Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 30

Fréttablaðið - 16.12.2004, Side 30
Hólanefnd hefur gefið út fræðirit um vinnu við tilgátuhúsið Auðunar- stofu að Hólum í Hjaltadal í rit- stjórn Þorsteins Gunnarssonar arkitekts. Hér er um vandað rit að ræða og aflað fanga um hina fornu byggingu svo sem kostur er. Fróðir menn fjalla um þau tilteknu svið sem þeir unnu við. Því rekur það mig til þessa pistils hve rýr þáttur séra Bolla Gústafssonar fyrrver- andi biskups að Hólum er í þessu verki. Að Bolli var farinn að heilsu þegar þessi bók var samin átti ekki að hindra að leitað yrði fanga um þátt hans í öflun efnis og vinnu er til þurfti við byggingu þessa. Langt mál og mikil vinna er í umfjöllun þeirri hvernig Auðunn biskup væntanlega varð sér úti um fag- menn og efni til byggingar stofu sinnar fyrir 1317. Flestir þeirra sem voru til staðar þegar Bolli biskup vann að sinni stofu eru til frásagnar, undirritaður er meðal þeirra. Mig langar því að geta um boðunardag tilgátuhússins og ferð þá sem farin var í september 1994. Það var um mitt sumar 1994 að Bolli kom að máli við mig, hvort ég gæti hugsað mér að fara með hon- um til biskupsvígslu í Björgvin þá um haustið. Ég væri staðkunnugur þar um slóðir. Þetta var áhugaverð beiðni og sá ég fyrir mína hönd upplifun í biskupsvígslunni og kon- ungsveislu í Hákonarhöll. Þarna tæki ég að mér ólaunað starf umba (umboðsmanns biskups). Það væri tilbreytni frá forstöðumannsstöðu Geðdeildar Sjúkrahúss Reykja- víkur í Arnarholti. Undirbúningur ferðarinnar fólst aðallega í að búa vini undir komu okkar til Noregs. Þannig með tilliti til knapps farar- eyris gætum við nýtt gistivináttu og greiða í ferðinni. Þess verður að geta að Bolla var yfirleitt meinilla við flug. Ég taldi því í upphafi ferð- ar að hann væri að dreifa kvíða þegar hann var stöðugt að blaða í skræðum. Kom nú í ljós að ferðin yrði til fleiri hluta notuð en lands- lagsskoðunar. Á þessum tíma- punkti kynntist ég Auðuni rauða Þorbergssyni Hólabiskup. Vinur okkar Dr. Ole D. Lærum háskólarektor tók á móti okkur í gestabýli háskólans í Björgvin. Hann sagðist geta haldið fund með okkur og nokkrum valinkunnum mönnum á skrifstofu rektors dag- inn eftir 16.september. Ole kom því verkinu af stað með sinni hröðu og skilvirku stjórnkænsku. Á þessum fundi, sem ég vil nefna boðunar- daginn, mæddi allt á því hvernig tækist til að fá Norðmenn að þessu verkefni. Bolli kynnti Auðun rauða frá Jondal í Harðangri og hvernig hann hefði líklega nýtt sér þetta svæði til efnisöflunar. Hólar hefðu auk þess átt ítök í skógum í Noregi. Norðmenn kváðust nokkuð bundnir af loforði um fjársöfnun til upp- byggingar í Reykholti. Þeir mundu samt leita annarra leiða við að koma þessu verkefni í höfn. Sú leið er nú kunn að skógarbændur í Hörðalandi gáfu furuvið til bygg- ingarinnar. Í Noregi var timbur- vinnsla svo sem getið er um í bók- inni um Auðunarstofu. Eftir þenn- an fund var Bolli viss um að hann myndi reisa Auðunarstofu hina nýju. Ferðinni eftir biskupsvígslu var nú allri hagað með tilliti til þessa verkefnis. Fyrst var skoðuð uppbygging Fantoft stafakirkju í Björgvin sem skemmdist í eldi árið áður. Á Voss gistum við á Kringsjå sem er í eigu Ole Bulls Akademis- ins og þar var þjóðlagamenning á boðstólum. Tekið var við okkur blaðaviðtal á Finneslofti daginn eftir komu okkar þangað. Þá segist Bolli vera að sækja um stuðning við byggingu biskupsstofu. Sams- konar byggingu og stóð á biskups- setri hans að Hólum til 1810. Auð- unarstofa var því kynnt þar á Voss 20. september 1994. Stafakirkjan í Vík í Sogni og öryggisbúnaður hennar var skoðaður. Þar sem Norðmenn eru mjög hræddir um þessar gersemar sínar upplifðum