Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 55
38 9. maí 2005 MÁNUDAGUR Skeifan 19 • 108 Reykjavík • Sími 533 1060 • Fax 533 1069 • www.xhus.is • xhus@xhus.is Jón Magnússon Hrl. lögg. fasteigna og skipasali Bergur Þorkelsson, Sölufulltrúi gsm: 860 9906 Valdimar R. Tryggvason Sölufulltrúi gsm: 897 9929 Valdimar Jóhannesson Sölufulltrúi gsm: 897 2514 Guðbjörg Einarsdóttir, Skrifstofustjóri 4ra til 7 herb. Glæsileg og björt 4ra herb. endaíbúð í lítilli blokk í Furugerði Íbúðin var endurnýjuð fyrir fáum árum. Stórt opið eldhús inn í stofu með afar fal- legum birki innréttingum, stálborðum, stál- háf og keramikhellueldavél. Eldhúsgólfið er afmarkað með gráum keramíkflísum sem liggja þaðan á hálfum gangveginum fram í forstofu og inn á bað. Að öðru leyti er ljóst eikarparket á gólfum.Stofa, borðstofa, eld- hús, gangur og forstofa myndar samfellt mjög plássgott rými. Hjónaberbergið og bæði barnaherbergi rúmgóð með skápum. Fallegt bað með baðkari og sturtu í baðkari. Verð 22,5 millj Flétturimi Nýtt Mjög björt og vel staðsett 4ra herbergja íbúð á 3.hæð. Rúmgóð stofa með parketi. Gott skipulag er í íbúðinni. Þvottaherbergi er innan íbúðar. Stutt í skóla - leikskóla og alla þjónustu. Laus strax. Verð 18,4 millj. Stíflusel. Mjög falleg 113 fm íbúð á 2. hæð í góðu húsi. Íbúðin er rúmgóð og björt með nýjum gólfefnum og góðri innréttingu. Þrjú stór svefnherbergi, parket og flísar á gólfum. Sérlega góð og mikil sameign. Engjasel - bílaskýli. Nýtt á sölu. Rúmgóð og falleg 114 fm 4ra herbergja íbúð ásamt stæði í bílaskýli. Búið er að endurnýja íbúðina að miklu leiti. Þrjú rúm- góð svefnherbergi. Verð 18,9 millj. 3ja herb. Einholt - Alveg endurnýjuð, 3ja herbergja íbúð skammt frá Hlemmi. Björt íbúð á 2. hæð með stórum gluggum sem snúa í norðaustur. Búið er að endurnýja allt að innan. Nátturusteinn á forstofu og baði, parket á öðrum gólfum. Ný ljós eldhúsinnrétt- ing. Þvottahús innan íbúðar. Verð 15.7 millj. Veghús Mjög björt og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð ( jarðhæð ) með sér- garði og litlum viðarpalli. Stór og björt stofa. Opið eldhús. Sér þvottaherbergi innan íbúð- ar. Góður sameiginlegur garður með leik- tækjum. Eignin er laus við kaupsamning. Verð 16,4 millj. Áhvl. 9,6 millj. í íbúðaláni. Vallarás - útsýni. Mjög flott íbúð á 5. hæð í lyftublokk með glæsilegu útsýni yfir Víðidalinn og Reykjavíkurborg. Íbúðin er opin og björt með glugga á þrjá vegu. Verð. 16,5 millj. Þórðarsveigur- 3ja herb. - bílskýli Flott 86,2 fm íbúð á jarðhæð með sérinn- gangi og sérgarði. Íbúðin er björt með birkiparketi og fallegum innréttingum. Þvottahús innan íbúðar. Verð 18,5 millj. Rishæð í þríbýlishúsi við Marbakkabraut Hlýleg og rúmgóð íbúð á þessum eftirsótta stað í Kópavogi . Bæði svefnherbergin eru rúmgóð. Stofan, anddyrið og baðherbergið eru panelklædd. Baðker í baðherbergi. Nýleg eldhúsinnrétting með keramik hellu. Geymslu- loft fylgir yfir íbúðinni. Gott sameiginlegt þvottahús. Búið er að endurnýja þak og renn- ur og klæða einn gaflinn og kvisti. 