Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 18.12.2004, Síða 6
TÓBAKSALA Sextán sölustaðir í Hafnarfirði af 27, eða 59 pró- sent, seldu unglingum tóbak í nýlegri könnun sem forvarnar- nefnd Hafnarfjarðar gerði. Út- koman er ögn skárri nú en í vor, þegar 62 prósent sölustaða seldu unglingum tóbak. Þó að útkoman nú hafi verið betri en í vor segir í tilkynn- ingu frá forvarnarnefndinni að svo virðist sem seljendur í Hafnarfirði séu að auka tó- bakssölu til barna. Samt eru aðrir seljendur stöðugt að setja skýrari reglur til að tryggja að aldurstakmörk verði virt. Ný- legar rannsóknir á lífsstíl hafn- firskra unglinga sýna að reyk- ingar hafa dregist saman eins og á landinu í heild. Við gerð könnunarinnar fóru tveir sextán ára unglingar, úr tíunda bekk, á sölustaði undir eftirliti starfsmanna Hafnar- fjarðarbæjar. Í fyrri könnun- um fóru fjórtán ára unglingar á sölustaði. Eftirtaldir staðir seldu unglingunum ekki tóbak: Bónusvideo Lækjargötu, Videoholtið, Samkaup, Egypt- inn, Olís Vesturgötu, Essó Reykjavíkurvegi, Hvammur, Holtanesti, Krónan, Jolli og 10- 11 Setbergi. - hrs 6 18. desember 2004 LAUGARDAGUR Sölustaðir í Hafnarfirði kannaðir: Sextán seldu unglingum tóbak Fischer getur fengið útlendingavegabréf Skákmeistarinn Bobby Fischer gæti fengið útlendingavegabréf og því er óvíst hvort hann setjist að hér á landi þrátt fyrir dvalarleyfið. Davíð Oddsson segir brot Fischers fyrnt. STJÓRNMÁL Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlend- ingastofnunar segir að hugsan- lega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. „Með slíku vega- bréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild“. Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til lang- frama: „Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera.“ Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægð- ur með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. „Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu.“ Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsan- legt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi jap- anska útlendingaeftirlitsins úti- lokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á við- skiptabanninu á Júgóslavíu sé það brot fyrnt samkvæmt íslenskum lögum. Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Ís- lendingar, rétt eins og Banda- ríkjamenn, hafi tekið þátt í við- skiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagði bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnar- innar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum. a.snaevarr@frettabladid.is Milosevic: Vill Clinton sem vitni HAAG, AFP Slobodan Milosevic krafðist þess aftur að Bill Clint- on og Tony Blair yrðu boðaðir sem vitni í réttarhöldunum yfir honum. Aftur var kröfunni hafn- að af dómurum stríðsdómstóla Sameinuðu þjóðanna. Einn dómaranna, Patrick Robinson, sagði að munnlegri ósk Milosevics hefði verið hafn- að, en að hann hefði verið hvatt- ur til að skila inn skriflegri kröfu þar sem fram kæmi vitnisburður um að Clinton og Blair hefðu neitað að bera vitni þegar þess var óskað. ■ Sýrland: Segjast ekki í Írak DAMASKUS, AFP George W. Bush varaði Írani og Sýrlendinga við því að afskipti af Írak væru ekki í þeirra þágu, sérstaklega ekki þegar liði að kosningum í Írak. Viðvörunin kom degi eftir að varnarmálaráðherra Írak, Hazem Shaalan, sakaði ríkis- stjórnir landanna tveggja um að skipuleggja hryðjuverk í Írak og sagði Teheran „hættulegasta óvin Írak“. Sýrlendingar þvertóku fyrir það sem þeir sögðu tilhæfulaus- ar ásakanir bandaríska forset- ans og sumra embættismanna í Írak. ■ ■ Davíð Oddsson utanríkisráð- herra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabann- inu á Júgó- slavíu sé það brot fyrnt sam- kvæmt íslensk- um lögum. VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir fjörðurinn sem búið er aðbrúa á Snæfellsnesi? 