Fréttablaðið - 24.12.2004, Side 4

Fréttablaðið - 24.12.2004, Side 4
4 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR Bókasala fyrir jól: Arnaldur í sérflokki BÓKASALA „Ég átti von á því að Kleifarvatn myndi seljast vel, en það eru mikil tíðindi að hún hafi selst í meira en 20 þúsund eintök- um,“ segir Sigurður Svavarsson hjá Félagi íslenskra bókaútgef- enda um bókasöluna fyrir jólin. Arnaldur Indriðason er konung- ur jólabókaflóðsins í ár og stefnir í metsölu í bókstaflegri merkingu. Í gær höfðu 22 þúsund eintök selst af bókinni. „Ég hef haldið því fram að það væri ekki hægt að selja meira en tólf til fimmtán þúsund eintök af einum titli fyrir jól á þessum litla markaði. Arnaldur hefur hitt á eitthvað einstakt.“ Samkvæmt upplýsingum frá Hag- kaup hefur bókin Fiskréttir Hag- kaupa líka selst í um 20 þúsund eintökum fyrir þessi jól. Arnaldur ber höfuð og herðar yfir aðra höfunda samkvæmt spá bókaútgefenda, því talið er að bók Guðrúnar Helgadóttur, Öðruvísi fjölskylda, seljist í um tólf þúsund eintökum. Sigurður segir að fyrir utan Arnald sé fátt sem komi á óvart. Guðrún sé fyrir löngu búin að festa sig í sessi og nái mjög vel til barna og Óttar Sveinsson eigi fastan og dyggan lesendahóp. - bs Hermenn í Írak heyja sálarstríð Sálarþrek bandarískra hermanna í Írak fer dvínandi. Árásin á herstöðina í Mosul var sjálfsmorðsárás. Hermönnum finnst þeir hvergi vera öruggir. Verktakar í uppbyggingarstarfi gefast upp. ÍRAK, ÞÝSKALAND Bandarísk yfir- völd hafa nú staðfest að spreng- ingin sem varð 22 mönnum að bana í matsal bandarískrar her- stöðvar í borginni Mosul í Írak á þriðjudaginn var ekki vegna flug- skeytis heldur var um sjálfs- morðsárás ræða. 69 manns særðust í árásinni. Donald Rumsfeld, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, og Richard Myers hershöfðingi til- kynntu þetta á blaðamannafundi í gær. Líkamshlutar árásarmanns- ins hafa fundist sem og vesti sem hann notaði til að geyma sprengi- efnið í. Árásin á þriðjudaginn er litin gríðarlega alvarlegum augum. Ekki hefur orðið meira mannfall í árás á bandaríska herstöð í Írak síðan stríðið hófst í mars 2003. Stjórnmálaskýrendur í Bandaríkj- unum segja að árásin hafi þegar haft áhrif á sálarþrek hermanna. Fyrst hægt sé að ógna öryggi þeirra með þessum hætti inni á herstöð finnist þeim að þeir séu hvergi öruggir. Fyrirtækið sem ráðið var til að reka mötuneytið í herstöðinni í Mosul er með starfsmenn frá ýmsum löndum í vinnu hjá sér, einnig Íraka. Samtökin Ansar al- Sunnah sem hafa lýst ábyrgð á árásinni segja á heimasíðu sinni á netinu að maðurinn sem sprengdi sig í loft upp hafi verið Íraki frá Mosul. Hann hafi starfað í mötu- neytinu í fjóra mánuði áður en hann sprengdi sig í loft upp. Aukin sókn uppreisnarmanna hefur ekki bara áhrif á sálarlíf hermanna heldur einnig uppbygg- inguna í landinu. Í gær tilkynnti verktakafyrirtækið Contrack International að það væri hætt að sinna verkefni sínu við uppbygg- ingu vegakerfisins. Það verk var metið á rúma 20 milljarða króna. Ástæðan fyrir því að fyrirtækið ætlar að draga sig út úr Írak er aukin hætta á hryðjuverkum og ógn við öryggi starfsmanna. Mikið er að gera á hersjúkra- húsinu í Landstuhl í Þýskalandi þessa dagana en þangað eru illa særðir bandarískir hermenn flutt- ir frá Írak. Læknar vinna nú myrkranna á milli og er reiknað með því að ástandið verði svipað um jólin. Á miðvikudaginn voru 42 hermenn fluttir þangað. Sautján af þeim voru taldir í bráðri lífshættu. Í gær voru 30 hermenn til viðbótar fluttir til Landstuhl. trausti@frettabladid.is SÍMINN Brynjólfur Bjarnason forstjóri fyrirtækisins. Einkavæðing: Samið