13.9 millj. 2ja herb. Safamýri 79,5 fm björt og falleg á jarðhæð í þriggja íbúða húsi. Auðvelt að bæta við svefnherbergi. Góð sam- eign. Auðvelt er að stúka frá auka svefnher- bergi úr stofunni og er afstúkunin að hluta til þegar fyrir hendi. Parket er á allri íbúðinni nema flísar eru á baði og inngangi. Góðir gluggar gera alla íbúðina bjarta og notalega. Góð geymsla sem mætti nota sem herbergi en önnur lítil geymsla fylgir einnig íbúðinni. Verð. 17.4 millj. Gyðufell- Laus Nýtt. 2ja herbergja íbúð á jarðhæð með litlum afgirtum trjá og blóma frímerki og innbyggðum laufskála. Íbúð- in er vel með farin, nýlegt eldhús, eldvél með blástursofni. Húsið er með álklæðningu og nýj- um gluggum og útihurðum. Sóleyjarimi Nýtt á sölu. 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 5 hæð fjölbýli. Íbúðirnar skilast full- búnar án gólfefna. Stæði í bílskýli fylgir nær öllum íbúðunum. Stærðir, verð og teikningar er hægt að nálgast á skrifstofu eða fá sent í tölvutæku formi. Fyrstir koma fyrstir fá, valmöguleikar á góðum útsýnisíbúðum. Sumarbústaðir Nýr 53 fm bjálkasumarbú- staður í Grímsnesi Bústaðurinn er á spennandi eignarlóð í Kerhrauni sem er í landi Syðri Hóla í Grímsnesi. Húsið er að mestu leyti tilbú- ið með stofu, svefnherbergi, eldhúsi, holi og salerni niðri en uppi er stórt svefnloft með fullri lofthæð. Bjálkarnir bjóða upp á skemmtilega áferð að inn- an en bústaðurinn er einangraður að utan og klæddur með panel. Kjörið sumarbústaðaland í 40 mín akstri frá Reykjavík.Verð aðeins 6.7 millj fyrir bústaðinn og eignarlandið. Sumarhús í Landbroti Fyrirtaks 56 fm bústaður, byggður l985 í landi Hæðargarðs skammt frá Kirkjubæjarklaustri. Töluvert hefur verið ræktað á lóðinni sem er hálfur hektari. Verð 7.9 millj Grímsnes - Eignalóðir Höfum fengið fleiri eignarlóðir fyrir sum- arbústaði til sölu í skipulagðri byggð í Grímsnesi á sanngjörnu verði. Landið er skjólgott og kjarrivaxið norðan þjóðveg- arins rétt austan við Kerið og vestan Seyðishóla. Rafmagn við lóðamörk. Til- búið til afhendingar strax. Teikningar á skrifstofu. Hér þarf ekki að greiða leigu! Hraunborgir Vandaður- rúm- góður- töluverð gróðursetning. Bústaðurinn er að mestu leyti tilbúinn með vandaðri eldhúsinnréttingu, vönd- uðu parketi á hæðinni og allur klæddur að innan. Tvö svefnherbergi en að auki 25 fm rúmgott svefnloft. Hér getur því stórfjölskyldan gist. Verð 7.9 millj Mjög falleg 0,6 hekt. eignarlóð ásamt 20 fm bjálkahúsi í Vall- arholti rétt hjá Reykjum. Fallegt land með uppkomnu 20 fm húsi þar sem kalt og heit vatn er komið inní hús. Byggja má gott sumarhús á lóðinni og hafa bjálkahúsið sem gestahús. Sutt í þjónustu á Reykjum. Rétt um klukkutíma akstur frá Reykjavík. Verð 3,9 millj. EIGN VIKUNNAR Gnoðarvogu-hæð+bílsk. Nýlega standsett ca. 130 fm 5 her- bergja íbúð ásamt bílskúr. Nýtt eld- hús - parket - íbúðin öll nýlega máluð - verið er að mála glugga og húsið að