við mjög skondið tilfelli í Vík. Tæknifræðingur Víkur vildi fræða okkur um ágæti búnaðarins, en þá fór allt kerfið í gang og var við ekk- ert ráðið fyrr en lögreglan var komin á staðinn. Tíðir brunar í norskum kirkjum á þessum árum var mikið áhyggjuefni. Hefðinni samkvæmt héldum við til Niðaróss og fannst Bolla á þess- um tíma að hann yrði að heimsækja staðinn sem Auðunn var kórfélagi í áður en hann var vígður til Hóla. Við fórum því með næturlest til Ósló og tókum daglest um Austur- dal gegnum Rörós, án þess að stoppa á leiðinni. Þetta var sólar- hrings ferðalag. Í Niðarósi var tek- ið á móti okkur í biskupsstofu og fenginn leiðsögumaður um dóm- kirkjuna og fræðsla um sögu henn- ar. Þegar okkur voru sýnd áform um fornleifagröft og endurgerð biskupsgarðs nefndi Bolli sín áform um Auðunarstofu. Frá Niðarósi fórum við í bítið föstudag- inn 23. september áleiðis til Ósló um Guðbrandsdal. Þó löngun væri til að skoða rústirnar að Hamri var talið mikilvægara að ná fundum Arne Bergs arkitekts, þar sem helgin væri framundan. Arne Berg var ég kunnugur frá námsárum þegar hann kenndi mér bygginga- sögu að Ási. Það stóðst á endum að við náðum fundi með honum til að leita stuðnings við væntanlegt verkefni að Hólum. Með þessu ferðayfirliti vil ég benda á hvað séra Bolli Gústafsson var vakinn yfir því að ýta endur- gerð biskupsstofu á laggirnar. Hann náði að sjá þetta verkefni í höfn. Fyrst með táknrænni skóflustungu Ole D. Lærum og síð- an hornsteini Davíðs Oddssonar. Markmið Bolla um nýtingu stofunn- ar voru ljós. Hann vildi traustan kjallara til að varðveislu dýrgripa staðarins og þá sérstaklega tengda prentverki Guðbrands biskups. Að- staða fyrir vígslubiskup átti að vera í anda lýsingar Gunnars skálds Gunnarssonar þegar Jón Arason kemur á fund Gottskálks biskups í Auðunarstofu. Rómantísk sýn sem tók á þolinmæði að mjaka áfram hægt og bítandi oft í andbyr. ■ 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR30 Um aðdraganda Auðunarstofu á Hólum FERDINAND FERDINANDSSON SKRIFAR UM AUÐUNARSTOFU Á HÓLUM Í HJALTADAL „Sá lærdómur sem draga má af hugfræðilegum rannsóknum á trú- arbrögðum er að þau eru nokkuð „náttúruleg“ í þeim skilningi að þau samanstanda af aukaafurðum venjulegra hugrænna ferla.“ Þetta er kjarninn í sjónarmiðum mann- fræðingsins Pascal Boyer sem Guðmundur Ingi Markússon gerir að umtalsefni í grein í Fréttablað- inu þar sem hann bregst við skrif- um undirritaðs. Það er rétt að Boyer hefur verið gagnrýndur fyr- ir að hugsa helst til lítið um félags- og menningarlega þætti í skrifum sínum um uppruna trúarbragða, en það breytir því ekki að hugmyndin um trúarbrögð sem „aukaafurð venjulegra hugrænna ferla“ er mjög áhugaverð og á lítið skylt við ýkta aðlögunarhyggju Steven Pin- kers, eins og Guðmundur gefur í skyn. Frá lokum seinni heimsstyrj- aldar hefur hræðslan við erfða- fræðilega nauðhyggju orðið þess valdandi að rannsóknir á tengslum erfða og atferlis hafa þar til nýlega verið litnar hornauga. Raunar er svo komið að það er enginn fræði- legur grundvöllur fyrir erfða- fræðilegri nauðhyggju en mikið verk er óunnið svo almenningur og fræðimenn utan erfðavísindanna átti sig á þessu. Ef hugað er að trú- arbrögðum sem afleiðingu þróunar innan Homo-ættkvíslarinnar þá þurfa þau annars vegar að eiga sér rætur í ónefndum fjölda gena og hins vegar að hafa aukið lífslíkur forfeðra okkar og gert þeim kleift að eignast fleiri afkvæmi. Ef horft er á fyrra atriðið þá virðist ekki með nokkru móti hægt að tengja genabreytingar við trúarbrögð því það er 99,4% samjöfnuður á genum manna og simpansa, en þessar teg- undir áttu sameiginlegan forföður fyrir u.