálfsögðu að standa mig i skólanum og allavega var ég ekki rekin, svo þeir hafa ekki verið óánægðir. Ég gat samt ekki unnið neitt við hljómsveitir að neinu ráöi. Englendingurinn býr við ákaflega sterka skipun stéttar- félaga á þessu sviði og ég var jú útlendingur. — Siðan rákust vinnukonu- spiiarar af islandi á þig i New York? — Satt og rétt, — veturna ’72- ’74, var ég við nám i Julliard- skólanum i New York. Þar var einnig ágætt að vera, og krakkarnir, sem ég kynntist eru nú meðal minna beztu vina. Ann- ars er New York og andinn þar ekkert til þess að hrópa húrra fyr- ir. Þarna er að visu af mörgum talinn vera miðpunktur alls, sem er að gerast i listum af öllu tagi, en ég er hrædd um, að sam- keppnin þar og lifskjörin fari illa meö margan manninn. Þarna veröa stórgóðir tónlistarmenn að hlaupa milli hljómsveita og stúdíóa allan sinn starfsaldur, sem ekki er hár. Allt er háð duttlungum framboðs og eftir- spurnar og þvi ekki von til þess að þarna verði sú eðlilega listsköp- un, sem ella er talin æskil. Ég tel slika vinnuaðstöðu, vera allt of hátt verð fyrir New York. — Við máttum þá alltaf gera ráð fyrir, að þú kæmir heim? — Já, svo sannarlega ætlaði ég alltaf að koma heim. Akvörðunin um það var að visu erfið þ.e. hvenærég ætti að koma, en þegar staða konsertmeistara var auglýst, sló ég til og kom hingað til prófs, er skera átti úr um, hvort ég væri hæf i það. Prófið stóðst ég, og I samningum þeim, sem ég hef gert við hljómsveitina er ég skrifuð konsertmeistari og tek við þvi starfi af Jóni Sen, sem haföi gengt þvi eftir að Björn Ölafsson hætti fyrir 2 árum. Starfið var hins vegar ekki auglýst fyrr en nú. — I hverju er það eiginlega fólgið, sem fyrir leikmann eins og mig virðist bara vera það að taka i höndina á stjórnandanum. — Að taka i höndina á stjórnandanum er nú minnsta verkið. Konsertmeistarinn er einskonar milliliður milli hljóm- sveitarinnar og stjórnandans með sérstaka ábyrgð á fiðlunum. Hann verður að skrifa út strokin fyrir þær og fær þess vegna allar nótur með fyrirvara. Að sjálf- sögðu hefur svo konsertmeistar- inn eitthvað að segja um verk- efnaval, enda þótt það sé I flest- um tilfellum stjórnandinn, sem ákveður þau. — Ef við snúum okkur að Sinfóniuhljómsveitinni. Hvernig vinnur þessi hljómsveit? — Þaðerréttað taka þaðfram, aö flestir i hljómsveitinni hafa einhver önnur störf, en þrátt fyrir það er æft hvern morgun, einnig Vandaðar vélar borga HEumn ÍLt HEUMA-Sláttuþyrlurnar hafa reimalausan og lokaðan drif- húnað, sem litils viðhalds þarfnast, tvær tromiur nieð breið- um burðardiskum slá upp i 30 gráðu halla, fullkominn öryggisútbúnað, hæðarstillingu með sveif frá 20 mm. til 80 inm. — Allar stillingar handhægar og auðveldar. Sláttugæðin framúrskarandi, jafnt i kafgresi scm á snögg- sprottnum túnum. IiEUMA-gæði svíkja enga. — Pantið timanlega. HFHAMAR VÉLADEILD SIMI 2-21-23 TRYGGVAGOTU REYKJAVIK — Fóik hefur fundið að þvi við mig, að ég mæti i galiabuxum á æfingar og reyki, en ég áiit þó, að tónlistin sé aðalatriðið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.