Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 67

Fréttablaðið - 16.12.2004, Page 67
47FIMMTUDAGUR 16. desember 2004 IMBAKASSINN ■ FÓLK ■ FÓLK Hundurinn fær rándýran mat Britney Spears lætur ekki Chihu- ahua-hundinn sinn borða hvað sem er og gaf honum nýlega rán- dýra steik upp á 180 dollara. Stjarnan ákvað að gefa Bitbit klassamat þegar hún gisti á hótel- inu Bellagio í Las Vegas. Spears pantaði bestu sneið af kjötinu frá veitingastaðnum Picasso þar sem meistarakokkurinn Julian Serra- no útbýr mat einungis fyrir hina ríku og frægu. „Talandi um móðg- un, Julian er einn frægasti kokk- urinn í Bandaríkjunum. Tilhugs- unin um að hann hafi eldað fyrir lítinn Chihuahua er fáránleg. Sem betur fer sagði enginn honum hvar maturinn endaði. Þvílík van- virðing við hæfileika hans,“ sagði heimildarmaður. ■ Chris Martin lætur í sér heyra Chris Martin, söngvari hljóm- sveitarinnar Coldplay, er ekki sáttur við þær gagnrýnisraddir sem heyrast í garð Band Aid 20 lagsins. Hann segir að fólk ætti að kaupa plötuna sama hvort því líki lagið eður ei. „Ég hef heyrt nei- kvæðar raddir um lagið og mér finnst það algjört rugl. Að mínu mati snýst þetta ekki um lagið eða orðin heldur um myndirnar sem sjást í myndbandinu. Það myndi ekki skipta neinu máli ef hópur af poppstjörnum myndi standa og berja á potta ef þau væru að segja að þau hafi áhuga á þessu málefni og því hvað er að gerast í Afríku,“ sagði Martin. Martin sagði í sjónvarpsviðtali á mánudaginn: „Þið sem gagnrýn- ið lagið og líkar það ekki, þetta er eins og þið mynduð ganga fram- hjá betlara án þess að gefa honum pening aðeins af því að ykkur lík- aði ekki lagið sem hann söng.“ Söngvarinn hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum af fátækt í heiminum. „Annaðhvort geturðu hunsað vandann og látið sem hann sé ekki til staðar eða eins og í mínu tilfelli að þér finnst þú hafa átt það svo gott að þú einfaldlega verður að láta þig málefnið varða.“ ■ Vatn fossa inn í töfralæknisins tjald! Koma þurfa röraleggjamaðurinn! Röraleggjamaðurinn þrjár vikur koma! CHRIS MARTIN er óánægður með neikvæð orð sem fólk lætur falla í garð Band Aid 20 lagsins. BRITNEY SPEARS splæsti nýlega í steik fyrir 180 dollara handa Chihuahua-hundinum sínum. 66-67 (46-47) Fólk 15.12.2004 17.41 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.