Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 67
FÆDDUST fiENNAN DAG 1265 Dante Alighieri, höf- undur Gleðileiksins guðdóm- lega. 1837 Adam Opel bílasmiður og framleiðandi. 1918 Mike Wallace frétta- maður. 1936 Glenda Jackson leik- kona. 1936 Albert Finney leikari. „Ég ætla ekki að gefa kost á mér áfram sem formaður sambands- ins. Ég er búinn með kvótann og það er kominn tími til að einhver annar taki við,“ segir Benedikt Davíðsson sem hefur gegnt starfi formanns Landssambands eldri borgara í átta ár. Á þeim tíma segir hann að beri hæst hve virknin sé orðin mikil í öllum aðildarfélögunum. Einnig hve mikið hafi unnist í hags- munamálum sem snúi að stjórn- völdum. „Það sem kannski helst er tekið eftir er að umræðan er orðin miklu meiri um þennan málaflokk en var,“ segir Benedikt en hann telur að fyrir átta árum hafi málaflokkurinn nánast verið í þagnargildi. „Við höfum reynt að troða okk- ur alls staðar að og vera frek og láta í okkur heyra,“ segir Bene- dikt sem telur það hafa stuðlað að mikilli viðhorfsbreytingu, sér- staklega gagnvart eldra fólki á stofnunum. Þá hafi samtökin einnig komið sér að í nefndum og ráðum. „Til dæmis eru fulltrúar frá Lands- sambandinu inni í stjórn fram- kvæmdasjóðs aldraðra sem ekki var áður,“ segir Benedikt auk þess sem fulltrúar frá aðildarfé- lögum sambandsins um land allt séu í samstarfsnefndum sveitar- félaganna. Með því telur Bene- dikt að hans fólk verði mun sýni- legra og geti komið beint að mál- um. Benedikt segir starfið með eldri borgurum hafa verið mjög ánægjulegt. Nú sé hann þó kom- inn á þann aldur að hann ætli að verða sjálfselskur og leika sér svolítið enda að nálgast áttrætt. „Ég hef í nóg að horfa,“ segir Benedikt sem er smiður og ætlar að leika sér í því, auk þess sem hann mun eyða frítíma sínum í sumar norður í Eyjafirði. ■ 18 9. maí 2005 MÁNUDAGUR PAUL GAUGUIN (1848-1903) lést þennan dag Verðum að vera frek og láta í okkur heyra TÍMAMÓT: BENEDIKT DAVÍÐSSON LÆTUR AF FORMENNSKU „List er annað hvort ritstuldur eða bylting.“ Paul Gauguin var franskur listmálari. Hann var góðvinur Vincent Van Gogh. Hann eyddi síðari hluta ævi sinnar á suðlægum slóðum. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Páll Pamplicher Pálsson hljómsveitar- stjóri er 77 ára. Rannveig Rist, forstjóri Ísal er 44 ára. Sigurður Kári Kristjánsson þingmaður er 32 ára. Nanna Kristín Magnúsdóttir leikkona er 31 árs. Ásthildur Helgadóttir knattspyrnukona er 29 ára. Sigríður Eyrún Friðriksdóttir er 29 ára. Hin vinsæla bandaríska Buffalo Bill-sýning um villta vestrið var í fyrsta sinn sett á stokk í Evrópu á þess- um degi árið 1887. Fyrirmynd Buffalo Bill, maður að nafni Cody, hafði 15 árum áður orðið lands- þekktur í Bandaríkjunum þegar hann var gerður að hetju í bókum Edward Judsons, en Cody vann sem bufflaveiðimaður. Judson var einnig sá er sann- færði Cody um að taka þátt í sýningum byggðum á bókunum. Viktoría drottning Englands var meðal gesta þegar fyrsta sýningin í Evrópu var sett upp í Earls Court í London. Sýningin vakti mikla lukku og varð síðar heimsþekkt. Hún var sett upp um alla Evrópu og var meðal annars sýnd í Mongólíu. Cody vann við sýninguna næstu 30 árin. Eftir að sýningin fór á hausinn hélt hann áfram að koma fram í öðrum svipuðum sýningum þar til tveimur mánuðum fyrir dauða sinn árið 1917. Yfir 18 þús- und manns voru viðstaddir útför hans og dregur leiði hans við Denver enn að sér mörg þúsund gesti á hverju ári. 9. MAÍ 1887 ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1593 Konungur úrskurðar að innsigli Íslands skuli vera óflattur, óhöfðaður þorskur með kórónu konungs. 