Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 16.12.2004, Blaðsíða 18
18 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR JÓL Í KÍNA Þó fæstir Kínverjar haldi jólin hátíðleg fær- ist í vöxt að verslunarmenn nýti sér jóla- vertíðina til að auka sölu hjá sér í lok árs- ins. Langflestir Kínverjar eru taóistar, á bil- inu 3 til 4 prósent eru kristinnar trúar og tæplega 2 prósent múslimar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra um stöðu fiskútflutnings: Samkeppnishæfnin getur breyst hratt SJÁVARÚTVEGUR „Samkeppnishæfni getur breyst mjög hratt ef stjórn- völd vinna ekki stöðugt að því að vera í fremstu röð,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á kynningarfundi vegna nýs verk- efnis á vegum ráðuneytisins á Hótel KEA á Akureyri í fyrradag. Verkefnið ber yfirskriftina Sam- keppnishæfni í sjávarútvegi. Árni sagði verkefnið í fyrstu miðast við að glöggva sig á stöðunni, finna veikleika og styrk sjávarútvegsins með tilliti til samkeppnishæfni. Hann sagði rekstur sjávarútvegs- fyrirtækja sífellt verða flóknari og í raun væri heimsmarkaðurinn okkar heimamarkaður. Þá benti Árni á að samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem World Economic Forum (WEF) birti í október væru Íslendingar í 10. sæti af 104 löndum sem rannsókn- in náði til. „Hlýtur það að teljast mjög góð niðurstaða,“ sagði hann. Árni fór einnig inn á öryggi út- flutningstekna og sagði það eitt þeirra nýju verkefna sem sjávar- útvegsráðuneytið legði sérstaka áherslu á. Hann sagði hrun blasa við í útflutningstekjum ef ekki væri hægt að selja fisk úr landi og því mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt væri að komast hjá slíkum áföllum. - kk Sjá tækifæri til að sérsníða forvarnaráð Hægt er að sérsníða forvarnir gegn vímuefnaneyslu unglinga í landinu eftir því sem við á í hverju byggð- arlagi. Gæta þarf að rekjanleika upplýsinganna. Forvarnir hérlendis hafa skilað góðum árangri. KÖNNUN Greina má niðurstöður í rannsókn um vímuefnaneyslu skólanema í Evrópu eftir skólum. Sjá rannsakendur það sem gott tækifæri til að bregðast við vanda- málum á réttan hátt í hverju bæjar- félagi. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólans á Akureyri, segir að til þess að hægt verði að vinna nán- ar úr gögnunum eins og áhugi sé fyrir þurfi að huga sérstaklega að því að ekki verði hægt að rekja niðurstöður rannsóknanna til ein- staklinga. Til þess að hægt sé að gæta nafnleyndar þátttakenda þurfi fjöldi nemenda í skólum að vera fjörutíu til fimmtíu. Komi í ljós að heill árgangur hafi til dæmis neytt eiturlyfja sé ekki upplýst um niður- stöðurnar vegna rekjanleika þeirra. Fimmtán til sextán ára unglingar hérlendis komu vel út úr rannsókn sem gerð var í 35 Evrópulöndum og kynnt var á þriðjudag. Þeir eru í 31. sæti yfir þá unglinga sem reykt hafa 40 sinnum eða oftar og 30. sæti yfir þá sem hafa drukkið áfengi 40 sinnum eða oftar. Tólf prósent ís- lensku ungmennanna höfðu notað sniffefni, sem olli áhyggjum. Taka þurfi sérstaklega á því vandamáli. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands, sagði við kynn- ingu niðurstaðnanna að samvinna rannsóknarmanna og þeirra sem ynnu að forvörnum fælist í því að rannsóknarmennirnir kæmu nýjustu upplýsingum á framfæri. Það fólk sem ynni að forvörnum kynni greinilega til verka. Það sýndi árangur síðustu ára. Þóroddur segir að þátttakend- um rannsóknarinnar hafi verið lofað nafnleynd og hennar verði gætt: „Ef krakkarnir treysta okkur ekki fáum við aldrei framar réttar niðurstöður.“ - gag ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BRUNI Í KABYSSU Eldur kviknaði í kabyssu í smábát í Ísafjarðar- höfn á ellefta tímanum í fyrra- kvöld. Slökkvilið var kallað út en eigandi hafði að mestu náð að slökkva eldinn með slökkvitæki þegar það kom á staðinn. Skemmdir voru óverulegar. ÓK FULLUR HEIM AF BARNUM Maður á fertugsaldri var tekinn fyrir að aka undir áhrifum áfeng- is á Ísafirði á níunda tímanum í fyrrakvöld. Hann var að koma af skemmtistað og var tekinn við reglubundið eftirlit lögreglu. BLOTNUÐU Í FÆTURNA Bíll hafn- aði úti í tjörn á Skeiðarársandi skammt frá Skeiðarárbrú um klukkan fjögur í fyrradag. Ungt par og lítið barn sem voru í bíln- um sluppu án meiðsla en þau blotnuðu í fæturna á leið út úr bílnum. Hálka var á veginum auk þess sem skyggni var lélegt vegna snjókomu. Bíllinn var óökufær. KEFLAVÍK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! BORGARNES MOSFELLSBÆR AKUREYRI HÖFN SELFOSS HVOLSVÖLLUR REYKJAVÍK Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Víkurbraut 4 780 Höfn Miðási 23 700 Egilsstöðum Sólbakka 8 310 Borgarnesi Iðavöllum 8 230 Keflavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK Njarðarnesi 1 603 Akureyri HAFNARFJÖRÐUR KÓPAVOGUR ...einfaldlega betri! Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Á TALI AÐ LOKNUM FUNDI Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sem spurði spurninga á kynningarfundi ráðherra á Akureyri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR Í HINU HÚSINU Þóroddur, til vinstri, segir að til þess að hægt sé að gæta nafnleyndar þátttakenda þurfi fjöldi nemenda í skólum að vera fjörutíu til fimmtíu. Komi í ljós að heill árgangur hafi til dæmis neytt eiturlyfja sé ekki upplýst um niðurstöðurnar vegna rekjanleika þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 18-19 15.12.2004 19:49 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.