Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 18
Þ að er ekki eins og HalldórÁsgrímsson þekki ekkihvern krók og kima í stjórn- arráðinu þótt hann sé nýlega búinn að klára fyrstu þrjá mánuð- ina – reynslutímann í nýrri vinnu. Myndirnar á ganginum í stjórnar- ráðinu tala sínu máli. Halldór byrjaði að brosa við hirðljós- myndara ríkisstjórnarinnar þegar vinstri stjórnin var fest á filmu haustið 1983 og nú er hann ekki lengur háseti á annarra manna skútu heldur orðinn karlinn í brúnni. Davíð Oddsson fékk lykla- völdin að stjórnarráðinu um leið og hann var kosinn á þing en það tók Halldór þrjá áratugi eftir að hann settist á þing. Svo hokinn sem hann er af stjórnmála- reynslu, getur eitthvað hafa kom- ið Halldóri á óvart í þessu starfi? „Það átti enginn von á því að þurfa að takast á við þetta lang- vinna kennaraverkfall,“ svarar Halldór að bragði, „það er vand- meðfarið með það vald að grípa inn í kjaradeilur. Það er almennt viðurkennt að það sé óæskilegt en ríkisstjórn átti einskis annars úr- kosti því hagsmunir almennings voru í húfi. Deiluaðilar viður- kenndu að verkfallið hefði að lík- indum staðið fram að jólum eða fram á næsta ár. Þetta var ófyrir- sjáanlegt.“ –Hvað stendur upp úr á þess- um hundrað dögum af því sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir? „Skattalækkanirnar eru orðnar að lögum og þar með er buið að hrinda í framkvæmd helstu atrið- um stjórnarsáttmálans. Síðan var gengið frá húsnæðismálunum og málefnum LÍN og sölu Símans komið í ákveðinn farveg. Það er búið að semja við Morgan Stanley um að vera ráðgjafi við söluna. Öll stóru málin þokast þannig hratt og örugglega í rétta átt.“ –Þú nefnir húsnæðismálin. 90% lánin virðast hafa komið vaxtalækkunum bankanna af stað. Blasir ekki við að Íbúðalána- sjóður komist í slæma stöðu vegna uppgreiðslu húsnæðislána: verði annað hvort að hækka sína vexti eða fá meðgjöf frá ríkinu? „Það stendur ekkert til að veita auknu fé til Íbúðalánasjóðs. Hann gefur út skuldabréf og þótt vaxta- munurinn á þeim og lánum til fólks sé lítill, er hann nægur til þess að standa undir þjónustu við fólk. Og hún hefur stórbatnað því flestir geta nú keypt sér húsnæði og bankarnir eru komnir inn á þennan markað. Þeir voru þar ekki áður að öðru leyti en því að bjóða upp á dýr yfirdráttarlán og þess háttar. Hins vegar kann hlut- verk Íbúðalánasjóðs að breytast í kjölfarið. „ –Með hvaða hætti? „Það þarf að komast meiri reynsla á þetta, því það er ekki langt síðan bankarnir komu inn á markaðinn. Ég er sannfærður um að það komst á rekspöl vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar en það gerðist hraðar en við bjuggumst við. En það er gott þegar neikvæð- ir hlutir breytast í jákvæða.“ –Það hafa orðið hvöss orða- skipti í hverju málinu á fætur öðru á Alþingi í haust og stjórnar- andstaðan haldið uppi hörðu andófi í til dæmis skattamálunum, kennaradeilunni og Íraksmálinu? Hefur færst meiri harka í stjórn- málin eftir fjölmiðlamálið? „Mér finnst stjórnarandstaðan ekki mjög hörð. Það er allt annað mál að hún hefur sett sig á móti mjög mörgum málum. Hins vegar er óskýrt hvað hún vill. Annan daginn vill hún helst engar skatta- lækkanir en hinn vill hún hafa þær öðruvísi. Mér finnst stjórnar- andstaðan mjög ómarkviss. Ég er kannski ekki rétti dómarinn en svona blasir þetta við mér.