þ.b. 5 milljónum ára. Varð- andir seinna atriðið þá er trúarlegt atferli svo kostnaðarsamt fyrir ein- staklinginn að hæpið er að tala um það sem þróunarfræðilega aðlögun. Í þessum orðum felst neikvætt svar við spurningunni „er Guð í genunum okkar?“, sem birtist á forsíðu tímaritsins Time þann 25. október síðastliðinn. Hvort hug- myndin, um trúarbrögð sem auka- afurð venjulegra vitsmunaferla í manninum, mun standast tímans tönn er ómögulegt að segja. Svo gæti raunar farið, eins og mann- fræðingurinn Scott Atran benti á í bókinni In Gods We Trust (2002), að hún reynist ekki betur en tilraunir höfuðlagsfræðinga 19. aldar að lesa úr lögun höfuðkúp- unnar vitsmunastig einstaklings- ins. „Þetta þarf þó ekki að verða raunin, sem gerir tilraunina ómaksins verða.“ ■ Orð í belg um Guð, gen og trúargagnrýni Ég hef nú búið í Mosfellsbæ í rúmt eitt ár, flutti í nýtt fallegt hús í nýju hverfi. Ég heimsótti leikskólann í fyrrasumar, áður en ég keypti húsnæðið og fannst ynd- islegt að geta gengið með barnið mitt í leikskólann, en hann var að fara á þann aldur að bjóðast vist í leikskóla. Drengurinn minn fékk bréf í vor frá bæjaryfirvöldum þess efnis að hann væri nú vel- kominn í leikskóla sem er 4 km frá heimili mínu inn í bæinn, þ.e. öðrum leikskóla en er við heimili mitt. Að keyra piltinn í leikskóla og að sækja hann, eru því 16 km á dag. Ég fór á fund leikskóla- fulltrúa og hitti bæjarstjórann, en ekkert var hægt fyrir mig að gera. Ég þarf að greiða meira fyr- ir vistun drengsins hér í Mosfells- bæ, heldur en ef ég byggi í Reykjavík; það munar um 4.000 krónum á mánuði. Nú eru leik- skólagjöld í Reykjavík að hækka og því mun þessi samanburður e.t.v. breytast. Við að flytja í Mosfellsbæ fékk ég lægri niðurgreiðslu fyrir dag- móðurina, og varð því að greiða hærra verð fyrir daggæslu. Ég fékk síðan sent bréf í sumar þess efnis að nú væri verið að hækka niðurgreiðsluna, en að það ætti við um gifta foreldra, eða foreldra í sambúð. Hvers vegna ég fékk bréfið, er mér hulið. Síðan þegar ég kynni mér málið varðandi gjöld í leikskóla, þá kemur í ljós að leikskólagjaldið er lægra fyrir gifta eða fólk í sambúð í Mosfells- bæ, heldur en er í Reykjavík. Það á alla vega við um barn í gæslu hálfan daginn. Einnig langar mig að nefna það hér í lokin, að mér bauðst viðbótarlán hjá Reykjavík- urborg, en það stóð mér ekki til boða hér í Mosfellsbæ. Stefna Mosfellsbæjar er því skýr: ein- stæðir foreldrar eru ekki æski- legir íbúar í bæjarfélaginu. Ég hef heyrt sveitastjórnarfólk fjalla um þessi mál í fjölmiðlum en þeir slá ryki í augu fólks með því að hamra á að verðlisti leikskólanna sé lægri en í öðrum sveitarfélög- um sem er eingöngu rétt að hluta, því þeir nefna ekki að niður- greiðslan á móti er lægri í ein- hverjum tilvikum t.d. hjá einstæð- um foreldrum, og því þurfa ein- stæðir foreldrar t.d. að greiða meira úr eigin vasa fyrir þessa þjónustu en sami hópur í Reykja- vík. Mér finnst rétt að þetta komi fram þar sem verið er að byggja upp nýtt hverfi í Mosfellsbæ og því er mikilvægt að einstæðir for- eldrar kynni sér þessi mál áður en þeir festa kaup á fasteign. ■ Um einstæða í Mosfellsbæ STEINDÓR J. ERLINGSSON VÍSINDASAGNFRÆÐINGUR UMRÆÐAN TRÚ OG TRÚLEYSI Frá lokum seinni heimsstyrjaldar hef- ur hræðslan við erfðafræði- lega nauðhyggju orðið þess valdandi að rannsóknir á tengslum erfða og atferlis hafa þar til nýlega verið litnar hornauga. ,, HÓLAR Í HJALTADAL Stefna Mosfells- bæjar er því skýr: Einstæðir foreldrar eru ekki æskilegir íbúar í bæjarfélag- inu. ,, HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR MOSFELLSBÆ, SKRIFAR UM MÁLEFNI EINSTÆÐRA FORELDRA 30-51 (30-31) Umræðan 15.12.2004 14.48 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.