Tíminn - 07.07.1974, Qupperneq 17

Tíminn - 07.07.1974, Qupperneq 17
Sunnudagur 7. júli 1974 TÍMINN 17 fól ki með ungu fól ki með ungu fól ki með Sumir segja kannski, aö tónieikar Sinfóniuhljómsveitarinnar séu aöeins sóttir af fámennum hópi snobb- ara, en slikt er airangt. Þaö fólk hefur lært aö hlusta og þaö þurfa fleiri aö gera. Starf konsertmeistara er fólgið í útskriftum fyrir fiöluna, en eitthvað vonandi að hafa meö verkefnaval aö gera.— AllaFKonur fylgja$t með TímarijUm Þaö var vinkona mfn úr Hafnarfiröinum, sem kenndi mér undirstöðu- atriðin i fiðluleik, en aðalkennari minn hér heima var alla tíð Björn Ólafsson. laugardaga. Þegar sérstaklega ber við,eins og t.d. nú á Lista- hátið, geta þetta orðið býsna langir vinnudagar. En það, sem hrjáir hljomsveit- ina held ég, hvað mest er það, sem kallað er agaleysi. Ekki svo að skilja, að i slikri hljómsveit eigi allir að vera stilltir og prúðir, en eins og ég sagði, vinna flestir i hljómsveitinni einhver önnur störf samhliða þessu, enda kannski ekki von á öðru. Manna- skipti eru afar sjaldgæf, — menn komast að visu á ellilaun við 67 ára aldur en þá eru þeir undir flestum kringumstæðum löngu búnir að glata hæfileikum sinum. Ekki er hægt að reka menn, — alla vega veit ég ekki til þess, að það hafi verið gert. En hljóm- sveitin er svolitið merkileg. Hvernig hún spilar fer oftast algjörlega eftir þeim stjórnanda, sem hún hefur i það og það skipt- ið. Hún getur verið hörmuleg á stundum, en þeim mun betri i önnur skipti. Þetta er auðvitað ekki réttlátt gagnvart þjóðinni, sem er að reyna að halda uppi þessari hljómsveit. 1 henni þurfa að verða örari mannaskipti og má gera það með lækkun eftirlaunaaldurs, og strangari prófum. Það er fullt af ungu efnil. fólki við nám er- lendis á hin ýmsu hljóðfæri, en ef þessu heldur áfram, má búast við að heimtur verði slæmar hingað. — Nú er oft talað um sínfóniu- gaul, og að hljómsveitin sé aðeins fyrir litinn hóp yfirsnobbara, sem komi aðeins á tónleika til þess að sýnast. Hvað finnst þér um þenn- an hugsunarhátt? — Mér finnst auðvitað leiðin- legt til þess að vita, að einhvers staðar séu til manneskjur, sem lita á hljómsveitina og tónlist þá, er hún flytur, sem eitthvert sér- efni litils áhugahóps, — þvi það er ekki tilgangur hennar, þvert á móti. Reynt er eftir megni að kynna sígilda tónlist i útvarpi og i skólum, en það gefur auga leið, að ef fólk hefur aldrei gefið sér tima til þess að hlusta, veit það heldur ekki um hvað málið snýst. Ég nefndi skólana. Þeirra hlut- verk er afarstórt i uppeldi og ég fæ ekki betur séð, en að tónlistar- legt uppeldi sé vanrækt, þvi að áhugaleysis um sigilda tónlist gætir hvað mest hjá ungu fólki. Nokkrir timar á barnaskólastig- inu I blokkflautuleik og kennsla nokkurra laga er aldrei gleym- ast, eins og Nú er vetur úr bæ og fleiri góð, verður aldrei nóg til þess að vekja áhuga á sigildri tónlist og gæðum hennar. Það ætti þvi að gera flutning slikrar tónlistar að skyldu I skólum, eins og svo margt annað, flytja tón- listina sem hreint atslöppunarefni handa fólkinu, sem er jú i stifri vinnu allan daginn. Á þann hátt myndi unga fólkið án efa læra að meta tónlistina að verðleikum. — Nú hefur hljómsveitin gert töluvert af þvi að ferðast út um landsbyggðina. Hefur þú nokkrar sérstakar fyrirætlanir á prjónun- um i þvi efni? — Já, einn af þáttum starfs sveitarinnar er að ferðast um landið og kynna og vekja áhuga fólks á sigildri tónlist. Það hefur mælzt ákaflega vel fyrir, alltaf verið góð aðsókn og góður hugur fylgt okkur úr þeim ferðum. Það gefur hins vegar auga leið, að það er ekkert smáfyrirtæki, að fara með 60 manns og fleiri tonn af hljóðfærum út um allt land og þess vegna hefur verið reynt nokkrum sinnum að koma á fót kammerkvartett,. sem auðveld- ari er I snúningum og getur þvi komið á fleiri staði, jafnvel spilað I fyrirtækjum og fiskiðjum, en þangað á tónlist lika erindi. Satt aö segja veltur mikið á, hvort ég ilendist hér i einhvern tima, á þvi, að hægt verði að koma upp slikum kvartett. Að spila I kvartett er erfitt, vegna þess að nálega er um að ræða einleik hjá hverjum einstökum, um leið og allir verða að spila saman. Það er þvi skort- ur á hæfileikafólki, sem stendur stofnun kvartettsins fyrir þrifum. Sjálf hef ég að mestu leikið i slikum kvartett undanfarin 2 ár i Bandarikjunum og hef jafnvel góðar vonir um að ná taki á tveim bandariskum vinum minum til starfa hér. Það yrði sérlega ánægjulegt, — þetta eru miklir snillingar á sinu sviði og gætu orðið okkur mikil lyftistöng i dag- legu starfi. — Þú tekur formlega við starfi núna I september. Megun viö eiga von á stórum byltingum I flutningi Sinfóniuhljómsveitar- innar? — Nei, ég vara menn við að gera sér of háar hugmyndir, en ég hef mikinn áhuga á kvartettinum, eins og ég sagði áðan, og einnig er ég hlynnt flutningi verka yngri tónskálda. Sjáið t.d. óperuna hans Jóns Ásgeirssonar. Gefið þið manninum tima og peninga og hann á eftir að skapa miklu meiri menningarverðmæti. öðru eins eyðum við nú I vitleysu. Popphljómsv. mætti fá til sam- starfs, t.d. við tónleika i skólum, en það kann að orka tvimælis, að fá unga og með öllu óreynda tónlistarmenn til þess að semja beint fyrir hljómsveitina, án þess að reynsla sé einhver komin af þeirra vinnubrögðum. Einnig ber að hvetja tónskáld til þess að reyna að semja tónlist, sem er sérkennandi fyrir Island, en það er auðvitað erfitt, nema eitthvaö sé notað af islenzkum þjóðlegum. En fyrst og fremst verðum við að fá fólk til þess að hlusta. Hlusta sér til góðs á róandi og afslappandi tónlist. Og svo verð- um við að útrýma þeim fáránlegu hugmyndum fólks um, að heil sinfóniuhljómsveit i ekki stærra landi, geti nokkurn tima skilað hagnaði. Stærsti hagnaðurinn er auðvitað sá, að fólk lærir að meta tóniist eins og hún kemur fyrir. — IIP.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.