Fréttablaðið - 24.12.2004, Síða 24

Fréttablaðið - 24.12.2004, Síða 24
24 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR STEFÁN JÓN HAFSTEIN Fylgdi konu sinni, sem þá var flugfreyja, til Lúxemborg- ar. Honum þóttu það ekki skemmtileg jól. Laufabrauð í póstinum og bara mylsnan eftir í boxinu til að nusa af í fjarlægu landi. Engin útvarpsmessa. Engin jólaföt. Ekkert hangikjöt. Bara fyllerí og erill og allir á hvunndagsskónum. Enginn hátíðleiki. Engin fjölskylda. Engin jól. Fréttablaðið tók púlsinn á þremur Íslendingum sem kynnst hafa jólunum að heiman. Hermann Hreiðarsson, atvinnu- maður í fótbolta, segist orðinn vanur því að boltinn setji strik í reikninginn þegar kemur að jólahaldi. Hermann spilar með Charlton í ensku úrvalsdeildinni, en liðið mætir Southampton ann- an í jólum. „Maður nær aðfanga- dagskvöldi ágætlega,“ segir hann en þá er æft um morguninn og svo er frí það sem eftir lifir dags. „Svo er mætt snemma á jóladagsmorgun á æfingu,“ segir hann en bætir við að leikmenn fái aðeins að kíkja heim til sín áður en haldið er úr húsi seinni partinn inn á hótel þar sem er dvalið þar til að leik kemur. „Leikurinn er svo held ég klukk- an tólf á annan í jólum, þannig að maður verður kominn heim aft- ur í kvöldmatinn um sex eða sjöleytið.“ „Maður gengur orðið að því vísu að það sé leikur á annan í jólum,“ segir hann, en þannig hafi þetta verið hjá honum síð- ustu sjö til átta árin. „Svo er aft- ur leikur 28. desember, svo 1. janúar og aftur 3. janúar, þannig að það er bara fjör í þessu.“ Hermann segir að á heimilinu séu fjögur börn og um jólin eðli- lega líf og fjör, fullt hús af gest- um. „Þetta er bara ein af þessum fórnum sem fylgja starfinu og ekkert verið að grenja neitt yfir því.“ ■ Að heiman um jólin GUÐNÝ OG JORDI Eru á leiðinni heim um jólin. Þau upplifa í fyrsta sinn íslensku jólin saman. Guðný segir að hún sé mikið jólabarn. Hún geti alls ekki hugsað sér að missa af þeim íslensku. HERMANN HREIÐARSSON Hermann segist alvanur því að fórna jólahaldi með fjölskyldunni fyrir æfingar og leiki með liði sínu í boltanum, þetta sé bara eitt af því sem fylgi atvinnu- mennsku í fótbolta. Fórnar jólum fyrir boltann Stefán Jón Hafstein, borgarfull- trúi R-listans, segir sorglegustu jólin sín hafa verið þegar hann fór með konunni sinni, sem þá var flugfreyja, til Lúxemborgar. „Hún var send til Lúxemborgar og var neydd til að stoppa þar um jólin. Ég fékk reyndar að fara með, svo þetta yrði skárra fyrir hana,“ seg- ir Stefán Jón, sem var þá rétt um tvítugt. Stefán segir þau hafa fengið einhverja vísbendingu að kalkúni á hótelinu en á hefði þetta endað á hálfgerðu fylliríi. „Mér þóttu þetta ekki skemmtileg jól.“ Síðan hefur Stefán oftar upplifað jól í útlönd- um, eins og á námsárunum í Bandaríkjunum. Hann segir það hafa þó verið öðruvísi, því þar átti hann heimili. Mamma hans sendi laufabrauð í boxi til Ameríku og hann gat þefað af mylsnunni þeg- ar sendingin kom. ■ Sorgleg jól í Lúxemborg „Aðalmáltíðin allt árið um kring er í hádeginu þannig að aðaljólamáltíðin er líka í há- deginu. Fjölskyldan kemur saman á jóladaginn og borðar á milli tvö og sex. Það er jóla- hátíðin á Spáni,“ segir Guðný Hilmarsdóttir ljósmyndari sem búsett er í Barcelona. Guðný segir æ algengara að pakkar séu gefnir á að- fangadagskvöld. Gjafaaustur eins og sjáist hér hafi ekki tíðkast þar áður á jólunum. Fólk klæði sig ekki í spariföt- in þótt komin séu jól. Guðný hefur búið í rúm sex ár á Spáni en aldrei upplifað jólin þar sjálf. „Ég vil alls ekki missa af íslensku jólum. Ég er hér allt árið og væri hér með fjöl- skyldu og allt, því kærastinn minn er héðan, en af því sem er búið að segja mér frá myndi ég ekki vilja skipta út íslensku jólunum,“ segir Guð- ný og bætir við: „Hér er ekki þetta myrkur og kertaljósin og kósí stemning sem maður finnur heima. Ég er svo mikið jólabarn, ég get ekki hugsað mér tvö ár án íslenskra jóla.“ Guðný hefur eftir kærasta sínum að fólk á Spáni sé búið að missa jólaandann sem hafi verið. „Fólk lítur á jólin sem frí í vinnunni. Aðalhátíðin er um daginn og svo fer fólk út að djamma um kvöldið,“ segir Guðný: „Ef það er frí daginn eftir þá eru barirnir opnir. Það er bara þannig.“ Guðný segir að litlu hefði munað að hún fengi ekki frí í vinnunni hjá Samsung þar sem hún selur raftæki hálfan daginn: „Ég barðist fyrir frí- inu og það tókst.“ Hún stoppi því stutt að þessu sinni, að- eins nokkra daga. Kærastinn Jordi komi með henni. Hann hafi oft komið til landsins en aldrei um jól. Þau séu því spennt að upplifa íslensk jól saman. ■ Jólabarnið kemur heim frá Barcelona

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.