1855 Prentfrelsi er lögleitt á Ís- landi. 1945 Bandaríkjamenn hand- sama Herman Göring. 1955 Vestur-Þýskaland gengur í NATO. 1974 Rithöfundar sameinast í eitt stéttarfélag, Rithöf- undasamand Íslands. 1974 Sverrir Hermannsson talar í rúmar fimm klukkustundir á Alþingi til að mótmæla þingrofi. Buffalo Bill í Englandi Ólafur S. Kristmundsson Austurbergi 8. Reykjavík er 50 ára í dag. BÚINN MEÐ KVÓTANN Benedikt segir margt hafa áunnist á þeim átta árum sem hann hefur gegnt formennsku. Eldri borgarar séu nú orðnir mun sýnilegri en þeir voru áður. Í dag er Evrópudagurinn en hann er rakinn til Schuman-yfir- lýsingarinnar svokölluðu frá ár- inu 1950. Þá lýsti Robert Schum- an, þáverandi utanríkisráðherra Frakklands, því yfir að samruna- ferli Evrópu væri hafið. Ákveðið var að hefja náið samstarf milli Evrópuríkja og koma stofnun á laggirnar sem hefði yfirþjóðlegt vald. „Þetta var gjörbylting, því þótt slíkt samstarf hafi áður komið til greina hafði engum dottið í hug að framselja ákvörðunarvald til einnar sameiginlegrar stofnun- ar,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðing- ur. Upphaflega stóðu sex ríki að samstarfinu en síðan hefur það þróast yfir í Evrópusambandið sem við þekkjum í dag. Eiríkur er þess fullviss að Evrópusam- runinn hafi forðað álfunni frá ófriði.“Eitt af meginmarkmiðum samstarfsins var að koma í veg fyrir styrjaldir og það hefur tek- ist. Í dag er til dæmis óhugsandi að Þjóðverjar ráðist inn í Frakk- land og það má rekja til þessa.“ Í Frakklandi er Evrópudagur- inn haldinn hátíðlega og Eiríkur vonar að þess verði ekki langt að bíða að hið sama gerist hér á landi. „Að mörgu leyti erum við í Evrópusambandinu þótt við við- urkennum það ekki.“ ■ Evrópudagurinn er í dag EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ANDLÁT Katrín Helgadóttir, fv. skólastjóri Hús- mæðraskóla Reykjavíkur, er fallin frá. Jarðarförin verður auglýst síðar. Magnús Einarsson, bifreiðastjóri frá Tjörnum, Strandaseli 11, Reykjavík, lést á Vífilstöðum föstudaginn 6. maí. Sigurður Eggert Magnússon, Las Vegas, Nevada Bandaríkjunum, andaðist á sjúkrahúsi í Las Vegas sunnudaginn 3. apríl. Bálför hefur farið fram. JAR‹ARFARIR 15.00 Eyjólfur Kristinn Lemann Al- freðsson, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju.              ! "   #   !$     %&       ' (!  )* + , * -   ' *.'   -/'   ! (   #$  )0%  1   *!& 2  3  3 2  4 $'!$ *  5!  6 *7 8 * 9  *  6 *,$ *:*, ;* * 8  < =  2      7 >?0*? 00+ !  $  1 !%  7 >@00    %&A ?        $1 B  %C   11D1   $     1    * 3    1          &  !      1CE,$ ,  F1 6  !     -G!    !# !*?H'!E)F   7G '!$ I                                          J-G!   D   @80H*  ! % 6    #    ,$    (E6 I   * $1 +! I8 (     1! F"     !    1!$   # -G!   1   # 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.