um ráðgjöf VIÐSKIPTI Einkavæðingarnefnd skrifaði í gær undir samkomulag við fjármálafyrirtækið Morgan Stanley um að fyrirtækið veiti nefndinni ráðgjöf og aðra þjón- ustu við sölu ríkisins á hlutabréf- um í Símanum. Fjórtán tilboð bárust í verkið frá innlendum og erlendum fyrir- tækjum áður en frestur til að skila inn tilboðum rann út 25. október. Ákvörðunin var tekin eftir mat einkavæðingarnefndar á verði, þjónustu og gæðum tilboðanna. Ríkið á um 99 prósent hlutafjár í Símanum. -ghg Menningar- og viður- kenningarsjóður KEA: 27 styrkir STYRKVEITINGAR Styrkir úr Menn- ingar- og viðurkenningarsjóði KEA voru afhentir á Fiðlaranum á Akureyri sl. miðvikudag. Alls bárust 85 umsóknir og fengu 27 styrki, samtals að fjárhæð rúmar fimm milljónir króna. Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri KEA, og Benedikt Sigurðar- son, formaður stjórnar, afhentu styrkina og í máli Andra kom fram að þetta var í annað sinn á árinu sem sjóðurinn veitir styrki. Sam- tals hefur verið úthlutað um 13 milljónum króna úr sjóðnum í ár. - kk Borðar þú skötu á Þorláksmessu? Spurning dagsins í dag: Ferð þú í jólaboð? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 54,13% 45,87% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun VEGLEGUR STYRKUR Frá afhendingu styrksins, f.v. Guðmundur Þ. Jónsson, Georg Páll Skúlason, Séra Hjálmar Jónsson og Bjarni Torfason.. Í hjartastað: Veglegur styrkur HEILBRIGÐISMÁL Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna í Reykjavík afhenti söfnuninni Í hjartastað og Minn- ingarsjóði Þorbjörns Árnasonar styrk að upphæð 400.000 krónur í vikunni. Söfnunin er til að fjár- magna gervihjörtu og þjálfa starfsfólk Landspítala - háskóla- sjúkrahúss til að læra tæknina sem þarf til að koma hjörtum fyrir. Gervihjarta er ný tækni og stór- kostleg, þar sem dælubúnaður er græddur í sjúklinginn í hjartastað. Búnaðurinn sér um að dæla blóð- inu um líkamann upp frá því. ■ METSÖLUSPÁ BÓKAÚTGEFENDA 1. Kleifarvatn Arnald Indriðason. 2. Öðruvísi fjölskylda Guðrúnu Helga- dóttur. 3. Útkall: Týr sekkur Óttar Sveinsson. 4. Barn að eilífu Sigmund Erni Rúnarsson. 5. Sakleysingjarnir Ólaf Jóhann Ólafsson. 6. Englar og djöflar Dan Brown. 7. Belladonna skjalið Ian Caldwell og Dustin Thomason. 8. Baróninn Þórarinn Eldjárn. 9. Dauðans óvissi tími Þráin Bertelsson. 10. Halldór Halldór Guðmundsson / Heimsmetabók Guinnes / Arabíu- konur Jóhönnu Kristjónsdóttur. BÓKAFLÓÐ Kleifarvatn hefur selst í 22 þúsund eintökum og kláraðist í búðum. Bókin er gefin út af Eddu og er þetta metár fyrir forlagið. Mest seldu bækurnar þessi jól samkvæmt spá Félags íslenskra bókaútgefenda. Spá- in byggir á prentuðu upplagi titla og á sölulistum bókabúða og forleggjara. EFTIR ÁRÁSINA Í MOSUL Hermenn bera særðan hermann á sjúkrabörum eftir sjálfsmorðsárásina í matsal herstöðv- arinnar í Mosul í Írak. FALLNIR HERMENN Í átökum 1.035 Slys 280 Alls 1.315 Heimild: Bandaríska varnarmálaráðuneytið ÁREKSTUR Á HVILFTARSTRÖND Þriggja bíla árekstur varð á Hvilft- arströnd í Önundarfirði í gærdag. Einn bílanna var kyrrstæður þegar bíll rann aftan á hann og þriðji bíll- inn þar á eftir. Fremsti bíllinn hafnaði utan vegar. Einn maður kvartaði undan eymslum. Bílarnir skemmdust ekki mikið. ELDUR Í POTTI Eldur kviknaði í potti á eldavél í Reykjavík í gær og slökkviliðið var kallað til. Enginn búnaður var á heimilinu til að slökkva eldinn og meiddist húsráð- andi lítillega við að ráða niðurlög- um eldsins. Varðstjóri hjá slökkviliðinu brýnir fyrir fólki að vera búið að hugsa fyrir hvernig skuli bregðast við verði eldur laus. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.