utan á kostnað seljanda. Frábær staðsetning, þar sem stutt er í skóla - framhaldskóla og alla þjónustu. Eignin er laus við kaupsamning. Byggingarefnið úr Hólabyrðu „Þetta er mjög merkileg bygging og hún þarf viðhald eins og önnur hús. En það er vandmeðfarið og ekki er hægt að nota hefðbundinn múr því efnið verður allt að anda,“ segir Baldur þar sem hann hreinsar frá járnflein í dyraumbúnaði sem hefur hrint frá sér múrhúðinni. Hann kveðst hafa unnið að endurbygg- ingu kirkjunnar á níunda áratugn- um og litið til með henni síðan. Byggingarefni kirkjunnar sem að mestu er blágrýti var sótt í fjallið Hólabyrðu og rauður sandsteinn setur svip á fremsta hluta kirkjunn- ar og dyraumbúnað. Upphaflega var öll kirkjan klædd því efni. Rauði steinninn var sóttur lengst upp í gil og hefur það verið erfitt verk. „Það sem ég þurfti að ná í uppí fjall tók langan tíma og ég þurfti hjálp þyrlu til að koma því niður,“ segir Baldur. „Það notaði ég í gólfið sem var slíp- að og síðan bónað til að verja það. Efnið er svo gljúpt að það hefði ekki verið hægt að þrífa það öðru vís. Þetta hús er mikið notað og hingað koma margir gestir.“ Í bókinni Landið þitt Ísland kem- ur fram að það var Gísli, biskup Magnússon sem var aðal hvatamað- ur að byggingu kirkjunnar. Til að afla fjár til verksins var lagt gjald á allar kirkjur í Danmörku og Noregi og síðar var tekin upp almenn fjár- söfnun í þessum löndum er sýnt var að Hólastóll yrði lítt aflögufær vegna harðinda. Þekktur danskur arkitekt Lauritz de Thurah, teiknaði kirkjuna, erlendir múrmeistarar stóðu fyrir byggingunni og hófust framkvæmdir 1757. Fyrst var verkamönnum greitt kaup en síðar voru bændur í Skagafirði og Eyja- firði skyldaðir til að vinna kaup- laust við bygginguna og mæltist það illa fyrir. Næsta ár verður þess minnst að 900 ár eru liðin frá því biskupsstóll var stofnaður á Hólum er Jón bisk- up helgi fékk biskupstign, árið 1106. Þá verður kirkjan í sínum besta búningi. gun@frettabladid.is Baldur segir viðhald kirkjunnar vandasamt þar sem ekki sé hægt að nota hefðbundinn múr. Hóladómkirkja er meðal elstu steinhúsa landsins. Hún var vígð haustið 1763 og hafði byggingin þá staðið í sex ár. Baldur Haraldsson múrari á Sauðárkróki var að dytta að þessu fornfræga guðshúsi á dögunum. Hafist verður handa við að endurnýja Mýr- arhúsaskóla í sumar. Endurbætur við Mýrar- húsaskóla Í sumar verður haldið áfram við gagngerar endurbætur við Mýrarhúsaskóla. Á síðasta ári var lokið við utan- hússviðhald við Mýrarhúsaskóla og að auki tekið í notkun fullkom- ið nemendamötuneyti. Á næstu þremur árum verður eldri hluti skólans endurnýjaður að fullu og verður í sumar hafist handa við fyrstu hæðina. Áætlað er að verja 50 milljónum króna til verksins að meðtöldum hönnunarkostnaði. Áætlað er að viðhaldsáfanganum verði lokið árið 2008 en þá má heita að búið verði að endurnýja skólann í hólf og gólf fyrir hátt í 200 milljónir. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.