Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 18

Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 18
18 16. desember 2004 FIMMTUDAGUR JÓL Í KÍNA Þó fæstir Kínverjar haldi jólin hátíðleg fær- ist í vöxt að verslunarmenn nýti sér jóla- vertíðina til að auka sölu hjá sér í lok árs- ins. Langflestir Kínverjar eru taóistar, á bil- inu 3 til 4 prósent eru kristinnar trúar og tæplega 2 prósent múslimar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra um stöðu fiskútflutnings: Samkeppnishæfnin getur breyst hratt SJÁVARÚTVEGUR „Samkeppnishæfni getur breyst mjög hratt ef stjórn- völd vinna ekki stöðugt að því að vera í fremstu röð,“ sagði Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra á kynningarfundi vegna nýs verk- efnis á vegum ráðuneytisins á Hótel KEA á Akureyri í fyrradag. Verkefnið ber yfirskriftina Sam- keppnishæfni í sjávarútvegi. Árni sagði verkefnið í fyrstu miðast við að glöggva sig á stöðunni, finna veikleika og styrk sjávarútvegsins með tilliti til samkeppnishæfni. Hann sagði rekstur sjávarútvegs- fyrirtækja sífellt verða flóknari og í raun væri heimsmarkaðurinn okkar heimamarkaður. Þá benti Árni á að samkvæmt niðurstöðu rannsóknar sem World Economic Forum (WEF) birti í október væru Íslendingar í 10. sæti af 104 löndum sem rannsókn- in náði til. „Hlýtur það að teljast mjög góð niðurstaða,“ sagði hann. Árni fór einnig inn á öryggi út- flutningstekna og sagði það eitt þeirra nýju verkefna sem sjávar- útvegsráðuneytið legði sérstaka áherslu á. Hann sagði hrun blasa við í útflutningstekjum ef ekki væri hægt að selja fisk úr landi og því mikilvægt að horfa til þess hvernig hægt væri að komast hjá slíkum áföllum. - kk Sjá tækifæri til að sérsníða forvarnaráð Hægt er að sérsníða forvarnir gegn vímuefnaneyslu unglinga í landinu eftir því sem við á í hverju byggð- arlagi. Gæta þarf að rekjanleika upplýsinganna. Forvarnir hérlendis hafa skilað góðum árangri. KÖNNUN Greina má niðurstöður í rannsókn um vímuefnaneyslu skólanema í Evrópu eftir skólum. Sjá rannsakendur það sem gott tækifæri til að bregðast við vanda- málum á réttan hátt í hverju bæjar- félagi. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólans á Akureyri, segir að til þess að hægt verði að vinna nán- ar úr gögnunum eins og áhugi sé fyrir þurfi að huga sérstaklega að því að ekki verði hægt að rekja niðurstöður rannsóknanna til ein- staklinga. Til þess að hægt sé að gæta nafnleyndar þátttakenda þurfi fjöldi nemenda í skólum að vera fjörutíu til fimmtíu. Komi í ljós að heill árgangur hafi til dæmis neytt eiturlyfja sé ekki upplýst um niður- stöðurnar vegna rekjanleika þeirra. Fimmtán til sextán ára unglingar hérlendis komu vel út úr rannsókn sem gerð var í 35 Evrópulöndum og kynnt var á þriðjudag. Þeir eru í 31. sæti yfir þá unglinga sem reykt hafa 40 sinnum eða oftar og 30. sæti yfir þá sem hafa drukkið áfengi 40 sinnum eða oftar. Tólf prósent ís- lensku ungmennanna höfðu notað sniffefni, sem olli áhyggjum. Taka þurfi sérstaklega á því vandamáli. Þórólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla Íslands, sagði við kynn- ingu niðurstaðnanna að samvinna rannsóknarmanna og þeirra sem ynnu að forvörnum fælist í því að rannsóknarmennirnir kæmu nýjustu upplýsingum á framfæri. Það fólk sem ynni að forvörnum kynni greinilega til verka. Það sýndi árangur síðustu ára. Þóroddur segir að þátttakend- um rannsóknarinnar hafi verið lofað nafnleynd og hennar verði gætt: „Ef krakkarnir treysta okkur ekki fáum við aldrei framar réttar niðurstöður.“ - gag ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BRUNI Í KABYSSU Eldur kviknaði í kabyssu í smábát í Ísafjarðar- höfn á ellefta tímanum í fyrra- kvöld. Slökkvilið var kallað út en eigandi hafði að mestu náð að slökkva eldinn með slökkvitæki þegar það kom á staðinn. Skemmdir voru óverulegar. ÓK FULLUR HEIM AF BARNUM Maður á fertugsaldri var tekinn fyrir að aka undir áhrifum áfeng- is á Ísafirði á níunda tímanum í fyrrakvöld. Hann var að koma af skemmtistað og var tekinn við reglubundið eftirlit lögreglu. BLOTNUÐU Í FÆTURNA Bíll hafn- aði úti í tjörn á Skeiðarársandi skammt frá Skeiðarárbrú um klukkan fjögur í fyrradag. Ungt par og lítið barn sem voru í bíln- um sluppu án meiðsla en þau blotnuðu í fæturna á leið út úr bílnum. Hálka var á veginum auk þess sem skyggni var lélegt vegna snjókomu. Bíllinn var óökufær. KEFLAVÍK GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! BORGARNES MOSFELLSBÆR AKUREYRI HÖFN SELFOSS HVOLSVÖLLUR REYKJAVÍK Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Víkurbraut 4 780 Höfn Miðási 23 700 Egilsstöðum Sólbakka 8 310 Borgarnesi Iðavöllum 8 230 Keflavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK Njarðarnesi 1 603 Akureyri HAFNARFJÖRÐUR KÓPAVOGUR ...einfaldlega betri! Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Á TALI AÐ LOKNUM FUNDI Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sem spurði spurninga á kynningarfundi ráðherra á Akureyri. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /K K NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR Í HINU HÚSINU Þóroddur, til vinstri, segir að til þess að hægt sé að gæta nafnleyndar þátttakenda þurfi fjöldi nemenda í skólum að vera fjörutíu til fimmtíu. Komi í ljós að heill árgangur hafi til dæmis neytt eiturlyfja sé ekki upplýst um niðurstöðurnar vegna rekjanleika þeirra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI 18-19 15.12.2004 19:49 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.