“ –Því er haldið fram að Fram- sókn standi ein gegn lækkun mat- arskattarins, formaður Samfylk- ingarinnar hefur mjög auglýst eftir ykkar afstöðu. „Forgangsmál ríkisstjórnar- innar birtast í skattalækkunum okkar. Þar eru tekju- og eigna- skattar lækkaðir og barnabætur stórhækkaðar. Þetta var miðað við forsendur efnahagsmála í dag. Síðan ætlum við að fara í úttekt á virðisaukaskattnum. Það stendur ekki á Framsóknarflokknum að breyta virðisaukaskattskerfinu til hagsbóta fyrir neytendur. Þing- menn okkar hafa til dæmis lagt áherslu á lækkun virðisaukans á barnaföt svo dæmi sé tekið. Við höfum tvö virðisaukaskatt- stig í dag, 24,5% og 14%. Það liggur fyrir að mín skoðun er sú að það væri heppilegra að hafa aðeins eitt stig en fyrst þau eru tvö, er það ekki aðalatriði hvort lægra þrepið er 14, 10 eða 7%. Þetta er spurning um efnahags- legt svigrúm. Það kemur í ljós. Við framsóknarmenn viljum viðhalda öflugu velferðarkerfi og við viljum ekki ganga svo langt í skattalækkunum að grafið sé und- an því. Össur Skarphéðinsson er sífellt að reyna að finna leiðir til að koma á klofningi á milli stjórnarflokk- anna. Hann verður að eiga þessa tómstundaiðju við sjálfan sig.“ –Íraksmálið hefur verið fyrir- ferðarmikið á þingi og í umræðu í þjóðfélaginu. Orð sem þú lést falla á Alþingi fyrir innrásina benda til þess að þú hafir skipt snarlega um skoðun og tekið u-beygju í afstöðunni til kröfunn- ar um samþykki öryggisráðsins við árás á Írak. Halldór, það er ekki líkt þér að taka u-beygju í stjórnmálum. „Ég tók enga u-beygju. Ég var fyllilega sjálfum mér samkvæm- ur. Við eigum að beina sjónum okkar að framtíðinni. Nú hefur ný ályktun verið samin um Írak og það er unnið samkvæmt henni. Það hefur mætt á mörgum þjóðum og miklar fórnir hafa verið færðar til þess að kosn- ingar geti farið fram í janúar. Stjórnarandstaðan hefur gert stórmál úr því liðna á þingi en hún hefur ekki gefið skýr svör við því hvort hún styðji ályktun öryggisráðsins númer 1546 eða ekki.“ –Stjórnarandstaðan hefur til dæmis fullyrt að Davíð Oddsson hafi einfaldlega látið þig standa andspænis orðnum hlut? „Þetta er eins og hver önnur vitleysa. Þetta mál var rætt á rík- isstjórnarfundi og tekin afstaða til þess og enginn ágreiningur um það.“ –Hvað með Bobby Fischer, hefðir þú beitt þér fyrir að hann fengi dvalarleyfi eins og Davíð Oddsson hefur gert? „Útlendingastofnun hafði sam- band við forsætis- dómsmála- og utanríkisráðuneyti um þetta mál í byrjun nóvember. Öllum fannst sjálfsagt að taka þessu máli vel. Ég fól ráðuneytisstjóra míns ráðuneytis að sjá um þetta mál. Það hefur verið full samstaða um þetta frá þvíað það kom til okkar kasta í byrjun nóvember.“ –Er ekki hætta á því að þetta spilli viðræðum við Bandaríkin sem hefjast í janúar? „Ég hef enga trú á því. Ég tel ekki rétt að blanda saman þessum málum. Vinátta Íslands og Banda- ríkjanna er dýpri en svo að við ráðum ekki við þetta mál, það er ekki svo stórt.“ –Nú eru hveitibrauðsdagarnir liðnir, hveru eru stóru málin framundan? „Einkavæðing Símans er framundan og það er mjög mikil- vægt að þar takist vel til. Stóra viðfangsefnið er svo efnahags- málin. Það verður að viðhalda stöðugleika og það þarf að halda vel um stýrið í þeirri miklu spennu sem óneitanlega er í þjóð- félaginu. Hagvöxturinn er mikill - – meiri en við áttum von á – og það er mikill kraftur í efnahagslífinu eins og sést á útrás fyrirtækja og þátttöku okkar í alþjóðlegum viðskiptum. Ríkisvaldið þarf að viðhalda stöðugleikanum en um leið forðast að hægja ekki um of á vexti. Þjóðin er bjartsýn og á meðan henni líður vel, líður forsætisráð- herranum vel. „ –Þú virðist vera kominn í jóla- skap! „Þetta sést nú á könnunum, það er meiri verslun nú en áður og það bendir til að fólk sé bjarsýnt.“ –Hvað með stjórnarskrármálið? „Það er mjög stórt mál sem er framundan og ég vonast til að til- nefningar í nýja stjórnarskrár- nefnd liggi fyrir um áramótin. Ég tel að það sé mikilvægt að sam- staða náist um málið fyrir næstu kosningar. Það er líka mikilvægt að um breytingarnar fari fram opin og víðtæk umræða og sem flestir taki þátt í henni – ekki bara stjórnmálaflokkarnir.