2Hvað heitir forstjóri Fjarðaráls? 3Hvað heitir forseti Úsbekistans? Svörin eru á bls. 78 „Dúndurhöfundur“ Auður Jónsdóttir 8. sæti Skáldverk Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 8. – 14. des. „Makalaus bók, við höfum eignast dúndurhöfund ... Frábærlega hugsuð og yndislega stíluð.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 „Margslungin skáldsaga sem greip mig svo fast og snerti mig svo sterkt að ég hreinlega táraðist á stundum.“ Úlfhildur Dagsdóttir, bokmenntir.is „Besta bók Auðar.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið 1. prentun uppseld 2. prentun komin í verslanir 3. sæti Skáldsögur „Afar áhrifarík.“ Fríða B. Ingvarsdóttir, Mbl. MENNTAMÁLARÁÐHERRA Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra skipar í stöðu skólameistara við Fjölbrautaskólann við Ármúla frá og með næstu áramótum. Tíu hafa sótt um stöðuna. Skólameistari við FÁ: Tíu sækja um starfið SKÓLAMÁL Tíu hafa sótt um stöðu skólameistara við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla, þar af þrír starfs- menn skólans. Búist er við að menntamálaráðherra skipi í stöð- una til fimm ára frá næstu ára- mótum. Umsækjendur eru Anna Jóna Guðmundsdóttir kennari, Erpur Snær Hansen kennari, Eyjólfur Bragason, náms- og starfsráðgjafi í FÁ, Gísli Ragnarsson aðstoðar- skólameistari, Helga Kristín Kolbeins áfangastjóri, Magnús Ingólfsson kennslustjóri, Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri, Ólafur Hjörtur Sigurjónsson að- stoðarskólameistari FÁ, Sigur- laug Kristmannsdóttir kennari og fjarnámsstjóri FÁ og Svava Þor- kelsdóttir deildarstjóri. - ghs ABC barnahjálp: Safnað fyrir kornabarnahúsi HJÁLPARSTARF Alls söfnuðust 1,2 milljónir króna fyrir kornabarna- húsi í útvarpssöfnun sem ABC barnahjálp stóð fyrir á Lindinni í október. Kornabarnahúsið er fyrir yfirgefin kornabörn og er viðbót við El Shaddai-barnaheimilið á Indlandi sem Íslendingar hafa byggt og rekið frá 1995. Alls hafa safnast um 3,2 millj- ónir króna fyrir byggingu hússins en kostnaðaráætlun nemur 4,7 milljónum króna. Enn vantar því um 1,5 milljónir til að ljúka bygg- ingunni. Guðrún Margrét Pálsdóttir, að- alfrumkvöðull ABC barnahjálpar, segir að samtökin vanti alls 6,5 milljónir upp í byggingafram- kvæmdir á Indlandi og í Úganda á næstunni. Krónan hafi verið sterk á þessu ári og því talsvert verið framkvæmt fyrir gengismun. Búið sé að senda fjármagn fyrir grunni kornabarnahúss og starfs- mannahúss og vonast sé til að meiri peningar verði sendir innan þriggja til fjögurra mánaða svo að framkvæmdir stöðvist ekki. Söfnunarreikningur ABC barnahjálpar í Íslandsbanka er númer 515-14-280000 og kenni- talan 690688-1589. - ghs KORNABÖRN Á INDLANDI ABC barnahjálp safnaði 1,2 milljón- um króna upp í kornabarnahús á Indlandi í söfnun á útvarpsstöðinni Lindinni í október. Enn vantar 1,5 milljónir til að ljúka byggingunni. Jarðsveppur: Dýrt lostæti rotnar LONDON, AFP Endalok jarðsvepps sem keyptur var fyrir rúmar þrjár milljónir króna urðu þau að rotna í breskum ísskáp. Nokkrir vel stæðir viðskiptavinir veitingastað- arins Zafferano í London höfðu keypt lostætið frá Toskana-héraði á Ítalíu en vegna mikils áhuga á jarðsveppnum var hann hafður til sýnis nokkrum dögum of lengi. Matreiðslumeistari veitinga- hússins fór í frí eftir að hafa læst jarðsveppinn í ísskápnum, og tók lyklana með sér í fríið. Þegar hann sneri til baka eftir fjóra daga var sveppurinn orðinn ónýtur og því þurfti eigandinn að henda honum. ■ BOBBY FISCHER Gæti fengið útlendingavegabréf í kjölfar dvalarleyfis. SÍGARETTUR 59 prósent sölustaða seldu unglingum tóbak. BILL CLINTON Dómarar höfnuðu kröfu um að Clinton þyrfti að bera vitni. 06-07 17.12.2004 20:35 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.