Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 38

Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 38
Jólaþrifin geta verið hausverkur þegar mikið er að gera í vinnunni í desember. Það getur því margborgað sig að ráða manneskju til sín sem sér um að þrífa allt hátt og lágt, fara svo með dúkana og gardínurnar í hreinsun í stað þess að standa í öllu sjálfur. Þá verður heimilið hreint og falllegt á jólunum án þess að heimilisfólkið sé dauðþreytt eftir þrif.[ Íslenskt grasate úr arabískum katli Auður Ólafsdóttir er mikið fyrir te. Auður ásamt Arndísi Lóu dóttur sinni en þær mæðgur fá sér stundum silfurte á kvöldin. Auður Ólafsdóttir, rithöfundur og listfræðingur, kann vel við sig í eldhúsinu sínu, einkum á þessum árstíma þar sem Landakotskirkju ber við rökkurhimininn í öllu sínu veldi í gegnum gluggann. Það er einkum tvennt í eldhúsinu sem hún telur sérstök þarfaþing: „Það er annars vegar arabíski Aladdín teketillinn minn sem mér áskotn- aðist þegar ég bjó í París. Hann er frá Marokkó og svona eins og maður sér í teiknimyndasögun- um. Hins vegar er það grósku- mikil rósmarínplanta sem vex í glugganum sem snýr út að Landa- kotskirkju en ég er með kór- gluggann úr kirkjunni inn um gluggann hjá mér. Þessi planta var upphaflega lítill afleggjari sem dóttir mín kom með heim frá Frakklandi í vasanum og færði mér og nú er hún orðin svo stór að hún skyggir á kórgluggann á kirkjunni.“ Eldhúsþarfaþingin hennar Auðar eru bæði frá Frakk- landi þar sem hún bjó í sjö ár. „Matargerð frá Norður-Afríku er mjög áberandi í París og maður komst ekki hjá því að hrífast með. Í svona katli er yfirleitt búið til sætt te úr myntulaufum en við notum hann aðallega til að búa til íslenskt grasate úr jurtum sem við tínum í sveitinni og þurrkum; blóðbergi, silfurmuru, gæsalauf- um, vallhumli og maríustakki. Matur kemur mikið við sögu í skáldsögunni minni, Rigning í nóvember, og með bókinni fylgir uppskriftapési með fjörutíu og sjö mataruppskriftum og einni prjónauppskrift. Rósmarín kem- ur við sögu í skáldsögunni og einnig er mikið af tei í henni.“ Silfurte úr Rigningu í nóvember: Hellið kaldri mjólk í glas að einum þriðja og fyllið síðan upp með sjóðandi vatni að tveimur þriðju. Bragðbætið með hunangi. Drekkið eftir kvöldmat með barni sem komið er í náttfötin, áður en það burstar tennurnar. Ræðið atburði dagsins og skipu- leggið saman morgundaginn yfir silfurteinu. ■ Mikið úrval af burstasettum og neistahlífa, ásamt ýmis konar aukahlutum. Opið laugardaga kl. 10-16 og sunnudaga kl. 12-16 til jóla. Arinbúðin Stórhöfða 17 v/Gullinbrú (fyrir neðan húsið) Sími 567 2133 · www.arinn.is BLÓMÁLFURINN Íslandsmeistari í blómaskreytingum Vesturgötu 4 sími 562 2707 Vandaðar heimilis og gjafavörur Kringlunni - sími : 533 1322Sendum í póstkröfu Ferðapokar 3 gerðir Verð frá 2900.- LISTASMIÐJAN KERAMIK OG GLERGALLERÍ MIKIÐ ÚRVAL AF JÓLAKERAMIKI OG FÖNDURVÖRUM OPIÐ ALLA DAGA TIL JÓLA Opið föndurkvöld alla fimmtudaga frá kl. 18-22 t.d. fyrir keramikmálun, korta- og lampagerð Kothúsum, Garði Deco Art Garðatorgi Full búð af föndur- og gjafarvörum. Ráðgjöf og leiðbeiningar á staðnum. Afsláttur af jólaföndri. Sími 555-0220 ] 38-39 (08-09) Allt heimili ofl 15.12.2004 14.28 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.