“ –Þú hefur sjálfur nefnt nokkur áhersluatriði þín eins og að fjölga þjóðaratkvæðagreiðslum og skil- greina hlutverk forseta og þings. Hvort er mikilvægara að ná þessu fram eða ná samstöðu? „Auðvitað er grundvallaratriði að ná samstöðu um þessi mál, ég held að það ætti ekki að vera vandamál. Það er rík áhersla hjá mjög mörgum að opna möguleika á þjóðaratkvæðagreiðslum sem ekki er gert í núverandi stjórnar- skrá. Sú áhersla hefur áhrif á aðra hluti. Það þurfa líka að vera skýr mörk um valdsvið Alþingis, for- setans og svo framvegis. Þetta hefur verið vanrækt á undanförn- um áratugum.“ –Áttu við að ákvæði um þjóðar- atkvæðagreiðslur hafi áhrif á synjunarvald forsetans? „Alþingi hefur aldrei sett lög um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það er vísbending um að ekki hafi ver- ið gert ráð fyrir að til þess kæmi að því yrði beitt. Menn hefðu lagt fram frumvarp ef menn hefðu haldið að til þess gæti komið. Það hefur enginn þingmaður gert.“ –Hvernig hafa samskipti þín verið við forseta Íslands frá því að þú varðst forsætisráðherra? „Mjög góð.“ –Hefur fjölmiðlafrumvarpið og synjun forsetans á undirritun laganna haft áhrif á samskiptin? „Nei.“ –Nú gengur jólahátíðin í garð og áramótin eru í sjónmáli. Breyt- ir það einhverju að þú ert orðinn forsætisráðherra? „Nei. Við höldum upp á jólin með hefðbundnum hætti. Hjá okkur eru jólin eins og hjá flest- um íslenskum fjölskyldum, tími til að efla fjölskyldutengslin. Við reynum að njóta helgi og friðar jólanna.“ –Áttu þér einhverjar jólahefðir? „Við höldum okkur við gamlar hefðir úr fjölskyldum okkar í mat; borðum rjúpur og hangikjöt. Við borðum skoskar rjúpur núna eins og í fyrra – þær eru alveg ágætar. Hangikjötið kemur svo frá Hóls- fjöllum. Við höldum í þá siði sem við vöndumst á okkar æskuheimil- um.“ –Strengirðu áramótaheit? „Nei. Hins vegar eru áramótin tími upprifjunar og umhugsunar. Það er öllum hollt að líta yfir far- inn veg á árinu sem er að líða og fara yfir hvað maður sjálfur og aðrir hefðu mátt gera betur.“ –Er eitthvað sem þú sérð eftir? „Ég hef gert mín mistök eins og aðrir. Ég játa það fyrir sjálfum mér en er lítið gefinn fyrir að bera slíka hluti á torg.“ –Var 2004 gott ár? „Já. Íslendingum hefur vegnað betur en oftast áður. Við getum tekist á við ýmis verkefni sem aðrar þjóðir geta ekki þótt vanda- málin blasi hvarvetna við. Við erum ein ríkasta þjóð í heimi. Möguleikar okkar eru meiri en nokkru sinni fyrr.“ a.snaevarr@frettabladid.is 18 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR Halldór í hundrað daga Halldór Ásgrímsson heldur upp á það um jólin að hundrað dagar eru liðnir frá því að hann varð forsætisráðherra. Hann lítur yfir „hveitibrauðsdagana“ eins og fyrstu hundrað dagar forystumanns ríkisstjórnar eru kallaðir. Þar ber hæst skattalækkanir, kennaraverkfall, vaxtalækkanir og Írak. ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR „Það stendur ekkert til að veita auknu fé til Íbúðalánasjóðs. Hann gefur út skuldabréf og þótt vaxtamunurinn á þeim og lánum til fólks sé lítill, er hann nægur til þess að standa undir þjónustu við fólk.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Það er líka mikil- vægt að um stjórnarskrárbreytingarnar fari fram opin og víðtæk umræða og sem flestir taki þátt í henni – ekki bara stjórnmálaflokkarnir. ,, Vinátta Íslands og Bandaríkjanna er dýpri en svo að við ráðum ekki við þetta Fischer-mál, það er ekki svo stórt. ,,

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.