Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 09.05.2005, Blaðsíða 70
MÁNUDAGUR 9. maí 2005 21 Sterkur leikur Nánari uppl‡singar á www.komatsu.is Fyrstir til a› tryggja kaupendum fast endursöluver› KRAFTVÉLAR EHF. · Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3509 · www.kraftvelar.is Úrslitaleikur B-deildar Deildabikar-keppni KSÍ fór fram á laugardag- inn. Leiknir Reykjavík vann þá Fjölni, 2-0. Leiknir, sem leikur í 2.deild, þótti sterkari aðilinn í leiknum. Pét- ur Svansson og Haukur Gunnarsson gerðu mörk Leiknis. Fjölnismönnum tókst aldrei að ógna marki Leiknis að neinu viti. Þetta er fyrsti titill fé- lagsins í meistaraflokki og það er ljóst að Leiknismenn verða sterkir í 2.deildinni sem hefst 16.maí. Lubos Michael, dómarinn semdæmi viðureign Liverpool og Chelsea í Meistaradeild Evrópu í síð- ustu viku hefur sagt það að ef mark Luis Garcia hefði ekki verið dæmt gott og gilt þá hefði hann rekið Petr Cech, markvörð Chelsea að velli og dæmt vítarspyrnu. Hann segir að Chel- sea hafi hreinlega verið heppið að markið var látið standa. „Ef aðstoð- ardómarinn hefði ekki flaggað mark þá hefði ég rekið Cech af velli og dæmt vítarspyrnu,“ sagði Lubos Michael. Vonir Tottenham um að komast íEvrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð, dvínuðu all verulega þegar liðið beið 1-0 ósig- ur gegn Middles- brough í ensku úr- valsdeildinni í gær. Martin Jol, knatt- spyrnustjóri Totten- ham var þungur á brún í leikslok. „Það er alltaf erfitt að spila á útivelli og að fá á sig svona mark er sorglegt. Við þurftum að breyta okkar leik en vorum aldrei líklegir til að skora tvö mörk. Það sást líka í dag hverjir eru með yngsta liðið,“ sagði Jol. Southampton varð fyrir áfalli í gærþegar Peter Crouch var rekinn af velli í jafnteflisleik þeirra gegn Crys- tal Palace. Hann verður því í banni í lokaumferðinni þegar Southampton tekur á móti Man.Utd og það er skarð fyrir skildi hjá heimamönnum sem dugir ekkert annað en þrjú stig. Harry Redknapp sagði að þetta væri vissulega mikið áfall fyrir liðið. „Þetta er auðvitað gríðarlegt áfall fyrir okkur, við verðum án hans gegn Man.Utd og við megum illa við því, hann er nauðsynlegur fyrir okk- ur,“ sagði Redknapp sem verður að treysta á aðra sóknarmenn liðsins í lokaumferðinni. Wigan Athletic komst í gær upp íensku úrvalsdeildina eftir 3-1 sigur á Reading í lokaumferðinni. Það þýðir að Reading situr eftir með sárt ennið í 7. sæti deildarinnar og kemst ekki í umspilið um laust sæti í úrvalsdeildinni. Wigan fylgir Sund- erland upp en Sunderland hafði fyrir nokkru tryggt sér sæti í úrvals- deildinni á nýjan leik. Hvaða lið fylgir þessum tveimur upp kemur í ljós í lok maí en þau lið sem leika um þetta eina lausa sæti eru West Ham, Derby, Preston og Ipswich. Reading, félag Ívars Ingimarssonar, tapaði fyrir Wigan í dag sem fyrr segir og missti þar með af síðasta umspils-sætinu. Ívar lék allan leikinn. ÚR SPORTINU Raikonnen sigra›i á Spáni FORMÚLA Finnski ökuþórinn Kimi Raikonnen vann nokkuð auðveld- an sigur í spænska kappakstrin- um í Formúlu eitt um helgina og lyfti sér með sigrinum í þriðja sætið í keppni ökumanna. Spán- verjanum Fernando Alonso tókst þar með ekki að vinna sinn fjórða sigur í röð fyrir framan landa sína. Alonso lenti í öðru sæti í keppninni í gær og þeir Jarno Trulli og Ralf Schumacher höfn- uðu í þriðja og fjórða sæti. Mich- ael Schumacher ók vel í gær, en þurfti að hætta keppni vegna bil- unar og var þetta í fyrsta skipti síðan hann hóf að aka með Ferrari sem hann nær ekki að sigra í fimm keppnum í röð. „Ég þakka sigurinn fyrst og fremst allri þeirri vinnu sem allir hjá liðinu hafa lagt á sig upp á síðkastið,“ sagði Raikonnen eftir sigurinn. „Ég er sáttur við sjálfan mig og allt liðið og vona að áfram- hald verði á velgengninni,“ sagði Finninn. -bb SIGRINUM FAGNAÐ Kimi Raikkonen á McLaren Mercedes fagnaði fyrsta sigrinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.